Fimmtudagur 29.07.2010 - 14:25 - 18 ummæli

Hvalfjarðargöngin

Lengi getur vont versnað.  Nú er komið í ljós að Hvalfjarðargöngin, stolt Íslendinga, eru verstu og hættulegustu göng Evrópu!  Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC) hefur gert mikla úttekt á göngum á Evrópu og komist að þessari niðurstöðu. Ég læt fylgja hér slóð á vefsíðu þeirra þar sem er að finna myndband sem lýsir vel hvað er að í Hvalfjarðargöngunum.

ADAC myndband.

Hvernig væri að fá Þjóðverja til að taka út aðra þætti íslensks samfélags, svo sem stjórnsýsluna, embættismannakerfið, störf Alþingis, mennta- og heilbrigðiskerfið, bara svona til að byrja með.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • „Þetta reddast“ dugar sem sagt ekki fyrir þýska bifreiðaeignedur. Mikil skelfing er að vita þetta.
    Svona í alvöru talað þá er þetta stóralvarlegt mál og þarna verður eitthvað að gera STRAX.

  • Loka göngunum tafarlaust, og ekki opna aftur fyrr en viðeigandi breytingar hafa átt sér stað.

  • Blessaður vertu, þetta verður allt útskýrt með því að notast hafi verið við ESB viðmið í þeim eina tilgangi að reyna að klekkja á frelsi Íslendinga til að gera allt langflottast og best.

  • Pétur Maack

    Iss þetta er pottþétt eitthvert Evrópusamsæri – alveg eins og þegar þeir réðust á bankana okkar.

  • þórallur Kristjánsson

    Við erum hér rúmlega 300 þúsund manns í stóru landi að halda samgöngum greiðfærum í öllu landinu.

    Ég er viss um að félag þýskra bifreiðaeigenda gætu gert ýmsar athugasemdir á vegakerfi Íslands. Hvað ætli þeir segja um allar einbreiðu brýnnar sem tengja saman vegina?

    Vegirnir okkar standast ekki autobönunum í Þýskalandi snúning.

    Hvernig ætli þeim litist á vegina á vestfjörðum ?

    Það er auðvelt að gagnrýna en við þurfum líka að vera raunsæ. Vegagerð kostar mikið af peningum en sjálfsagt er að vanda til hennar eins og kostur er.

  • Eitt helsta áhyggjuefni okkar sem vinnum á Slysadeild er einmitt stórslys í Hvalfjarðargöngunum, sér í lagi ef stórir bílar eiga í hlut. Alli vita hvað litlu má muna að bílstjórar fipist á þröngum og myrkum veginum. Það er ekkert grín þegar stórir flutningabílar og rútur koma á fullri ferð á móti. Verst eru aðstæður í miðjum göngunum enda umferðin oft samfelld í báðar áttir í senn.
    1) Takmarka á þegar í stað umferðarhraðann á almennri umferð gegnum göngin við 50km/klst.
    2) Takmarka á umferð vöruflutninga- og rútubifreiða við ákveðna tíma þegar almennri umferð er ekki hleypt í gegn á meðan og takmarka hraðan við 30 km./klst.
    3)Endurskoða almennt öryggi gangnana miðað við erlenda staðal.

  • Hvað kostar að moka einn meter af jarðgöngum pr haus á Íslandi vs Þýskalandi?

    ESB sinnar segja sennilega að það muni engu, eftir að við erum komin í ESB.
    Og ef svo illa vildi til að það væri raunverulegur munur á 300 þúsundum og 80 miljónum manna, þá myndum við væntanlega vera svo heppin að geta slegið lán.

    Magnað með þetta 2007 ESB lið.
    Skýringin á hugsunarhættinum er þó tiltölulega einföld, ESB sinnar eru yfirleitt starfsmenn ríkis og bæja, og/eða í bullandi pólitík.

    Svoleiðis fólk þarf aldrei að hafa áhyggjur af afborgunum ákvaðanna sinna.
    Þær lenda alltaf á skattgreiðendum.

  • Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

    Enn eitt dæmi þess að Íslendingar eru of fáir til
    þess að reka nútímasamfélag upp á eigin spýtur.

  • Hákon Hrafn

    Það er reyndar alveg ótrúlegt rugl að olíuflutningabílum (og öðrum stórflutningum) sé hleypt þarna í gegn með almennri umferð.

  • Andri Haraldsson

    Athyglisverð hugmynd um að fá opinbera erlenda úttekt á íslenskri stjórnsýslu.

    Það væri kannski óvitlaust að nota fésbókina til að hefja undirskriftarsöfnun til að krefjast þess. Ekki nokkrar líkur til að slík hugmynd fá hljómgrunn innan stjórnsýslunnar án þess að mikill þrýstingur komi til.

  • Það á ekkert að vera að hlusta á þessa útlendinga og því síður hleypa þeim í allskyns úttektir á Íslandi. Við eigum að hafa okkar eigin íslenzku staðla fyrir sanna Íslendinga, þá yrði þetta ekkert vandamál.

  • Haukur Kristinsson

    Bestu og lengstu jarðgöng eru í Sviss.

    Vildi frekar fá Svissarana til að gera úttekt á samfélaginu.

  • Annars er það dæmigert fúsk sem hér er á ferð.
    Hvar annars staðar en á Íslandi óska menn eftir að jarðgangasérfræðingar taki út stjórnkerfi?

    Svarar því af hverju ESB flokkur Samfylkingar skipaði handavinnukennara formann nefndar um erlendar fjárfestingar, og kúlulánakóng sem fulltrúa skuldsettrar alþýðu.

  • ESB er með styrki sem ESB lönd geta sótt um til að byggja betri vegi, þarf ekki endilega að taka lán.

  • Sigurður Ingi Jónsson

    Það er stórt upp í sig tekið í þessum pistli.
    Hvergi kemur fram að eitthvað vanti uppá að Hvalfjarðargöng standist reglugerðir. Í raun er hvergi minnst á neinar reglugerðir í úttektinni.
    Samanburðurinn er á milli nýlegra eða nýuppgerðra ganga í milljónasamfélögum og neðansjávarganga í fámennu dreifbýli.
    Bendi á eftirfarandi hlekk sem skemmtilesningu:
    http://spolur.is/index.php/soegumolar/heimsendaspar

  • Sigurður,
    Það voru nokkrir verkfræðingar sem gagnrýndu brunavarnir í göngunum þegar þau voru byggð. Mig minnir að fyrrverandi brunamálastjóri hafi haft miklar áhyggjur af mörgum brunaþáttum og skrifað um það en ekkert var hlustað á hann frekar en aðrar eftirlitsaðila á Íslandi fyrr og síðar.

    Hvernig væri að grafa upp gamlar skýrslur og blaðagreinar frá þessum tíma? Geri það ef ég hef tíma.

    Er mannslífið minna virði í fámennum löndum?

  • Sigurður Ingi Jónsson

    Það er athyglisverð þessi síðasta spurnning hjá Andra Geir.
    „Er mannslífið minna virði í fámennum löndum?“
    Á móti verður ætíð að spyrja; hvers virði er mannslífið?
    Fólk er alla daga að taka ákvarðanir sem varða verðmæti mannslífa, bæði eigin og annarra, þótt flestir geri þetta ómeðvitað.
    Fólk sparar sér leigu á vinnupöllum með því að fara upp í langan stiga.
    Fólk kaupir gamlan ódýran bíl í stað öruggustu eðalvagna.
    Margir hunsa síðan öryggi þótt enginn fjárhagslegur ávinningur sé til staðar, svo sem með því að sleppa því að nota öryggisbelti eða ekur hratt í hálku til að vera einhversstaðar á tilteknum tíma.
    Allt sem að ofan er talið felur í sér gildismat á verðmæti mannslífa.
    Ef banna ætti notkun Hvalfjarðarganga vegna úttektar á vegum áhugafélaga um ítrustu öryggiskröfur þá ætti það sama að ganga yfir önnur samgöngumannvirki eins og Suðurlandsveg, en ólíkt Hvalfjarðargöngum, þá hafa þar orðið allmörg banaslys á undanförnum áratug.
    Með sömu rökum ætti að banna alla bíla sem ekki standast ítrustu kröfur þessara áhugafélaga og færa síðan ökuhraða niður í eitthvað öruggt, eins og 50km á þjóðvegum og 30km í þéttbýli.
    Með þessu mætti hugsanlega spara 15 mannslíf á ári.
    Væri samfélagið sátt við þá verðlagningu á mannslífi?

  • Valur B (áður Valsól)

    Haukur Kristinsson, hérna sérðu góð rök fyrir því að ganga í ESB, en í staðin segir þú að miklu betra væri að fá Svisslendinga til að gera hér úttekt, en eru þeir með slíkt í boði og hvernig myndi það hljóma ef við færum að biðja einhverja þjóð um að gera úttekt á okkur, eða á þetta að vera einhver endurskoðunarskrifstofa? Nei frekar vill ég gangast undir sameiginlegt eftirlitskerfi ESB sem skoðar stjórnsýslu hjá öllum sem eru í ríkjasambandi ESB?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur