Föstudagur 08.10.2010 - 12:47 - 5 ummæli

Hinn íslenski Yasser Arafat!

Hver stjórnar Íslandi?  Þetta er spurning sem erlendir aðilar velta fyrir sér.  Sérstaklega er þetta umhugsunarvert fyrir starfsmenn AGS  í Washington.  Ansi er ég hræddur um að starfsmenn þar hafi verið of fljótir á sér að klappa á bakið á Steingrími og gefa yfirlýsingar um 3% hagvöxt hér á landi 2011.

Icesave vandamálið er aðeins toppurinn á ísjakanum.  Veikleikar Íslands sem leiddu til hrunsins eru enn að mestu leyti til staðar.

Erlent orðspor og trúverðugleiki stjórnvalda hefur enn náð nýjum lágpunkti.  Þrátt fyrir ítrekaðar skriflegar yfirlýsingar til framkvæmdastjóra AGS um að uppboðsfresturinn verði ekki framlengdur hefur blaðinu verið snúið við á elleftu stundu án haldbærra skýringa.  Hvað á að gera á næstu 5 mánuðum sem ekki var hægt að gera á síðasta ári?  Hvað varð um allar þær aðgerðir sem voru svo lofaðar í skjölum til AGS?  Hvernig eiga aðgerðir sömu manna á næstu mánuðum að verða betri en þær sem hafa verið í smíðum í yfir eitt ár?

Íslensk stjórnvöld eru farin að stjórna að hætti Yasser Arafats sem sagði eitt á arabísku til heimabrúks en svo allt annað á ensku.

Það verður fróðlegt að fylgjast með 4. endurskoðun á áætlun AGS og þá sérstaklega hinu enska orðalagi sem íslenskir embættismenn munu velja til að útskýra aðgerðir stjórnvalda.  Þá verður ekki síður athyglisvert að sjá hvort starfsmenn sjóðsins hafi vaknað til vitundar um eðli og vandamál Íslands.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • „aðgerðir sömu manna“ – skipta engu máli, þ.e. hver framkvæmir heldur hvað er framkvæmt. Í raun hafa bankarnir sannað að þeim er hvorki treystandi eða hafa þeir vilja til að leysa skuldavnda einstaklinga maður á mann – eftir eðli og þörfum hvers máls. – Þá er einfaldlega komið að því að grípa verður til þeirra ráða sem bankarnir vildu ekki þ.e. almenna niðurfærslu skulda fjölskylda sem búa í hófsömu eina húsnæði fjölskyldu, og eiga ekki aðrar eignir til að losa.
    – Það skiptir engu máli fyrir lausnir hvort sömu stjórnvöld hafi reynt annað áður – ef lausnin finnst og henni er hrint í framkvæmd, þá er það lausnin sem máli skiptir.

  • Helgi,
    Og hver á að fjármagna „lausnina“, sjúklingar og ellilífeyrisþegar?

  • Það er stríð milli fjármagnseigenda og skuldara. Ríkisvaldið hefur skipað sér í sveit með fjármagnseigendum (innlendum og erlendum). Ekki er enn ljóst hvor aðilinn mun hafa betur.

  • Bara gera eignir þortabúana upptækar og fella niður allar skuldir þe. láta erlenda aðila sitja uppi með allt tjónið (samningar eru bara mannana verk, þeim er hægt að breyta). Neita svo að borga allar erlendar skuldir ríkissjóðs, LV og OR og segja þeim sem hvarta að fara til andskotans.

    Síðan á að gefa út handtökuskipun á hendur stærtu (helstu) leikarana á hinum alþjóðlega fjármálamarkaði eftir að sett hafa verið lög um að við brotum þeirra (hér þarf að skrifa réttan lagatexta) varði 50 ára „hard-labour“ í grjótnámu með kúlu um ökklan. Ekki væri verra að hafa ‘Gogga kúkabrúna’ og ‘Alla elsku’ með í þeim pakka.

    Ég er ansi hræddur um að það kæmi skriða á eftir okkur af öðrum ríkjum sem færu að fordæmi okkar og þá er loks búið að koma peningakerfinu á hausin (sem er alveg bráðnauðskinnleg aðgerð) þannig að hægt sé að byggja eitthvað vitlegt upp aftur.

  • Gunni gamli

    Já Magnús. Látum skuldirnar bara hverfa. Stofnum svo til meiri skulda og látum þær svo hverfa. Það verðu gaman að lifa þegar sá töframaður kemur fram sem getur látið skuldirnar hverfa. Ég legg ég til að hann verði þjóðnýttur með lögum. Við áttum gnægð snillinga í að búa til skuldir en vantar nú, þó ekki væri nema einn, sem kann að láta þær hverfa. Háum verðlaunum er heitið til þess sem getur fundið slíkan snilling. !!!!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur