Föstudagur 28.05.2010 - 11:06 - 7 ummæli

Skuldir halda verðbólgu uppi

Eins og búast mátti við er verðbólgan lífseig.  Fyrirtæki eins og ríkið eru að velta sínum skuldavanda yfir á almenning í formi hækkaðs vöruverðs.  Það er mjög freistandi að hækka verð á vörum og þjónustu um 0.5% í hverjum mánuði enda auðvelt að fela vegna óstöðugs gengis og brenglaðs verðskyns almennings. 

Það eru litlar líkur að verðbólgan hér á  landi fari nokkurn tíma niður fyrir 5% yfir 12 mánaða tímabil á meðan við erum að glíma við óviðráðanlegar skuldir.

Í framtíðinni má búast við meiri hækkunum á gjöldum opinberra stofnanna og svo eru gríðarlegar hækkanir á rafmagni og heitu vatni handan við hornið.

Nei, verðbólgubálið er vel kynt og nógur efniviður bíður þess að komast á það bál.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Jóhannes

    Íslenska krónan er miklu áhrifameiri orsakavaldur verðbólgu en miklar skuldir. Þetta má best sjá í sögulegum samanburði við Evrópulönd sem hafa verið mikið skuldsett.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Jóhannes,
    Krónan á sinn þátt í þessu í gegnum hátt vaxtastigi en fá hagkerfi hafa þurft að glíma við annan eins skuldavanda í einkageiranum þar sem nánast öll fyrirtæki eru yfirskuldsett.

    Þessi samblanda af háu vaxtastigi og yfirskuldsetningu er eitruð.

  • Stefán Benediktsson

    það má glöggt lesa í hillum verslana að við erum að borga skuldasúpu verslananna.

  • @ Jóhannes

    Já, en hvað eru menn að greiða í vexti í Evrópu?

    Við þurfum meiri erlendar tekjur og erlenda fjárfestingu til að losna úr þessum vítahring.

    Góður pistill sem fyrr

  • Jóhannes

    Andri
    Ég held að við séum sammála í grundvallaratriðum. Það sem ég er að benda á er að íslenska krónan er afar lítill og veikur gjaldmiðill og hefur tekið miklum sveiflum gegnum tíðina, og að langmestu leyti til veikingar. Þessi veiking krónunnar hefur skilað sér hratt í hækkandi innflutningsverðlagi undanfarna áratugi, sem aftur hefur valdið hækkun á öllum kostnaði sem er vísitölubundinn, sem aftur hefur leitt til hækkunar á launakröfum osfr osfr. Efnahagslíf á Íslandi einkennist af þessu mynstri víxlhækkunar, enda hefur íslenska krónan misst uþb 99,9% af verðgildi sínu gagnvart dönsku krónunni frá því að hún var tekin upp.

    Ef Ísland væri sterka alþjóðlega mynt væri verðbólgan óhjákvæmilega miklu minni, alveg óháð skuldastöðunni.

  • Jóhannes

    @ Magnús

    Að sjálfsögðu er rétt að geta þess að nafnvextir í Evrópu eru miklu lægri en á Íslandi, og raunvextir yfirleitt líka. Munurinn er gríðarlega mikill núna en að meðaltali er hann einnig mikill.

  • Pétur Tyrfingsson

    Skuldir eru fyrst og fremst afleiðingar hins kapítaliska hagkerfis.
    Ég bíð í ofvæni eftir því að við getum komið hér á sósíalisku samfélagi.
    Okkur sem höldum úti bloggi ber skylda til þess að boðskapur sósíalismans sé þar í hávegum hafður og að við látum einskis ófrestað við að koma af stað þeirri byltingu sem nauðsynleg er og ég sjálfur hef unnið að hörðum höndum allt frá því á sjöunda áratugnum.
    Hin marxiska sögulega greining leiðir óhjákvæmileg í ljós að nú er rétti tíminn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur