Miðvikudagur 06.10.2010 - 13:01 - 11 ummæli

Allt enn í hnút eftir 2 ár!

Nú eru tvö ár liðin frá hruni og enn er verið að ræða hugmyndir um skuldaaðlögun fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Ekki vantar tillögur og aðgerðir en íslensk pólitík og þrjóska á sér fáa líka.

Það er deginum ljósara að á Íslandi er ekki til sú þekking, reynsla og kunnátta sem þarf til að leysa vandamál af þessari stærðargráðu.  Við þurfum mikla erlenda hjálp sérfræðinga til að nálgast þetta verkefni á faglegan og óháðan hátt.  Þetta var ljóst strax frá hruni, en þeir fáu norrænu sérfræðingar sem fengu að koma hingað til lands voru fljótt reknir heim af pólitískum öflum sem er meira annt um að halda völdum en að finna réttu lausnirnar.

Fyrir hrun héldu Íslendingar að þeir væru sérfræðingar í að reka banka og nú eftir hrun halda menn að þeir séu sérfræðingar í að leysa úr allri vitleysunni sem fyrsta fullyrðingin kom þeim í.

Það eina sem hefur bjargað landinum á síðustu tveimur árum eru sérfræðingar AGS, án þeirra væri allt hér í kaldakoli.  Það munu ekki allir taka undir með fjármálaráðherra að það verði gleðidagur þegar AGS fer og íslenskir pólitíkusar taka við.  Við þurfum ekki minni erlenda hjálp heldur miklu meiri.  Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þessu, því fyrr tekst okkur að komast úr úr þessum erfiðleikum.

Svo er athyglisvert að fylgjast með hvernig áróðursmaskínur stjórmálastéttarinnar og fjölmiðlar hamra á að allt sé hér skuldastöðunni og nýju bönkunum að kenna þegar landinu hefur verið breytt í eitt mesta láglaunaland í norður Evrópu.  Skuldavandinn er afleiðing en ekki orsök, lág laun og léleg hagstjórn er hin raunverulega orsök sem ekki má tala um.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Nú hefur verið upplýst að stjórnvöld- Jóhanna og Steingrímur – höfnuðu hugmyndum um aðgerðir sem komu fram af hálfu bankamanna strax eftir hrunið.

    Þær þóttu ekki „pólitískt heppilegar“.

    Mér er algjörlega hulið hvernig nokkur sæmilega viti borinn og siðaður maður getur haldið hlífiskildi yfir þessu liði hvað þá stutt það.

    Þetta fólk verður að víkja án tafar!

  • Þessi setning er snilld.

    „Fyrir hrun héldu Íslendingar að þeir væru sérfræðingar í að reka banka og nú eftir hrun halda menn að þeir séu sérfræðingar í að leysa úr allri vitleysunni sem fyrsta fullyrðingin kom þeim í.“

  • Hárrétt ! Erlenda óháða sérfræðinga til hjálpar, takk.

  • bitvargur

    Sannarlega satt Andri.
    Þegar lesið er í ummæli Gylfa Magnússonar fyrrum bankamálaráðherra, Árna Páls og Jóhönnu undanfarið ár og borið saman við skýrslur AGS þá kemur í ljós hin eiginlega hugmyndafræði um skjaldborgina.
    Hugmyndafræðin er sú að allir skuldarar eigi að hafa það vont, verst þó þeir sem tóku gengislán á frjálsum markaði, svona „mátuleg“ refsing fyrir úthlaupið undan verðtryggingunni.
    Þeir sem hins vegar áttu peninga í bönkum fengu allt upp í topp þó engin innistæða væri fyrir slíku.

    Bankarnir voru tilbúnir að afskrifa lán strax í upphafi, AGS var líka til í niðurfellingu, en ríkisstjórnin stóð á móti eða sá enga ástæðu til.
    Stefnan var og er sú að framlengja vandræðin í anda verðtryggingar og vona hið besta.
    Þess vegna m.a. voru afskriftir á lánasöfnum bankana ekki látin ganga til þeirra sem fengu skell af falli krónunnar og mismunurinn nýttur í innantóma efnahagsreikninga sem munu að lokum koma í bakið á öllum.
    Hæstiréttur dæmdi nefnilega gengisviðmið ólöglegt eftir margra mánaða málalengingar en skellti svo á viðmiðun um óverðtryggða vexti Seðlabanka sem sennilega mun verða snúið við vegna neytendatilskipunar ESB.
    Bankarnir hafa ýmist gengið á lagið eða vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga og því situr allt fast.

    Til að auka enn á vandann þá veit hægri hönd ríkistjórnar ekki hvað hin vinstri gjörir því á sama tíma og allur tíminn fór í að útfæra þessa vonlausu fléttu þá gleymdu þau að tryggja skjaldborgina svo lögbundið kerfi um aðför vegna skattskulda og annarra opinberra gjalda hefur lagst af fullum þunga á fólk sem stendur nú frammi fyrir uppboðum eigna sinna af þessum ástæðum.

    Hvernig á að leysa úr þessari gjaldborg er ekki ljóst en verkefnið er ærið.

  • það sem hefði átt að gera strax eftir hrun var að fá „task force“ af sérhæfðum lögreglumönnum og endurskoðendum til að gera upp bankana elta uppi þýfið og koma pakkinu fyrir dóm og lög

    það var ekki gert vegna tengsla margra stjórnmálamanna við peningaöflin

  • Rósa 06.10 2010 kl. 13:40

    Það var reyndar stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem hafnaði þessu, Steingrímur kom ekki nálægt því enda ekki kominn í stjórn þá.

    Það þyrfti að upplýsa um hverjir voru þessir fulltrúar ríkisstjórnar á þeim tíma.

  • Er ekki nokkuð ljóst að það er sami rassinn undir öllum íslenskum stjórnmálamönnum, munurinn á D og VG er álíka og á Coke og Pepsi.

  • Andri Geir. Ég get nú ekki séð að endilega væri betra að hafa erlenda sérfræðinga,
    Sjáðu alla everópu og bandaríkin, staðan á þessum svæðum eru nú ekki beint glæsileg og líklegt að stórhrun sé framundan þar.
    Enda virðist gjaldeyrisstríð sé hafið vegna þess að öll lönd eiga í sama vandamálinu.

  • Andraes T. Kristinsson

    Er það þá misskilningur hjá mér að að sl. 2 ár hefur verið lyft grettistaki í „skuldaaðlögun“ fyrirtækja á Íslandi?

    Ég sem hélt að snillingarnir sem deildu út lánum í erlendum gjaldmiðli til útvalinna „athafnamanna“ væru nú þegar búnir að afskrifa stóran hluta af þessum lánum?

  • Staðan í Finnlandi og Svíþjóð er ansi mikið betri en hér og þar hafa menn reynslu í að vinna úr bankahruni. Þá eru erlendir aðilar alla jöfnu óháðari en Íslendingar sem eru allir á kafi í pólitík og eiginhagsmunagæslu.

  • Reynir Sigurðsson

    það er alltaf auðvelt að dæma leikin úr stúkunni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur