Sunnudagur 17.10.2010 - 12:30 - 42 ummæli

Noregur eða ESB?

Ef við göngum ekki inn í ESB, sem allar líkur eru á eins og staðan er í dag, munum við enda uppi sem efnahagsleg nýlenda Noregs og norska krónan mun útrýma þeirri íslensku.

Enginn verður meiri Þrándur í götu fyrir efnahagslegri endureisn hér á landi í framtíðinni en Noregur.  Efnahagslega hefur Noregur allt sem við höfum ekki og verður ómótstæðileg freisting fyrir næstu kynslóð.  Af hverju ekki að grípa tækifærið og freista gæfunnar í Noregi og tryggja afkomendum sínum efnahagslega velferð og stöðuleika?  Það má alltaf koma til Íslands á sumrin og eiga þar sumarhús, nóg verða til sölu á slikk fyrir norskar krónur!

Noregur mun alltaf geta boðið okkar besta og athafnamesta unga fólki tvöfalt betri kjör en Ísland.  Eftir sitja ellilífeyrisþegar, sjómenn, einstaka bændur, og íslenska stjórnmálastéttin og hennar embættismenn.  Það þarf sterk bein og mikla ættjarðarást til að standast norskar freistingar.

Að byggja upp í brunarústum og skuldafeni með ónýta krónu á meðan ríkasta land veraldar stendur opið sem næsti nágranni er erfitt.

Svona fór fyrir Nýfundnaland og Cook eyjum á undan okkur, bæði þessi lönd voru lítil, lendu í skuldafeni og höfðu stóra og sterka nágranna sem tóku unga fólkinu með opnum örmun – afleiðingin fyrir þá sem eftir sátu var stöðnun og á endanum uppgjöf og sjálfstæðismissir.

Nýlegar tölur frá Hagstofunni benda til að við séum einmitt byrjuð í þessu ferli sem getur tekið nokkra áratugi.  Brúttó útflutningur á Íslendingum heldur áfram á sama tíma og brúttó aðflutningur á erlendu vinnuafli byrjar.  Það er einfaldlega ekki til vinnuafl til að manna ákveðin störf, vegna þess að hæfustu Íslendingarnir eru að vinna sömu vinnu í Noregi á tvöföldu kaupi.

Þetta ferli verður ekki svo auðveldlega stöðvað þegar það er byrjað.

Hvar verður Ísland árið 2262 á 1000 ára afmæli Gamla sáttmála?  Það er umhugsunarefni ekki bara fyrir Íslendinga heldur líka Norðmenn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (42)

  • Adalsteinn Agnarsson

    Mjög einföld aðgerð inn á Alþingi geti breytt öllu!!!
    Sendi Jóhanna 50 til 60 frystitogara,út fyrir 200 mílur,
    (þetta gera Færeyingar) hún þarf líka að standa við loforð,
    sem hún gaf þjóðinni, frjálsar handfæra veiðar!!
    Frjálsar handfæra veiðar mundu leysa atvinnu vanda Íslendinga,
    fiskimiðinn færu að gefa Íslendingum margfaldann afla,
    notuðum við önnur veiðarfæri á botn og fisk.

  • Þetta er því miður hárrétt greining hjá þér Andri.
    Vandamálið verður „braindrain“. Klárlega er stöðnun í hinu pólitíska kerfi.

    Lausn Aðalsteins hér að ofan er náttúrlega fáránleg enda þarf að borga eldsneyti á þessa togara og að vera eins konar sjóræningjaeyja verður verla til að auka tiltrú á okkur.
    Hvar á að landa þessum fiski og er þetta atvinnutækifæri ungu kynslóðarinnar.

  • Íslendingar ættu að nota tækifærið nú, og losa sig við blóðsugurnar á Íslandi, flýta sér til Noregs í stórum stíl þar eru hlutirnir að gerast í dag, Norðmenn kunna líka vel, það sem Íslendingar kunna ekki og hafa aldrei kunnað. Listina að fara með peninga, á þann hǽtt að losna við ræfildóminn sem er samfara því að hafa alltaf yfir sér útsmognar blóðsugur,sem nota hundþæga ómerkilega pólitíkusa til að hjálpa sér við þrælahaldið.
    Seinna má svo fara til gamla landsins aftur, ef þrælslundin er enn til staðar.
    Blóðsugurnar munu drepast, þegar þrælarnir eru farnir, þá þrífast þær ekki lengur, enda afætur í marga ættliði. Útlendingar munu ekki kjósa að búa á Íslandi, nema kannski smá tíma, um það sér óblíðasta og leiðinlegasta veðrátta veraldar, vel og örugglega.

  • Ég held að þetta sé leið sem við munum verða að skoða. Skuldir ríkissjóðs og þjóðarbúsins eru komnar á það stig að það þarf að endursemja um þær en á meðan þá neita stjórnvöld að skilja þetta vandamál. Því lengur sem haldið er áfram á sömu braut því meri líkur eru að landinu og þjóðinni þrjóti örendið og við annað hvort lekum inn í ESB á þeirra forsendum sem útnára-hráefnisnáma eða náum að standa í kannski aðra löppina og endum í einhvers konar ríkjasambandi við Noreg.

  • Bara borga ekki skuldirnar, það er ekki góð meðferð á fé. Það á líka alveg eftir að útskýra þessar skuldir, fyrir þeim er engin réttlæting.

    Skuldir einkabanka koma okkur ekki neitt við en réttast er að taka allar eignir þeirra sem bætur til handa hinum almenna Íslendingi og Ríkissjóði. Enda eiga þeir ekki að blæða fyrir fjármálamarkaðin, hann verður að standa á eigin fótum og taka sínum afleiðingum. Almennigur og ríkið á ekki að standa straum að því.

    Og ef valið stendur milli Íslendinga og útlendinga er svarið augljóst, annað hvort velur maður Ísland eða er landráðamaður (kona)…

  • Adalsteinn Agnarsson

    Gunnar,færeyingar gera þetta með góðum árangri, senda alla frystitogara
    út fyrir 200 mílur, hér eru 50 til 60 frystitogarar að ryksuga lífsbjörgina
    frá þjóðinni, þeir eru inn um smábátana á 12 mílum!!
    Frjálsar handfæra veiðar, gæfu venjulegu fólki, gríðarlega flotta vinnu,
    á litlum handfæra bát, getur þú haft 1. milljón í laun, eftir daginn!!!

  • @Þór Saari
    Erum við ekki í Catch 22 aðstöðu. Til að ná trausti þurfum við að ná hallalausum fjárlögum og hallalaus fjárlög gerir samninga mögulega.
    Það þarf sterka stjórn sem þolir að gera óþægilega og óvinsæla hluti til að ná varanlegum bata.
    Það er allt fullt af lýðskrumurum sem halda að það sé einhver auðveld leið.
    Já réttlæti er fallegt orð en á hverra kostnað?

  • Ómar Kristjánsson

    Þetta er nú, að vísu, alveg umhugsunarverður punktur með frystitogarana. En nú þekkir maður þetta ekki nógu vel, þ.e. hvernig þetta er í dag, en eldri menn hafa sagt mér að þegar þeir komu til sögunnar fyrst, þá hafi þeir bara veitt uppí kartöflugörðum nánast og trillur sótt lengra í sumum tilfellum – og reyndar stórtækir togarar o.s.frv. En þekki ekki nógu vel hvernig úr spilaðist. Það er ekki svoleiðis núna held eg sko. Alls ekki. Væri samt frólegt að sjá hvar skipin eru að veiða innan 200 mílnanna. Það ætti allt að vera niðurnjörfað og þannig er það í Færeyjum held eg.

  • Iceviking

    2-Föld laun í Noregi m.v Íslandi segir Andri – Þetta á ekki við nema há-sérfræði starfstéttir sem eru ofdekraðar í Noregi.

    Útnára hráefnisnáma handa ESB segir Þór Saari.

    Vinur minn er iðnaðarmaður í Noregi hann er með 22 þúsund Norskar útborgaðar á mánuði, reyndar fyrir 37,5 tíma vinnu á viku en ef hann væri að vinn á Íslandi fulla viku og c.a. 8 tíma yfirtíð þá hefði hann sambærileg laun. Hvað þarf Ísland að taka sig mikið á til að ná þessi og nb. Noregur er á allra hæsta standard í heiminum hvað varðar laun og vinnutíma.

    Þór Saarí – að Ísland endi sem útnári (við erum útnári og verðum áfram) við gætum hins vegar skipt einhv. máli landfræðilega þegar alvöru siglingar hefjast yfir Norður heimskautið milli Evrópu og Kína/Japan/Kóreu.

    Hráefnisnáma segiru. Er það ekki allt í lagi ? Raw materials eiga eftir að verða enn verðmætari í framtíðinni – sérstaklega fiskur og orka. Vandamál okkar er að við erum hörmulegir viðskiptamenn sem hugsum bara um skammtímagróða og alls ekki um siðferði eða orðspor.

    Svo færum við aldrei inn í ESB á annarri forsendu en þeirri sem lög og samningar gera ráð fyrir , hitt er annað mál að kannski bera samningar keim af því að okkar hagur er slæmur þessa stundina – en þá erum við að tala um „ef“ og kannski“.

    Norðmenn vilja ekki sjá okkar ríkissjóð og munu ekki gefa okkur túkall með gati, enda er reynsla þeirra af LÍÚ-mafíunni sú að Íslendingar sú sérgóðir og ágjarnir.

    Ríki ESB munu þó koma fram við okkur eins og þau vilja láta koma fram við sig sjálf.

  • Það er nöturlegt að stjórnmálamaðurinn Þór Saari segi að við „lekum inn í ESB sem útnárahráefnisnáma“. Er það þá ekki skylda stjórnmálamanna að reyna að sjá till þess að Ísland nái eins góðum samningum við ESB nú eins og kostur er, þannig að Ísland sé a.m.k. jafningi á við aðrar þjóðir þar inni með fullum yfirráðum yfir okkar fiskveiðum. Ef við stöndum uppi með illan samning eftir þessa samningalotu, sem þjóðin hafnar, þá aukast líkurnar á að dómsdagsspáin rætist.
    Látum það aldrei henda okkur að við gerumst nýlenda Noregs. Þá mun Einar Þveræingur snúa sér heilhring i gröf sinni.
    Það kemur líka að því að Noregur gengur i ESB.

  • Ómar Kristjánsson

    Auðvitað gerist Ísland aðili að EU. Það er bara spurning um tíma. Og reyndar, reyndar, sem eins og gleymist oft, þá er Ísland um 70-80% aðili að EU. Nokkurskonar aukaaðili í gegnum EES.

    Svo er það þannig með Ísland sko, að það landsvæði verður seint miðpunktur alheimsins. Það er bara þannig. Þetta er afskekkt eyja í N-Atlandshafi. Getið prófað að gúggla það og fá upp kort og svona.

  • Iceviking

    Þór Saarí og Andri Geir –

    Þið hljómið báðir eins og menn sem ætla að gefast upp. Ekki vildi ég berjast með ykkur í stríði. Nær væri að berjast gegn skuldafarginu sem m.a. IceSave-uppfinningin ætlar að leggj á landslýð

    -Og því hvernig sumir ráðherrar eins og rauðhettan Þórunn Sveinbjarnard. og Svandís Svavarsdóttir komast upp með að vilja ekki neitt – eins og óþægir krakkar. Það mátti ekki einu sinni leggja einhverj rafmagnslínu yfir ljótasta landsshluta Íslands Suðurnesin fyrir Þórunni – Svandís hagar sér eins og hvítfibbaglæpamaður í dómskerfinu – hún tefur allt út í hið endalausa.

    Og á sama tíma og Hafrannsóknarstofnun sem hefur haft rangt fyrir sér áratugum saman í fiskirannsóknum æpir og emjar ef veiða á meira af annars stútfullum fiskimiðum af þorski og makríl.

    Við veiddum einhver 140 þúsnd tonn af Makríl i sumar. Þegar gangan var flúin af vettvangi þá komu fiskifræðingar og sögðu að 1,1 milljón tonna hefði verið á svæðinu – sem engan undrar því makríllinn liggur við synti upp á land. Sama Hafrannsóknarstofnun taldi 3 mánuðum áður að um 700 þúsund tonn væru í lögsögunni. Nú talar einhver um að auka kvótann um 20 þúdund tonn , þ.e. þorskkvótann. Þá rís sama Hafrannsóknarstofnun upp og þykist hafa hlutina alveg á hreinu og andmælir – hver djövullinn er eiginlega í gangi.

    Það er eins og maðurinn sagði Íslendingar eru hænsn sem beygja sig í duftið fyrir þessu „stóra“ þeir eru ýmist oflátungar og geta allt eða vita kjarklausir.

  • Það eru ekki bara launin sem lokka, það verður að taka allt með í reikninginn. Stöðuleikinn, alvöru gjaldmiðill, engin verðtrygging, betri og fjölbreyttari atvinnumöguleikar, betri heilsugæsla og menntunarmöguleikar osfrv.

    Núverandi kynslóð sem ólst upp við uppgang og sukk hefur ekki reynslu eða þekkingu til að taka á þeim vandamálum sem nú steðja að. Þeir sem kveikja í eru ekki alltaf þeir bestu til að slökkva og byggja upp aftur. Kynslóðin á fyrri hluta 20. aldar hafði reynslu og þekkingu, þá átti Ísland leiðtoga, en ekki í dag.

    Spurningin er hvort næsta kynslóð nennir að bíða eftir tækifærunum hér eða dregur þá ályktun að ekki sé raunhæft að byggja úr þeim brunarústum sem foreldrar þeirra skilja eftir sig.

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Þá mun Einar Þveræingur snúa sér heilhring i gröf sinni.“

    Mér finnst ótrúlegt að hann hreifi sig nokkuð kallinn. Vegna þess einfaldlega, að mjög sennilega skáldaði Snorri Sturlusson ræðuna upp. Þar fyrir utan snerist málið um að gefa átti konungi Grímsey, minnir mig, þannig að þetta yrði aldrei sambærilegt við nútímann á nokkurn hátt. Samkv. snorra var Einar hræddur um að Noregsmenn héldu þar úti her og gætu þannig verið í góðri stöðu. Þetta var sennilega bara eitthvert skáldaflipp hjá Snorra. Held það.

    Þar fyrir utan mundu Nojarar ekkert vilja fá Ísland. Eg efa það stórlega. Eina ástæðan fyrir komandi aðild Íslands að EU er, að Ísland á rétt á því að gerast aðili og EU getur ekki með góðu móti hafnað því – þó þeir helst vildu. Það er misskilningur í Íslendingum að heimurinn glóbalt snúist um Ísland og menn og konur erlendis séu vakin og sofin yfir að upphugsa hvernig þeir geti nú fengið dásamlega stórkostulegu íslendinganna inní sitt ríki eða samband. Það er mýta. Er ekki þannig. Það er öllum bara drullu fokking sama um Ísland! Bara sorrý. Þannig er það bara. Öllum sama.

  • Andri Geir – 17.10 2010 kl. 14:47

    Gallinn er að innst inni þá vilja íslendingar ekki stöðugleikann. Hann nefninlega kemur í veg fyrir skyndigróðann sem menn eru alltaf að leita að. Menn fatta ekki að skyndigróðinn er miklu dýrari til lengri tíma litið.

  • Jóhannes

    Það er full ástæða til að hvetja ungt fólk og framtakssamt að skoða tækifæri í öðrum löndum. Það er auðvelt að flytja til Íslands aftur standi hugur til þess.

  • Það er óþarfi að vera svo svartsýnn, ég hef fulla trú á framtíð Íslands. Hins vegar er það eflaust svo að fólk sem var í mestu skuldsetningunni vegna aldurs, t.d. nýkomið úr dýru námi eða nýbúið að kaupa íbúð þolir ekki þetta efnahagslega áfall á sama hátt og aðrir sem eru yngri eða eldri, og þeir munu verða að reyna að bjarga sér til að verða ekki gjaldþrota. Þannig mun vanta hluta úr þeim aldurshópum. En er það ekki að sumu leyti jákvætt að þeir fari, þannig mun losna um störf fyrir aðra sem ekki eiga jafn hægt um vik að færa sig til?

  • Þegar afleiðingar efnahagshörmunga loksins renna upp fyrir þjóðinni og þjóðarframleiðsla per haus er 2/3 eða 1/2 af því sem er í Noregi. Við þetta bætast skuldir þjóðarbúsins meðan Noregur fær vaxtatekjur í gegnum olíusjóð og eignir erum við að borga næstum 1/5 af tekjum ríkisins til vaxtagreiðslna og vefjum þjóðinni í æ stærri og meiri skuldur.
    Þetta mun augljóslega þýða það að velferðarkerfið hér verður langtum verra og þjónusta við aldraða og menntakerfið miklu lélegra. Við höfum ekki efni lengur á byggðastefnu eða ríkistryggðu landbúnarkerfi. Næstu árin fara í það að saga burtu réttindi og útgjöld sem í raun þýða stöðuga hnignun á velferðarkerfinu. Íslenskt velferðarkerfi verður eingungis rekið á kostnað íslenskra skattborgara og minnkuð þjóðarkaka augljóslega mun minnka velferðarkerfið.
    Stjórnmálamennirnir og öflugir þrýstihópar eins og HH eða aðrir vefja þjóðfélagið í enn harðari skuldahnút. Íslenskt réttlæti og leiðrétting verður á kostnað Íslendinga það er hinn bitri sannleikur sem loksins er að renna upp fyrir þjóðinni 2 árum eftir hrunið, þegar niðurskurðurinn á ríkisútgjöldunum er rétta að hefjast.
    Þjóðin er búin að tapa sínu efnahagslega sjálfstæði. Menn ætla að nota 1/2 miljarð í kostnað við nýja stjórnarskrá en ný stjórnarskrá mun hvorki auka þjóðarframleiðslu eða hafa hindrað hrun.
    Krónan er í raun hruninn sem gjaldmiðill og við höfum enga völ á neinu öðru í bili.

    Augljóslega munu þjóðflutningar sögunnar hefjast frá eyjunni Íslandi. Þetta mun verða Brain drain og sérstaklega alvarlegt þegar þjóðin er einna verst menntaða þjóð í Evrópu raunar rétt ofan við Tyrkland hvað menntun snertir.

  • Magnús K. Guðnason

    Þetta upplausnarástand er fyrst og fremst aumingjaskab og aðgerðarleysi núverandi stjórnvalda að kenna.

    Samfylkingin vill ganga í ESB og heldur að við það lagist allt sjálfkrafa. Á meðan á ekkert að aðhafast í atvinnumálum. Bara að bíða eftir ESB-aððild sem verði einskonar mæðrastyrksnefnd fyrir okkur.

    Vinstri græn eru á móti allri erlendri fjárfestingu, orkuvinnslu og stóriðju. Þetta er byggt á útlendingahatri þeirra þess efnis að allir útlendingar sem eigi pening séu vondir menn.
    VG vilja heldur finna upp hjólið að nýju og eru á fullu við það, þó það taki margar aldir.
    Að auki vilja VG banna karlmönnum allt.

    Út af þessu mun landið leysast upp og fólk flýja af landi brott.

  • Auðvita hefur Noregur áhuga á Íslandi alveg eins og þeir lögðu undir sig Jan Meyen og Svalbarða, Ísland er síðasta eyjapúslið hjá þeim. Hins vegar er skynsamlegt út frá þeirra sjónarmið að bíða í nokkra áratugi og láta Íslendinga koma af sjálfsdáðum, það er ódýrast fyrir þá. Norðmenn hugsa áratugi fram í tímann á meðan Íslendingar eru að hugsa um líðandi viku.

  • Valur B (áður Valsól)

    Þór Saari, mikið óskaplega ertu að misskilja þennan pistill.

  • Tökum sparifé okkar út úr bönkum og kaupum gull. Bíðum svo átekta eftir því óhjákvæmilega; næsta fjármálahruni. En eg get ekki stillt mig um þetta:
    Magnús K. Guðnason: Þú bara hlýtur að vera dyggur kjósandi FLokksins!
    Andri Geir: Flott greining!

  • Gísli Ingvarsson

    Beinskeytt greining hjá Andra Geir. Ömurlegt að sjá kommentið hans Þórs Saari. Löðrandi af slímugri minnimáttarkennd.

  • Hrafn Arnarson

    Mér finnst þetta gott hjá Andra Geir, svo langt sem það nær. Við getum lýst sambandi Íslands og Noregs nú eins og samband BNA og Mexíkó hefur löngum verið. Miðsvæðið er ríkt og voldugt en jaðarsvæðið fátækt og valdlítið. Fólk sækir því á miðsvæðið. En eitthvað vantar í þetta. Af hverju vinna fátæk lönd sig upp og ná þeim sem ríkari eru? Hvernig gátu japanir risið úr rústum og orðið ríkasta þjóð jarðar? hefðu ekki allir dugandi Japanir átt að yfirgefa landið og flytja til BNA? Fleiri slík dæmi mætti taka.

  • Hrafn,
    Ísland var ríkt land sem lifði langt umfram efni og tók endalaus neyslulán og fjárfestingarlán til notkunar erlendis. Fátæk lönd eru ekki að taka erlend lán til að innrétta marmara baðherbergi og mötuneyti á heimsmælikvarða eins og hjá OR.

    Japanir og Þjóðverjar eftir stríð var allt annað fólk með aðrar væntingar en fólk í dag. Svo má ekki gleyma hjálp Bandaríkjanna og þá miklu eftirspurn sem eftirstríðsárin sköpuðu. Ekkert af þessu á við í dag á Íslandi. Fiskimiðin eru fullnýtt, við erum ekki með 3 mílna lögsögu í dag sem við getum fært úr í 200. Allt þetta er búið.

    Japanir höfðu litla sem enga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna eftir stríð. Svo er mannfjöldi í Japan yfir 100m en aðeins um 300,000 hér. Japan er ekki góð samlíking, Nýfundnaland er miklu betri samlíking.

    Japan og Þýskaland og önnur stór hagkerfi skipta máli í heimshagkerfinu, smærri ríki eiga mikið undir að hagstjórn sé góð í þessum löndum. Íslenska hagkerfið skiptir engu máli fyrir nokkra þjóð í heiminum. Allir geta verið án innflutings og útflutnings frá Íslandi. Þetta skiptir máli. Ísland er ekki sú miðja alheimsins sem margir hér ganga með í maganum.

  • Það eru ekki bara launin í t.d. Noregi sem þarf að hugsa út í heldur einnig í hvaða lífeyrissjóð ætlar fólk að borga?
    Hér á að mismuna landsömönnum útfrá hvaða lífeyrissjóð þeir griddu í. Sumir voru heppnir aðrir ekki meðan að hluti iðgjaldagreiðanda getur ekki tapað (sbr opinberir starfsmenn).
    Ég er hræddur um að lífeyrissjóðirnri sem keyptu skuldabréf í hinum fornu íslensku eignarhaldsfélögum skrái þau vænti- en ekki raungildi í dag (þeir sem hafa stýrt, og stýra í mörgum tilfellum, þessum sjóðum vita lítið sem ekkert um samninga eða hvaða ákvæði ættu að vera í þeim til trygginga). Reynist áhyggjur mínar réttar munum við sjá skerðingu lífeyrisréttinda í framtíðinni. Líklegasta útfærslan er einhverskonar smáskammtalækningar í litlum en mörgum þrepum. Eftir tuttugu ár rakna menn svo við sér og þá er samanburðurinn ekki lengur falinn auðveldlega.
    Þetta ættu ungir Íslendingar einnig að hafa í huga þegar þeir velta fyrir sér hvar framtíðina skuli byggja.

  • Því miður er ég að verða sífellt svartsýnni á ástandið. Síðustu 2 ár hafa verið ár ákvarðanaleysis, allt virðist fljóta ekkert er klárað, engin ákvörðun er tekin. Held að næstu 2 árin verða ár lýðskrumaranna. Þeirra sem lofa fólki skuldaniðurfellingu/skuldaleiðréttingu það að lágmarka skuldir ríkisins, „koma hjólum atvinnulífsins af stað“, „framkvæma ekki tala“ (..já eða hugsa) osfr.
    Lýðskrumararnir hafa enga vitræna áætlun sem „make sense“. Þar sannast hið fornkveðna Ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það ekki sagt. Ögmundur Jónasson er svona dæmigerður lýðskrumari og raun væri hægt að nefna ótalmarga aðra.
    Minn gamli flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er fallinn ofan í lýðskrumið. Aumkunnarvert að heyra varaformaninn Ólöfu Norðdal segja að Sjálfstæðisflokkurinn hefði svör en vildi ekki gefa þau enda væri vandinn núna ríkisstjórnarinnar. Slíkt svar væri í raun ekki liðið í neinu öðru vestrænu landi. Já ef Cameron hefði svarað þessu væri hann ekki forsætisráðherra í Bretlandi í dag. Ég sæi formann systurflokks Sjálfsæðisflokksin Høyre í Noregi eða formann Moderatana núverandi forsætisráðherra Svíþjóðar koma með álíka aumkunnarverð svör það hefði bara verið hlegið að þeim. Það merkilega var að engum fanst þetta skrítið. Framsóknarflokkurinn hefur gefið sig að lýðskruminu á vald. Hreyfingin hefur alltaf verið lýðskruminu. Þeirra ráð er að mótmæla en í raun gefa engin svör. Hvar vill td. hreyfingin skera niður í ríkisrekstrinum eða vilja þau halda áfram að vefja þjóðfélaginu inn í skuldir og ætla síðan einhliða að afskrifa þær. Samfylkingin veit ekki hvað þau eiga að gera þau eru ennþá ekki komin í lýðskrumið en vita raunar ekki sitt rúkandi ráð.

  • Á öðrum ársfjórðungi fluttu 3.5 íslendingar á dag til Noregs og á 3.ársfjórðungi voru þeir orðnir 6 á dag og þetta er ungt menntað fólk. Með Ríkjasamstarfi við Noreg og upptöku NOK þá myndu norskir bankar opna hér, norskir fjárfestar fjárfesta í fyrirtækjum og fasteignum og fasteignaverð hækka um ca 40-50% á næstu 6-12mánuðum á eftir enda er fasteignaverð í Rvk 1/4 af því sem það er í Oslo. Íbúðalánaextir yrðu óverðtryggðir í kringum 3%. Þetta er einföld aðgerð og myndi bjarga fjölskyldum landsins. En SamQuislingin vill svelta okkur inní ESB þannig að þetta verður líklegast ekki gert á meðan þeir eru við völd.

  • Adalsteinn Agnarsson

    Gunnar, þú vælir og skælir, og ert ekki með neinar lausnir!!
    Skoðaðu það sem ég var að segja!!

  • Adalsteinn Agnarsson

    Gunnr, átti það að vera.

  • Mjög umhugsunarverður pistill hjá síðuhöfundi. Takk. BKv. Baldur

  • Þekki ákaflega vel til í Noregi ragnar og það er enginn áhugi á neinu ríkjasamstarfi þar.
    Þeir vilja ekki fá óábyrga íslenska stjórnmálamenn eða almenning eins og óværu inn á sig.
    Það búa næstum 16 sinnum fleirri í Noregi en á Íslandi.
    Noregur er stærsta hagkerfi Norðurlanda stærri en Svíþjóð sem búa næstum 2 falt fleirri.

    Lítum á stjórnmálaástandið
    Það eru 2 stjórnmálaflokkar sem eru móti aðild að EB í Noregi það er SV sem er systurflokkur VG sem er raunar í stjórn og spáð afhroði í næstu kosningum sem og Senterpartiet sem er systurflokkur Framsóknarflokksins hér sem einning er spáð afhroði. Báðum flokkunum spáð undir 5% fylgi í fleirri skoðanakönnunum sem þýðir að þeir eru undir „sperregrensa“ sem þýðir að þeir fái ekki uppbótarþingmenn og það þýðir gríðarleg fækkun í þingstyrk.
    Systurflokkur Samfylkingarinnar sem núna er næst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum er með aðild en flokkurinn er klofinn 2/3 með og 1/3 mót. Systurflokkur Sjálfstæðisflokksins Høyre er alfarið með aðild og 2/3 af Fremskryttspartiet sem er 3. stærsti flokkurinn núna og þessir tveir flokkar koma væntanlega til að mynda saman meirihluta. Venstre er klofinn og er smáflokkur og Kristileg folkeparti er einning smáflokkur en berst fyrir lífi sínu.

    Ráðandi ríkisstjórn þar sem Verkamannaflokkurinn ræður mestu eða næsta ríkisstjórn munu ekki líta það neitt slæmum augum ef Ísland myndi fara í ESB enda myndi það án efa auka líkurnar á að Noregur færi inn.
    Það er ákaflega lítið fjallað um hrunið eða Ísland í Noregi.
    Íslendingum var neitað um að fá norska krónu og bent á Evru og já fasteignaverð jafn hátt í Reykjavík og Ósló meðan launamunurinn er svona gríðarlegur.

  • Jóhannes

    Broddurinn í hugleiðingu Andra er beittur. Og ég segi eins Gunnr, ég verð stöðugt svartsýnni á ástandið. Hér ríkir alger stöðnun í efnahagsmálum, alþingi óvenju illa mannað og lélegt og stefna stjórnvalda í efnahagsmálum er engin utan þess að loka fjárlagagatinu. Verst eru líklega gjaldeyrishöftin, sem eru sennilega mestu hömlurnar á hagvöxt til lengri tíma og stórskaðleg. En þar sem íslenska krónan er ónýt og rúin trausti heimsins og eigin landsmanna sem gjaldmiðill, er nauðsynlegt að viðhalda gjaldeyrishöftunum næstu ár, sem og verðtryggingu og háum raunvöxtum og öðrum öndunarvélum til þess að halda í henni einhverri líftóru.

    Því er ekki vitlaust að skoða alvarlega gjaldmiðlasamband við Noreg og jafnvel taka upp norska krónu, ef fyrir liggur að Ísland gangi ekki í ESB á næstu árum. Þá er líka auðveldara að flytja.

  • Adalsteinn Agnarsson

    Sendi Jóhanna 50 til 60 frystitogara, út fyrir 200 mílur, losnar um grýðarleg
    tækifæri í strandveiðum, almenningur fengi þá frjálsar handfæra veiðar.
    Svona aðgerð mundi útrýma öllu atvinnuleysi 1,2 og 3.
    Þúsundir manna gætu fengið sér litla báta og búið sér til hálaunuð störf.
    Þessi aðgerð mundi ekki kosta Ríkissjóð krónu, heldur gera Íslendinga
    skuldlausa og ríka.

  • Er eitthvað sem bannar þessum togurum að fara út fyrir 200 mílurnar í dag? Í raun verður eldsneytiskostnaður það sem í raun ræður því hvort þessar veiðar verða yfir höfuð hagkvæmar og mun hafa afgerandi þýðingu á útgerð frá Íslandi.
    Olíuverð mun hækka mun væntanlega minnka sókn í verðlitla fiskistofna.
    Er þetta ekki eins og allt í þessu fiskistjórnarkerfi?

  • Adalsteinn Agnarsson

    Gunnr, þessir togarar eru alveg frjálsir, en vilja helst vera á 12 mílum.

  • Ég er nýfluttur til Íslands og jafnframt nýútskrifaður með mastersgráðu í byggingageiranum. Ég er því að hefja minn starfsframa og er sjálfur að nálgast fertugsaldurinn. Ég var fullhuga þegar ég kom heim í sumar og hef borið mig frammi við að skapa verkefni. Það er nánast sama hvar er borið niður, alls staðar er skellt í lás. Ég vann til verðlauna fyrir nám mitt og hef talsverða starfsreynslu fyrir nám mitt, allt kemur fyrir ekki. Það er eins og landinu hafi verið parkerað, skellt í lás og keppni um það hver verði síðastur til að slökkva á eftir sér.

    Áður en ég lagðist í námið hafði ég verið með sjálfstæðan rekstur sem gat verið erfitt á köflum en maður uppskar ágætlega fyrir árangur erfiðisins í samanburði við launþega í sömu grein. Í dag hef ég stillt upp reiknilíkani og ég get ekki séð hvatann í því að eyða orku minni í uppbyggingu og nýsköpun hérna á Íslandi. Mig tekur það hreinlega sárt því ég glaður vildi gefa til baka, það sem ég hef aflað mér, til Íslands.

    Ég hefði að öllum líkindum ekki komið beint heim eftir nám mitt ef ekki væri dóttir mín búsett hérlendis. Þrátt fyrir það sýnist mér að ég sé tilneyddur að velja mér þann kost að flytja erlendis og byggja upp starfsferil minn þar.

    Út frá mínum sjónarhóli get ég ekki ímyndað mér annað en að margt ungt fólk sé í sömu sporum og ég, sem styður það sem greinarhöfundur hér bendir á.

    Takk fyrir greinina.

  • Ekki sé ég hvernig aðild að ESB hefur neitt að segja með það hvort launa og lífskjör í Norgegi verða betri heldur en á Íslandi, þar sem þau eru betri í Noregi en nokkru ESB ríki. Ísland hefur aldrei verið byggt vegna þess að hér gáfust bestu launakjörin sem íbúum landsins báðust enda hefur verið betra kaup í nágrannalöndum landsins frá lýðveldisstofnun með aðeins fáein ár sem undantekningu.

    Hafandi búið í Danmörku í mörg ár að þá get ég alveg sagt hreint út að það er ekkert gaman að vera útlendingur til lengdar. Fyrstu 5-10 árin eru fín, en þegar að kemur að því að þá er sárt að horfa upp á börnin sín fá annað þjóðerni heldur en maður fékk sjálfur og annað gildismat og samfélag sem maður er útlendingur í snertir mann aldrei og maður verður aldrei fullur þátttakandi í þeim.

    Meðan að Íslendingar viðhalda sérstakri menningu á Íslandi og ráðstöfunarrétti yfir eigin samfélagi verður landsflóttinn aldrei eins og á Nýfundnalandi.

  • Hrafn Arnarson

    Þakkir fyrir svörin. Ég er þér að verulegu leyti sammála enda ertu að lýsa velþekktum staðreyndum. Þú sleppir því reyndar alveg að tala um BNA og Mexíkó.(Ég hafði reyndar ekki hugsað mér að 10 milljónir Japana flyttu úr landi en það er aukaatriði)En vandamálið sem við erum að velta fyrir okkur er mjög raunverulegt. Nú er rætt um það sem raunverulegan möguleika að leggja niður Hjartadeild Landsspítalans. Laun sérfræðinga hér á landi eru 30% af launum sérfræðinga. Ég bý út á landi og í mörg ár hefur ekki tekist að manna stöður lækna hér við heilsugæsluna svo eitt dæmi sé tekið. En stærstur hluti þeirra sem hefur fluttst til Noregs er fólk sem komið var í strand hér. Stjórnsýslan hér á landi er svo öflug(!) að það hefur tekið hana 2 ár að reyna ap skilja skuldavandann. Fjölmargir Íslendingar í Noregi eru tæknilega gjaldþrota, eiga óseldar húseignir og himin háar skuldir. En framtíðin er óráðin. Kannski munu íslendingar snúa til heimalandsins í skilningi landnámsmanna.

  • Hrafn,
    Þeir sem fyrst fara eru ungt og efnilegt fólk sem þorir að taka áhættu og ákvarðanir, einmitt fólkið sem er líklegast til að stofna fyrirtæki og skapa störf í framtíðinni, svo eru það þeir sem eru verst settir, síðast fara þeir sem eru í traustum opinberum störfum.

    En þessi landflótti þýðir ekki endalok Íslands, ekki frekar en á Cook eyjum og Nýfundnalandi. Ísland mun rísa úr öskustónni en ekki með núverandi kynslóð við stýrið. Það verður næsta og þarnæsta kynslóð sem mun gera það og þá líklega í samstarfi við Noreg eða ESB.

    Í framtíðinni verður Ísland akkerað efnahagslega við stærri hagkerfi með norska krónu eða evru.

    Því fyrr sem við gerum okkur grein fyrir þessu því betra, því þá má takmarka skaðann af landflótta. Ég er hins vegar ekki bjartsýnn á að menn geri sér grein fyrir þessu fyrr en landflóttinn er farinn að bíta all verulega og þetta verði gert í neyð. Þrjóska Íslendinga sem hélt í þeim lífinu fyrstu 1000 árin er ekki sami bjargvættur í framtíðinni og var.

  • Adalsteinn Agnarsson

    ÞORSKUR + KARFI + UFSI + ÝSA = SAMTALS 300.000 TONN!!! GRÁTLEGA LÍTILL AFLI!!
    LOÐNU OG SÍDARSTOFN = HRUN
    MAKRÍLL OG NORSK ÍSLENSKA SÍLDIN BJARGA OKKUR Í DAG.
    Andri Geir, þú segir fiskimiðin fullnýtt, og allt þetta er búið!
    Kallarðu þessar aflatölur að fullnýta fiskimiðin ?
    Notuðu Íslendingar minni skip og hættu að nota dregin veiðarfæri,
    þá færu fiskimiðin að gefa þjóðinni margfalt meiri afla mjög fljótlega!!!
    Frjálsar handfæra veiðar leysa atvinnuvanda Íslendinga,
    óvíða getur fólk haft betri tekjur, en á litlum handfærabát.

  • have you ever tried avast antivirus before?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur