Sunnudagur 30.05.2010 - 11:45 - 1 ummæli

Sveifla út og suður

Þetta eru fyrstu kosningar sem ég man eftir þar sem sveiflan er hvorki til vinstri né hægri.  Gömlu leiðtogarnir sem eru fastir í fortíðinni vita ekki sitt rjúkandi ráð og telja öruggast að hrósa sigri.  Allir nema Jóhanna, sem eðlilega túlkar niðurstöðurnar sem afhroð fyrir fjórflokinn.

Þar sem fjórflokkurinn fékk sterka mótstöðu tapa allir hlutar hans.  Jafnvel stefnulaust grínframboð í Reykjavík nær 6 mönnum inn, en það sem er athyglisverðast eru niðurstöðurnar á Akureyri.  Þar er alvöruframboð sem nær meirihluta og enginn af fjórflokkunum fær 15% atkvæða.

Það eru niðurstöðurnar á Akureyri sem fjórflokkurinn þarf að hræðast.  Þar sem fjórflokkurinn er einn um hituna virðist Sjálfstæðisflokkurinn halda sínu og kemur sterkur út.  Hér virðast kjósendur vera að sýna óánægju sína með efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar þar sem seinagangur og rifrildi einkenna flest mál.   Sérstaklega er Samfylkingunni refsað enda samkvæmt tölum að norðan, virðist flokkur forsætisráðherra orðinn sá fimmti stærsti!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Svar Reykvíkinga virðist vera:
    Fjórflokkurinn út
    fjörflokkurinn inn.
    Annars virtist Jón Gnarr ekki vita sitt rjúkandi ráð þegar hann var spurður í beinni útsendingu innan um reynsluboltana. Í eitt skiptið var hann spurður um ráð við atvinnuleysi og svarið var sirka „að styðja frekar við það sem er þegar fyrir hendi.“!!
    Ég hef spurt hvort Jón Gnarr sé næsta Silvía Nótt – elskaður í dag, hataður á morgun þegar kemur í ljós að grínið er ekki eins sniðugt í hinum blákalda veruleika? En Reykvíkingar ákváðu þessa stefnu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur