Þriðjudagur 27.07.2010 - 11:11 - 22 ummæli

Enginn íslenskur blaðamaður í Brussel?

Nýlokið er blaðamannafundi í Brussel við upphaf formlegra viðræðna við ESB.   Hér er um mikilvægt þjóðfélagsmál að ræða og útkoman hver sem hún verður mun hafa mikil áhrif á stöðu landsins og lífskjör í framtíðinni.  Það var því með ólíkindum að enginn íslenskur blaðamaður skyldi spyrja spurninga á þessum fundi.  Alveg sama hvort menn eru með eða á móti ESB, menn verða að leita sér upplýsinga og staðreynda.

Þetta hlýtur að vala mönnum vonbrigðum í Brussel.  Stækkunarstjórinn Stefan Fule, sagði í sínum inngangi að hann hefði áhyggjur að hugsanleg ESB aðild nyti ekki breiðs stuðnings á Íslandi og að umræðan yrði að vera byggð á staðreyndum en ekki goðsögn.  Afskiptaleysi íslenskra fjölmiðla í svona stóru máli er því mjög bagaleg og vandræðaleg.

Það hefur ekki farið fram hjá þeim stóra hópi evrópskra blaðamanna sem þarna spurðu spurninga fyrir hönd sinna lesanda að kollegar þeirra á Íslandi virtust víðsfjarri?  Hvers vegna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Einar Solheim

    Farmiðinn til Brussel einfaldlega of dýr?

  • Stefán Snævarr

    Svonefnd alþjóðavæðing á íslandi hafði í för með sér að fjölmiðlar hættu að fjalla um alþjóðleg málefni og losuðu sig við fréttaritara erlendis.

  • Dufþakur

    RÚV telur betra að hafa fastan fréttaritara í Bandaríkjunum en í Evrópu (ESB)! Veit einhver af hverju?

  • Haukur Kristinsson

    Sannlega með ólíkindum. Íslenskum blaðamönnum og fjölmiðlum til skammar.

  • Elsa Ólafsdóttir

    Þetta er skandall!

    Er þetta vegna áhugaleysis hjá íslenskum fjölmiðlum eða skipulagsklúðri í utanríkisráðuneytinu?

    Fjölmiðlar hafa fjölmennt erlendis út af ómerkilegri atburðum eins og fótboltaleik.

  • Mörgum finnst betra að sitja heima og fabúlera en að afla sér upplýsinga og staðreynda. Það hefur fátt breyst frá því að Laxness reit: „Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. … Þó er enn ein röksemd sem íslendíngar eru fúsir að hlíta þegar alt um þrýtur, en það er fyndni; má vera aulafyndni. Við hlægilega lygisögu mýkist þjóðfélagið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálarinnar verður jákvæður.“

  • Valur B (áður Valsól)

    Einar Solheim, ef farmiðinn til Brussel verður ekki greiddur, þá mun það kosta Íslendinga miklar fórnir. EES samningurinn mun falla og tollar rjúka upp í kjölfarið. Heimskan og ofsinn ræður ríkjum á Íslandi með þjóðrembing í broddi fylkingar. Sorglegt að maðurinn sem setti þjóðina á hausinn honum er að takast ætlunarverk sitt, fyrst með því að gera uppreisn í Sjálfstæðisflokknum og svo með áróðri í Morgunbkaðinu. Sorglegir tímar á Íslandi að fólk vilji ekki einu sinni sjá hvað er í boði segir allt sem segja þarf um heimskuna sem hér ræður för.

  • Áslaug Ragnars

    Þetta sýnir svo ekki verður um villzt niður á hvaða stig fjölmiðlun er komin hér á landi.

  • Heiðar Örn frá RÚV er í Bruxelles.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Inga,
    Af hverju bar Heiðar Örn þá ekki fram spurningu ef hann var á fundinum? Þetta var jú blaðamannafundur.

  • P. G. Geirsson

    Þetta skýrist af áhugaleysi landsmanna á ESB-aðild.

    Svo fengum við líka að vita eftirfarandi frá Stefáni Fúla, stækkunarstjóra ESB:

    „Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“

    Þá vitum við það. Need we say more about this?

  • Hvaða varanlegar undanþágur þarf Ísland að fá ?

  • Getur hugsast að fjölmiðlar á Íslandi telji sig vita hvað úr Össuri kemur? Maður þarf ekki að fara alla leið til Brussell til að hlusta á tóma tunnu tala um hvað henni sjálfri finnst. Það er vilji kjósenda sem skiptir máli og hann virðir Össur að vettugi.

    Fjölmiðlar hlusta kannski frekar á kjósendur en Össur?

    Heiðar Már er líklega í sumarfríi, því það eru allir embættismennn ESB reyndar líka, nema þessir tveir sem höfðu smátíma fyrir Evrusleiki. Fréttamenn nota ekki tíma í lokaða stofnun.

  • Blankheit?
    Kveðja að norðan.

  • Kristján Gunnarsson

    Fyrir ESB kommissurum í Brussel kemur framkoma íslenskra ráðamanna, þeirra sem aðild eru hlynntir, spánskt fyrir sjónir. Erlendis er sú hefð að stjórnmálamenn taka upp málsstað og reyna að vinna honum fulltingi þjóðar með því að kynna hann á almannafundum, agítera í fjölmiðlum, etc. Þeir leggja sig hart fram og setja orðstí og frama í sölurnar. Þetta sjá þeir ekki frá íslensku stjórninni.

    Sem er ekki skrýtið, þar sem Ísland býr að allt annarri hefð. Íslensk stjórnsýsla byggir á fyrirmynd gerræðisvalds konungs, síðar forræði ráherraveldis. Mikilvæg mál eru afgreidd innan stjórnmálaflokkanna, síðan innan ríkisstjórnar í náinni samvinnu við embættismannaveldið. Það er engin ástæða til að agítera fyrir einu eða neinu fyrir þjóðinni. Þess vegna hefur Össur engar áhyggjur því innan kerfisins er staðan mikið jafnari með og móti. Alls konar leikir til í stöðunni nú og seinna. Koma dagar, koma ráð.

    Það eina sem vefst fyrir íslenskum stjórmálamönnum, jafnt þeir sem eru hlynntir sem andstæðir ESB aðild, er kvöðin um þjóðaratkvæði. Það kemur íslenskum stjórnmálamönnum spánskt fyrir sjónir og er ekki íslensk hefð. Ég efa ekki að einhverja þeirra dreymir um að fá undanþágu frá því skilyrði. Vegna einhverrar Guð má vita hvað sérstöðu landsins auðvitað.

  • Til hvers að hafa íslenskan „blaðamann“ yfirhöfuð nokkursstaðar? Í gegnum tíðina hafa íslenskir „blaðamenn“ verið þægir húsbændum sínum og flutt sína rullu eins og þeim var uppálagt.
    Bláskjár sýnir nú sitt rétta andlit þegar hann losar sig við síðustu fjöðrina. Svo líður ekki á löngu að við fáum einn nýjan beint úr fabrikku SUS.

  • Jón Guðmundsson

    Til hvers að borga 5-600.000 undir blaðamann til Brussel þegar hægt er að horfa á allt saman í beinni útsendingu á netinu?

    http://ec.europa.eu/avservices/player/streaming.cfm?type=ebsplus&sid=164373

  • Þjóðrembingurinn

    LOL, HAHA, LMAO

    Segir allt sem segja þarfu um áhuga Íslendinga á ESB, nema Össi sé fréttamaður RÚV og ætlar að lýsa því hvernig hann tók þá þarna sjálfur.

  • Fyrirgefðu að ég get ekki svarað því, ég heyrði bara
    pistil frá Heiðari Erni frá Bruxelles í hádegisfréttum RÚV
    og vildi benda á að þar væri ísl. fréttamaður.

  • Hvers vegna fór Páll Vilhjálmsson , sem titlar sig sem blaðamann, ekki til Brussel ?
    Nei, auðvitað ekki , hann veit allt miklu betur en aðrir um ESB !

  • Andri Haraldsson

    Takk Matti fyrir skemmtilega tilvitnun, sem sannarlega var sönnuð enn á ný í ummælunum sem á eftir komu.

    Enginn spurði: hvar eru fréttaritarar RUV í dag? Hversu margir eru í Evrópu? Í hvaða löndum? Hversu margir eru í BNA? Hvar?

    Hversu miklu af fé skattborgaranna fær ríkisútvarpið til að upfylla skyldur sínar? Hversu mikið af því fer til fréttaöflunar?

    Mín tilfinning þegar ég er á Íslandi er sú að þar sé næstum engin fréttamennska. En merkilega mikið af stjörnuspám og illa þýddum greinum úr sorpblöðum annarra landa.

  • Það er með ólíkindum að íslenskir fjölmiðlar skuli ekki veita þessu máli neina athygli, ekki einu sinni þeir sem virðast vera á móti aðildinni.

    Þetta stóra mál verður þó ekki þagað í hel og við sem virkilega höfum áhuga á framgangi þess og þróum munum um það skrifa og um það fjalla eins og frekast er kostur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur