Sunnudagur 10.10.2010 - 13:18 - 5 ummæli

Skuldir ofar heilsu

Forgangsröðun forsætisráðherra er skýr, peningar og skuldir koma ofar heilsu og heilbrigði.  Stærsta mál ríkisstjórnarinnar er að finna 200 ma kr. handa skuldsettum heimilum á sama tíma og gengdarlaus niðurskurður á sér stað í heilbrigðisþjónustu og þúsundir manna þurfa að þiggja matargjafir til að geta fætt börn sín.

Talað er um þjóðarsátt um skuldir heimilanna, en af hverju ekki þjóðarsátt um heilsu, heilbrigði og þau sjálfsögðu mannréttindi að geta fætt börn sín án þess að þurfa að standa klukkutímum saman til að fá plastpoka afhentan af góðgerðarsamtökum?  Jafnvel í mekka frjálshyggjunnar, Bandaríkjunum, er matur settur ofar skuldum.  Það er skrýtinn sósíalismi sem setur skuldir á oddinn en ekki mat og heilsu.

Ætli hluti málsins sé ekki að alþingismenn og aðrir ráðamenn eru flestir (eins og kjósendur) hraustir menn sem eiga á sig og í en eru upp til hópa lántakendur.  Að hugsa fyrst um sig er ríkt í íslensku þjóðarsálinni!

Nú er ekkert að því að taka upp skuldamálstað heimilanna, en varla á kostnað heilbrigði og heilsu.  Sumir segja, ef til vill,  að tímasetningin hjá  stjórnvöldum sé óheppileg, en varla fæða menn börn sín á „tímasetningu“!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Svona bjargarðu laununum frá skuldfærslum bankanna:

    Ef þú ætlar að hætta að borga af skuldunum, og ert með skuldfærslur eða sjálfvirkar færslur af reikningi þínum, þá þarftu að stofna nýjan reikning og láta launagreiðandann vita af nýjum reikning til að setja launin (eða bæturnar) inn á.
    Ef bankinn hefur leyfi til að taka út af launareikningi þínum þá hefur hann bara leyfi fyrir þann reikning. Bankinn hefur ekki leyfi til að fara inn á nýja reikninginn. Þú átt peningana þína og þú ræður hvað þú gerir við þá.
    Ef greiðsluþjónusta er í gangi, sem tekur sjálfvirkt og skuldfærir af launareikningi þínum, þá þarf að:

    * Stofna nýjan reikning eða sparisjóðsbók. Við mælum með að hafa engan yfirdráttarmöguleika.
    Það er alveg sama hvort þetta er í viðskiptabankanum þínum eða einhverjum öðrum banka.
    * Svo er hringt í launagreiðandann og sagt frá því að launin eigi að leggjast inn á þennann nýja reikning.
    * Þetta þarf líklega að gerast í fyrir miðjan mánuðinn svo það sé öruggt að þetta gerist fyrir mánaðamótin.

    Þú hættir semsagt að nota gamla reikninginn sem hefur skuldfærsluna á, og bíður róleg(ur) eftir því hvað ríkisstjórnin gerir varðandi „skjaldborg um heimilin í landinu“.

  • Einar Guðjónsson

    Þú hættir að borga skattana en til þess að geta það skaltu stofna fyrirtæki á t.d. Guernsey. Það gefur út reikninga fyrir vinnu þinni sem verktaki. Svona gerirðu fyrir hvert ár í starfi. Á innan við ári hætta hinir sofandi þingmenn og stjórnar og “ eftirlits“ kaupþegar að fá hinar reglulegu beitargreiðslur. Þeir átta sig þá kannnski á hvernig er að vera “ í hópi almennings“ og fara að hinna fyrir heildarhagsmunum. Um leið þarf auðvitað að hvetja ríkar erlendar þjóðir til að gefa mat í barnaskólum hér..

  • Ekki gleyma að skuldir og basl framleiða sjúklinga svo það ætti í raun að styrkja heilbrigðiskerfið .)

  • Skeggi Skaftason

    Líst vel á tillögu Rósu. Hættum bara að borga og bíðum eftir að ríkisstjórnin reddi þessu. Segir og skrifar Skeggi Skafatason á 27 tommu Mac tölvu, úr sínu skuldsetta 230 fm raðhúsi í Norðlingaholti með þremur bílum í innkeyrslunni.

  • Sigurður Sigurðsson

    Þetta er sáraeinfalt. Hættum að láta peninga liggja inni í bankakerfinu. Tökum allt úr jafnóðum og notum peninga, leggjum kortum.

    Svíðum fjármagnseigendur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur