Föstudagur 24.09.2010 - 14:42 - 10 ummæli

Að ári liðnu – meðaleinkunn: C+

Fyrir nákvæmlega ári síðan skrifað ég eftirfarandi færslu:

Dýrmætur tími hefur farið í eintómt rifrildi á síðasta ári.  Við fengum ár hjá AGS til að koma hjólum atvinnulífsins af stað áður en til niðurskurðar og skattahækkana kemur á árunum 2010, 2011 og 2012.

Fyrir tæpu ári síðan [2008] var gert ráð fyrir að núna [09/2009] væru:

  • Gjaldeyrishöftin úr sögunni
  • Verðbólga horfin og vextir lágir
  • Krónan stöðug og verðmeiri
  • Bankar endurfjármagnaðir og farnir að lána
  • Mannfrek verkefni komin af stað
  • Fyrirtæki og heimilin endurfjármögnuð
  • Icesave afgreitt
  • AGS á þriðju endurskoðun
Lítið hefur þokast í þessum málum.  Hvers vegna?
Hvaða afleiðingar mun niðurskurður og skattahækkani hafa þegar við erum svona illa undirbúin?
Hvað boðar blessuð nýárssól?
———-

Lítum nánar á þessa punkta og íhugum hvað hefur áunnist síðan þetta var ritað.  Ég hef reynt að gefa einkunnir á skala A-E.  Gaman væri að heyra hvort fólk er sammála þessari einkunnargjöf?

  • Gjaldeyrishöftin úr sögunni – Lítið miðað en einhver hreyfing er komin á málið:  C
  • Verðbólga horfin og vextir lágir – Síðustu 3 mánuðir góðir:  B
  • Krónan stöðug og verðmeiri – Gengið hækkað um 12% :  A-
  • Bankar endurfjármagnaðir og farnir að lána – Gjaldeyrislánin settu strik í reikninginn:  B-
  • Mannfrek verkefni komin af stað – Hér hefur lítið áunnist:  D+
  • Fyrirtæki og heimilin endurfjármögnuð – Enn ríkir óvissa þrátt fyrir dóm:   C+
  • Icesave afgreitt – Allt í knút:  D
  • AGS á þriðju endurskoðun – Loksins á dagskrá:  B

Ef Icesave væri afgreitt og fleiri mannfrek verkefni væru komin á dagskrá væri staðan alls ekki svo slæm og meðaleinkunnin væri nálægt B, en varla er hægt að gefa hærri meðaleinkunn en C+ miðað við stöðuna í dag.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Hvernig líst þér á húsnæðisfjármögnunartillögur hagsmunasamtaka heimilanna ?
    http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/09/24/vilja_thak_a_verdbaetur/

  • Andri Haraldsson

    Ósammála einkunn um krónuna. Hún er ekki stöðug og hefur ekki styrkst. Á meðan verðið á henni er ekki frjálst þá er það eina sem hefur gerst er að seðlabankinn hefur ákveðið að styrkja hana.

    Eins þá eru vextir ekki endilega lágir. Innlendir vextir eru etv. ekki mjög háir miðað við stöðu efnahagslífsins, en skiptir það einhverju máli í raun? Getur fyrirtæki sem hefur góða hugmynd, fjárfesta, sölureynslu, og gott plan gengið í banka á Íslandi og fjármagnað sig? Eru fjárfestar utan bankanna að fjárfesta í slíkum verkefnum? Eins, hvaða vexti eru almenn fyrirtæki að greiða fyrir rekstrarlán? Er það samanburðarhæft við löndin í kringum Ísland?

    C+ er kannski rétt einkunn, en spurningin er þá hvort að einkunnirnar séu að batna nóg til að raunhæft sé fyrir stúdentinn að halda áfram á þessari braut?

  • Uni Gíslason

    Sammála Andra Haraldssyni varðandi krónuna, hún er hvorki stöðug né hefur hún styrkst – hún er ekki raunveruleg – það eru engin viðskipti með hana.

    Sama hver gengisskráning krónunnar er, þá get ég ekki farið í bankann með einn Brynjólf og keypt USD. Nema með leyfi þeirra sem eiga gjaldeyrinn, þ.e. ríkisins.

    Mín einkunn krónunnar er F. En F stendur fyrir Fail.

  • Magnus Björgvinsson

    Svona vegn þessara athugsemda sem hér eru að ofan þá er það nú samt þannig að krónan hefur styrkst um þó nokkuð og verið stöðug þó að hún sé vernduð með gjaldeyrishöftum. Og nú umfram fyrir ári á Seðlabanki 600 milljarða + til að standa að baki henni þega höftum verður aflétt í áföngum.

  • Magnús Björgvinsson. Það er rangt að við eigum 600 milljarða + til að standa baki krónunni. Hið rétta er að við skuldum 600 milljarða +. Það eru aðeins Bakkabræður sem halda að hægt sé að bera ljósið inní húfunni sinni.

  • Andri Haraldsson

    @Magnus

    Alveg rétt að gjaldeyrisstaðan er betri en hún var fyrir 1-2 árum. En þessir 600 milljarðar eru nú að vísu ekki til, Ef ekki kæmi til lántaka ríkisins og greiðslufall á jöklabréfum þá skilst mér að gjaldeyrissjóðurinn væri enn í mínus. Við skulum einnig vona að einhver muni lána fyrir Icesave skuldinni þegar hún verður staðfest. En vonandi kemur seðlabankinn með góðar hugmyndir um hvernig höftunum verður aflétt á næstu árum.

  • Uni Gíslason

    Svona vegn þessara athugsemda sem hér eru að ofan þá er það nú samt þannig að krónan hefur styrkst um þó nokkuð og verið stöðug þó að hún sé vernduð með gjaldeyrishöftum.

    Ég veit að þetta er ekki auðvelt að skilja Magnús, en krónan hefur ekkert styrkst, þar eð hún er ekki notuð á frjálsum markaði. „Gengi“ krónunnar er einungis það sem Seðlabankinn telur að rétt og heppilegt sé að selja krónur fyrir.

    Nú er ég til í að kaupa Matadorpeninga af þér fyrir gjaldeyri og skal borga þér 1 USD fyrir hverja Matadoreiningu. Þýðir það að Matadorpeningar hafi raunverulegt gengi? Nei auðvitað ekki – það er enginn annar nógu bilaður að bjóða svona díl. Enginn annar skiptir á Matadorpening og alvöru pening, þjónustu eða vörum.

    Ég ákveð svo að borga þér 2 USD fyrir hverja Matadoreiningu. Hefur gengi Matadorpeninga þá aukist? Neibbs. Ég ákvað þetta bara, vegna þess að ég einn get ákveðið það og geri á mínum eigin forsendum.

    Farðu með eins mikið af íslenskum seðlabúntum og þú getur troðið í 50 feta gám til New York og reyndu að kaupa þér pylsu. Segðu mér svo að „gengið“ hafi hækkað og krónan „styrkst“.

    Þegar gjaldeyrishöftum léttir og krónan er notuð í viðskiptum milli landa, þá getum við rætt um alvöru gengi, veikingu og styrkingu eftir atvikum. Jæja ekki einu sinni það, það er beðið um ansi mikið, segjum bara þegar gjaldeyrishöftum léttir.

    Þangað til eru krónur bara Matadorpeningar. Og verðlausir eftir því.

  • Jón Jósef Bjarnason

    Gjaldeyrishöftin úr sögunni: F
    Verðbólga horfin og vextir lágir (hefur ekkert með ríkisstjórnina að gera): B
    Krónan stöðug og verðmeiri: C
    Bankar endurfjármagnaðir og farnir að lána: F
    Mannfrek verkefni komin af stað: F
    Fyrirtæki og heimilin endurfjármögnuð: F
    Icesave afgreitt: F
    AGS á þriðju endurskoðun: B

  • Jóhannes

    Gjaldeyrishöftin úr sögunni: F
    Verðbólga horfin og vextir lágir (stefnir í C en ekki að marka fyrr en 12-24 mán. eftir að gjaldeyrishöftum er aflétt): D
    Krónan stöðug og verðmeiri (ekkert að marka stöðu krónunnar í öflugum gjaldeyrishöftum): F
    Bankar endurfjármagnaðir og farnir að lána (endurfjármögnun líklega lokið en áhersla bankanna er aðallega innheimtur og aðfaragerðir að fyrirtækjum og heimilum): D
    Mannfrek verkefni komin af stað: F
    Fyrirtæki og heimilin endurfjármögnuð: F
    Icesave afgreitt: F
    AGS á þriðju endurskoðun: B

    Það vantar auðvitað fleiri mælikvarða en þeir eru líklega flestir á bilinu C-F

  • fridrik indridason

    bara svo því sé haldið til haga hefur krónan óumdeilanlega styrkst samkvæmt opinberu gengi hennar. hinsvegar er sú styrking eingöngu tilkomin vegna þess að aðrir gjaldmiðlar hafa veikst. evran hrapaði í vetur og dollarinn er að falla þessa daganna.
    þegar litið er á aflandsgengi krónunnar (frjálsan markað) sést að gengið (240/260 gagnvart evru) hefur ekkert breytst frá því skömmu eftir hrunið 2008.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur