Mánudagur 02.08.2010 - 08:23 - 19 ummæli

Hin íslenska gáta

Margir velta fyrir sér gátunni, hvernig Ísland ætlar að koma sér út úr hinum miklu erfiðleikum sem hér steðja að.  Ofan á efnahagslegt og fjármálalegt hrun höfum við bætt við pólitískri og lagalegri óvissu, svona til að kóróna allt.

Hver höndin er uppi  á móti annarri.  Engin samstaða er innanlands um leiðir, aðra en þá að vera á spena AGS um óákveðinn tíma.  Að halda uppi fölskum lífskjörum með ódýru sparifé útlendinga er jú sérgrein Íslendinga og næstum talið sjálfsagt.  En hversu lengi er alþjóðasamfélagið tilbúið að fjármagna þessa vitleysu?

Það er æ betur að koma í ljós að við eigum fátt sameiginlegt með hinum Norðurlöndunum og flest bendir til að bilið á milli okkar og þeirra muni breikka í framtíðinni.  Að sumu leyti erum við alltaf að líkjast Rússum meir og meir og orð Churchill’s frá 1938 eiga orðið vel við Ísland á 21. öldinni.

„I cannot forecast to you the action of Russia. It is a riddle, wrapped in a mystery, inside an enigma; but perhaps there is a key. That key is Russian national interest.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Ef stjórnmálastéttin getur ekki hækkað skatta og/eða slegið lán, þá er hún ráðþrota.

  • Grikklendingurinn

    Er ekki Grikkland á spena AGS en samt eru þeir hluti af ESB tóupíunni þ.e í ESB, með Evru og alles.

    Miðað við það gjörningaveður sem geisað hefur hér þá er -6.5% lækkun á VLF árið 2009 ekki skelfilegt ef mið er tekið af Finnlandi þar sem VLF árið 2009 hefur lækkað um -8% en samt eru þeir í ESB, með Evru og alles.
    Heimild: Eurostat

    Hér væri allt beinfrosið og 40% atvinnuleysi ef við værum í ESB, með Evru og alles.

    Núna keppast ESB þjóðirnar við að skera niður laun(25% eða meira), lífeyri og útgjöld ríkisins alveg hægri vinstri, það sem gerðist hér er að krónan féll um 50% sem þíðir líka að heildaraflin(þ.e ígildi) jókst jafnt á við það eða um 50% sem er að gera gæfu munuinn og snarlækkar atvinnuleysi, lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna hafa haldið sínu þrátt fyrir beina lækkun á réttindum vegna þess að greiðsla lífeyris sjóðanna er verðtryggð, innlend framleiðsla hækkaði ekki um 50% eins og hefði gerst ef við værum með megnið af okkar nauðsynjum innflutt frá Hr ESB.

    Allt þetta raus um að við séu á leið til fjandans af því að við séum ekki í ESB og með Evru er svæsin tilraun til að heilaþvottar á saklaust fólki svo að það sé meðfærilegra við innlimun í ESB sem er fyrst og fremst hugmyndafræðileg útópía svona eins og nýfrjálshyggjan sem rústaði okkur síðast.

    Öllum hugmyndafræðilegum öfgum eins og nýfrjálsuhyggju og ESB hyggju á að útrýma.

  • Magnús Björgvinsson

    Finnst nú óþarfi að kenna stjórnmálamönnum um þetta. Íslenska þjóðin sýnir nú sitt rétta eðli og kennir útlendingum um allt sem miður fer. það er sama hvað ákeðið er að gera þá koma nokkrir kórstjórar sem hafa það að markmiði að fella þessa stjórn og þeir þurfa bara að flytja sömu ræðurnar um að við þurfum ekki að borga þetta eða hitt, þessi og hin erlenda stofnun sé bara vitlaus og sé að reyna að stela hér öllu og svo framvegis og allir taka undir með þeim.

    Þannig er nú óvinir Íslands AGS, ESB;, Breta og Hollendingar, Magma, nær allir hér á landi sem eiga penigna og vilja fjárfesta, erlendir fjárfestar og svo framvegis.

    Og ´þingmenn eru hluti af körstjórunum. Fólk hlýtur að sjá að hópur þeirra kallar alltaf til fjölmiðla ef þeim dettur eitthvað í hug áður en þeir kanna málið sjálfir. Hvað höfum við ekki heyrt þá oft koma með söng eins og nú séum við í þeirri öfundsverður stöðu að geta látið útlendinga borga lánin okkar, eða að við getum bara lýst okkur gjaldþrota og byrjað hér upp á nýtt án vandræða með stuðningi t.d. Parísarklúbbsins eða fengið risalán frá Noregi o.s.frv. og meirihluti fólks trúir þeim.

    Fólk ekki tilbúið að taka þátt í uppbyggingu eða skoða leiðir eins sem koma okkur út úr þeim vítahring sem leiðir okkur alltaf á sama staðinn hér á 15 til 20 ára fresti.

  • Vá, þvílíkur viðsnúningur hjá einum bloggara!!!
    Síðast áttum við að ganga í ESB, af því að þá fáum við svo hagstæð lán!!!

    Bara að benda þér á gæskurinn, að frá hruni hefur ekki sá mánuður liðið, að ekki hafi verið afgangur af vöruskiptaverslun.
    Við þurfum því ekki að ganga í ESB og drekkja okkur frekar í skuldum.

    E.s.
    Ættum við ekki að skila öllum mútu-miljörðunum sem Samfylkingin þáði frá ESB, sem átti að auðvelda að ljúga þjóðina inn?

    Ekki getur það verið siðlegt að þiggja skattfé frá almenningi í Evrópu, þegar ljóst er að þjóðin er alls ekki á leið í ESB.

  • Ómar Kristjánsson

    Þetta er umhugsunarvert hjá Magnúsi. Hvað hefur verið eða er bottom lænið frá hruni varðandi mörg mál? Jú, ,,vondir útlendingar“. Annaðhvort eigum við að reyna að láta þá borga eitthvað eða að þeir liggja einhversstaðar í leyni og þá aðallega varðandi auðlindir svokallaðar.

    Það þarf bara ekki neitt til að mynda stemmingu í kringum ofannefnt. Bara: Hey útlendingur – og kórinn er kominn á fúll sving.

    Mér finnst þetta alarming.

  • Vondi Útlendingurinn

    Látið vera að blanda mér í þetta hjá ykkur, þessi áróður ESB sinna um að ég sé vondur er bara þvæla.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Þú verður að fylgjast betur með. Við erum að komast hraðar út úr kreppunni heldur en flestir reiknuðu með. Vöruskiptajöfnuðurinn var 62 milljarðar í plús fyrstu 6 mánuði 2010

    Útgjöld ríkissins voru heldur lægri en reiknað var með og tekjur ívið hærri.

    Atvinnuleysið er minna en reiknað var með.

    Verðbólgan er komin undir 5% miðað við ár afturábak og er engin ef miðað er við síðustu mánuði.

    Allar forsendur eru fyrir því að lækka vextina myndalega.

    Spurningin er því ekki hvernig við ætlum að komast út úr kreppunni því við erum hægt og rólega að komast á réttan kjöl einungis tveim árum eftir eitt stærsta efnahagshrun sögunnar.

  • Andri Haraldsson

    Andri Geir-

    Innlegg Þórhalls hér fyrir ofan er kannski svarið. Skipulagssjóndeildarhringur Íslands er ekki nema kannski eins og einn ársfjórðungur.

    Það er enginn að hafa áhyggjur af langtíma vandamálum eins og endurfjármögnun ríkistryggðra skulda, gifurlegri skuldsetningu megin atvinnuveganna, nær algerri frystingu á nýjum stærri fjárfestingum í atvinnuuppbyggingu, og langtíma áhrifum þess að kaupmáttur launafólks á Íslandi hefur lækkað um tugprósent, og fer enn lækkandi þar sem fyrirtæki eru hægt og hægt að ýta auknum kostnaði sínum út í hagkerfið.

    Þegar að því kemur að of seint er að ganga í þess mál verður rokið til og eitthvað gert sem orkar tvímælis og fólk tuðar yfir í fjölskylduboðum.

    Ég er að komast á þá skoðun að Íslendingar muni bara láta þetta lempast. Auðævi landsins eru slík að það gæti meira að segja sloppið fyrir horn. Lífskjör verða auðvitað verri en þau þyrftu að vera, og einhver landflótti verður. Sérstaklega af fólki sem hefur færanlega hæfileika.

    Ég vona að þú og aðrir haldi áfram að berjast fyrir raunsærra íslensku viðhorfi. En eins og Einstein benti á, þá er brjálæði best lýst sem því að halda áfram að gera sama hlutinn og búast við nýjum niðurstöðum. Þessi lýsing á kannski jafnvel við um íslenskt þjóðlíf og þá sem reyna að áhrif á það í skynsemisátt…

  • Það er eins og flestir hafi gleymt að ríkið, sveitarfélög og fyrirtæki eins og t.d. OR og LV þurfa að endurfjármagna sig af sívaxandi þunga næstu 10-15 árin. Kjörin á þeirri endurfjármögnun verður í réttu hlutfalli við þá áhættu eins og útlendingar meta hana, ekki Íslendingar. Nú eru þessi lán á einhverjum bestu kjörum sem þekkjast en munu fara yfir á einhver allraverstu kjör sem um getur ef okkur tekst ekki að eyða þessari óvissu og áhættuþáttum. Þá erum við að taka um margföldun á okkar vaxtabyrgði með hræðilegum afleiðingum fyrir lifskjörin.

  • Ef erlendar lántökur hefðu verið bannaðar værum við ekki í kreppu. VG er að vekja þjóðina til vitundar um að fjárfestingar útlendinga í auðlindum, auðlindatengdum rekstri og þjóðhagslega mikilvægum rekstri á Íslandi séu ekki æskilegar og tryggja betur að Ísland á fyrst og fremst að vera fyrir Íslendinga.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Það er áhugavert að skoða línu 72 í þessu skjali frá Seðlabankanum. Hrein staða við útlönd hefur lækkað um tæplega 500 milljarða á einu ári.

    http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5362

    Þegar vöru og þjónustujöfnuðurinn eru eins jákvæð og hefur verið undanfarin misseri minnkar alltaf þrýstingurinn á að taka erlend lán til þess að endurfjármagna skuldir td OR og Landsvirkjunar.

    Við erum að dæla gjaldeyri inn í landið og þannig byggist upp gjaldeyrissjóður.

    Við eigum að einbeita okkur að því að greiða sem mest niður af erlendum skuldum sérstaklega þær með ríkisábyrgð í staðin fyrir að taka meira af erlendum lánum.

    Þegar þetta er komið í jafnvægi erum við búin að finna hvaða lífsgæði Ísland getur boðið þegnum sínum.

    Það þíðir að við ætlum að lifa á því sem við erum að afla.

  • Það er allrar virðingar vert að borga niður skuldir og ekkert við því að segja. Það mun hins vegar hafa áhrif á lífskjör næstu kynslóðar.

    Í venjulegum löndum taka menn lán til að fjárfesta í arðbærum fjárfestingum, þ.e. fjárfestingum sem gefa meir af sér en lánin kosta. Mismuninn nota menn síðan til að auka lífskjör sinna afkomenda.

    Ef við snúum þessu við og einbeitum okkur að borga skuldir tilbaka sem voru notaðar í fjárfestingar sem skila minna en þær kosta erum við að ganga á lífskjör næstu kynslóðar.

    Ábending Jónasar er mjög skiljanleg, ef maður kann ekkert með peninga að fara er best að banna allar lántökur, þannig lágmarkar maður skaðann.

    Þetta vekur hins vegar upp spurninguna, hvernig ætlar land þar sem allt er bannað og enginn kann með peninga að fara að verða efnahagslega sjálfstætt?

  • Sammála Þórhalli Kristjánssyni, við erum á fullum skriði út úr þrengingum og er það fyrst og fremst krónunni að þakka, án hennar yrðum við að fá lán erlendis en núna streymir inn gjaldeyrir í stríðum straumum sem við getum notað til að borga erlendar skuldir.

    Þessi vitleysa að keyra hagkerfið hérna árum og jafnvel áratugum saman á erlendum lánum er botnlaust bull enda sýndi krónan það með því að vera ofursterk af öllum þessum lánum sem síðan varð að kaupæði okkar, vegna þess að við héldum að við værum svo klár og rík, sem endaði með viðvarandi viðskiptahalla.

    Evran og ESB er nákvæmlega ekki lausnin.

  • Næstu 10-20árin höfu ekkert með erlendar fjárfestingar að gera sem skila okkur nækvæðu viðskiptahalla, ofursterkri krónu og kaup/skuldvæðingar-æði okkar almennings.

  • Reynslan sýnir að markaðsviðskipti eiga illa við á Íslandi og að þessu litla hagkerfi þarf að handstýra. Í frjálsa íslenska markaðskerfinu hefur að jafnaði ríkt óðaverðbólga, íslenska krónan á nánast heimsmet í verðrýrnun ásamt einhverjum Afríkumyntum, 70% fyrirtækja og töluverður hluti heimila er tæknilega gjaldþrota vegna skuldavanda sem skapaðist vegna frjálsra fjármagnsflutninga þrátt fyrir að stærsti hluti skuldanna endaði hjá erlendum kröfuhöfum, ríkissjóður á hausnum og komandi kynslóðir, börnin okkar, munu bera byrðarnar af þessu bulli.

    Magma málið snýst ekki aðeins um að koma í veg fyrir áhrif útendinga í nýtingu íslenzkra auðlinda heldur einnig neikvæð áhrif útlendinga á íslenzkt hagkerfi í heild. Sama gildir um ESB og EES. Vinstri Grænir hafa haft kjark til að viðurkenna vandann og taka á honum og fengið bágt fyrir. En því fyrr sem þjóðin áttar sig á nauðsyn þess að takmarka erlend áhrif á Íslandi, því betra.

  • ,,Í frjálsa íslenska markaðskerfinu..“

    Er eitthvað til, í raunveruleikanum, sem hægt væri að kalla frjást íslenskt markaðskerfi ?

    Frjáls frá hverjum ???

  • Það er sorglegt að fylgjast með. Ísland hefur svo mikla möguleika með hugvit og orku, en ónýtt íslenskt stjórnarfar hefur farið illa með þessar auðlindir. Stjórnmálamenn hafa ekki beitt sér fyrir að nýta þessar auðlindir skynsamlega í þágu þjóðar. Þeir hafa, hinsvegar, beitt sér fyrir að vinir og vandamenn, já eða þeir sjálfir, auðgist á sölu þessara auðlinda. (hvenær fær maður að sjá alvöru rannsóknablaðamennsku, þar sem þessari REI, GGE, Magma fléttu er kortlögð. Greinlega er þetta flækja og greinilega eru aðilar þarna á bakvið sem ekki vilja vera sýnilegir. Það blasir við að þarna eru einhverjir bakvið gluggatjöldin með slímuga fingur).

    Á sama tíma er talað um að Ísland sé að komast voðalega vel út úr þessari kreppu, og bent er á einhver jákvæð hagfræðitákn.
    En það er bara þannig að á Íslandi er stunduð afskaplega óvönduð hagfræði, þar sem m.a. gengið er notað til að skerða lífskjör venjulegs fólks. Það væri nær að spyrja þúsund Íslendinga@@ hvernig lífið væri og bera það saman við tilgátur hagfræðinga.

    Hin íslenska meinsemd er spillt stjórnarfar, en ég kann ekki að segja hvernig Churchill hefði orðað það.

  • Hannes,
    Spilling og vanhæfni hefur orðið mörgum þjóðum dýr og er landlæg plága um allan heim. Hins vegar hafa Norðurlöndin alltaf haft þann gæðstimpil að vera að mestu laus við spillingu og vera stjórnað af hæfu fólki. Að þessu leyti er Ísland svarti sauðurinn í Norðurlandasamstarfi.

  • Ja íslenskt kerfi er ekki nægilega sterkt. Stjórnmálamönnum hefur tekist að útrýma og veikja fjölmiðla og stofnanir. Hefur einhver tekið ábyrgð, eftir að rannsóknarskýrslan kom út? Hvað þarf til?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur