Sunnudagur 26.09.2010 - 05:48 - 5 ummæli

Rekstur Reykjavíkur: leikur að skuldatölum OR

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar var lagður fyrir borgarráð á fimmtudaginn.  Fréttir af honum sýna vel hvernig fréttamiðlar standa sig alls ekki þegar kemur að reikningsskilum og láta stjórnmálamenn vaða uppi með alls konar villandi talnaleiki.

Á vef mbl.is segir:

„Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 2.149 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að þau yrðu neikvæð um 2.367 milljónir króna. Munurinn skýrist einkum af gengis- og verðlagsbreytingum.“

Á visir.is er þetta skýrt nánar:

„Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og fyrrverandi borgarstjóri, segir í tilkynningu að niðurstaðan staðfesti þann árangur sem borgin hafi notið vegna ábyrgrar fjármálastjórnunar undanfarinna ára“

Fyrir þá sem ekki eru inn í rekstrarmálum Reykjavíkur, skýrast þessar „góðu rekstrartölur“ af skuldastöðu OR.  Hinar gríðarlegu erlendu skuldir OR  lækkuðu mældar í krónum vegna hækkunar á gengi krónunnar og það skapaði fjármálalegar tekjur upp á 4.5 ma kr hjá OR á fyrri hluta 2010.  Þessi liður var neikvæður upp á 11.5 ma kr. á fyrra hluta 2009 þegar gengið var að falla.

Ef við drögum þessar 4.5 ma kr. frá hagnaði á fjármálaliðum Reykjavíkur, enda hefur þetta ekkert með ábyrgan fjármálarekstur að gera, fáum við út neikvæða fjármálalega stöðu upp á 2.351 ma kr. sem er ansi nálægt áætlun.  Það eru kannski góðu fréttirnar?


Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Það er skömm að Íslensku „fréttatilkynningar“ blaðamennsku….

  • Það er aldrei neitt kannað, aldrei reynt að kafa til botns í einu eða neinu. Blaðamenn birta bara það sem þeim er rétt upp í hendurnar þó það komi frá bullandi hagsmunaaðilum í málinu og eini tilgangurinn sé að koma höggi á „andstæðinginn“.

  • Gárungur

    Er Gnarrinn þá orðinn gjaldeyrisbraskari?

  • Bara til að toppa þessa vitleysu þá mun SJálfstæðisflokkurinn alveg pottþétt gefa út fréttatilkynningu þegar gengið veikist og skjóta á „lélega“ fjármálastjórn „andstæðinganna“. Hvernig þeir geti tapað milljörðum og rifja upp sína „ábyrgu fjármálastjórn“.

    Það ætti að vera krafa að stjórnmálamaður þurfi að segja af sér ef hann tekur kredit fyrir eitthvað sem hann kom hvergi nærri. Það ætti að halda aðeins aftur af þessum vitleysingum.

  • Sammála þessu. Oftar en ekki verðum við fyrir barðinu á óvandaðri eða jafnvel falsaðri mynd af stöðu fyritækja okkar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur