Laugardagur 09.10.2010 - 12:15 - 2 ummæli

Bankarnir ekki mesta vandamálið

Þá hefur Bjarni Ben bæst í hóp allra annarra stjórnmálaleiðtoga sem kenna bönkunum um skuldavanda heimilanna.   Það er mjög athyglisvert að allir flokkar frá Sjálfstæðisflokki til Hreyfingarinnar skella skuldinni á bankana en tala varla um lífeyrissjóðina eða Íbúðarlánasjóð?  Hvers vegna?   Hvar liggur stærsti hluti húsnæðislána landsmanna?

Bankarnir fengu sína lán á afslætti en ekki Íbúðarlánasjóður og lífeyrissjóðirnir, það er málið.  Bankarnir hafa því svigrúm sem ríkið hefur ekki, en um það má ekki tala svo best er að slá ryki í augu landsmanna og sækja að bönkunum.  Sókn er jú besta vörnin.

Staðreynd málsins er: að bankarnir hafa minnsta hluta húsnæðislána til einstaklinga og mesta svigrúmið til aðgerða, Íbúðarlánasjóður hefur stærsta hluta lánasafnsins og minnsta svigrúmið.

Hvað gera stjórnmálamenn ef bankarnir hrinda tillögum Arion banka frá 2008 í framkvæmd og koma til móts við samtök heimilanna?  Hvað gerir Íbúðarlánasjóður þá eða lífeyrissjóðirnir?  Er það ekki kjarni málsins sem stjórnmálamenn vilja ekki ræða.

Það var ekkert vitlaust gefið þegar bankarnir keyptu sín lán af kröfuhöfum, vitleysan liggur hjá stjórnmálastéttinni sem ekki vill horfast í augu við staðreyndir.   Afsláttur hjá Íbúðarlánasjóði verður ekki búinn til úr engu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Það er klárt hvað er nýjasta sportið á Íslandi. Það heitir „lýðskrum“ og menn keppast um að setja ný íslandsmet.

    Nú tala menn eins og það sé ekkert mál að afskrifa hundruði milljarða hjá ÍLS eða tugi milljarða hjá lífeyrissjóðunum. Ekkert sjálfsagðara. Á sama tíma gagnrýna sömu menn fjárlögin hjá ríkinu og skerðingu lífeyrisréttinda

  • Þórhallur Kristjánsson

    Þegar íúðarlánasjóður hækkaði lánshlutfallið í 90% brugðust bankarnir við og buðu 100% lán á lægri vöxtum. Það varð til þess að margir greiddu upp lánin hjá lífeyrissjóðum og íbúðarlánasjóð og tóku verðtryggð lán hjá bönkunum.
    því er töluverður stafli af verðtryggðum lánum sem sytja hjá bönkunum í dag.

    Þegar fólk greiddi upp lánin hjá Íbúðarlánasjóð staflaðist upp peningur hjá sjóðnum sem þeir vissu ekki hvað ætti að gera við. því fór íbúðarlánasjóður að lána bönkunum sem þeir svo lánuðu aftur út til íbúðarkaupa. þetta olli því að íbúðarlánasjóður tapaði miklu við hrun bankanna.

    Ég veit ekki hvað stór upphæð af verðtryggðum lánum liggur hjá bönkunum en hún er eflaust töluverð.

    http://www.ruv.is/skyrslan/bindi/1/bls/121

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur