Þriðjudagur 19.10.2010 - 16:04 - 13 ummæli

Ný gjaldþrotalög kalla á áhættumat

Ný gjaldþrotalög virðast um margt góð.  Þessi lög munu veita lánastofnunum gríðarlegt aðhald.  Aðeins verður hægt að lána til þeirra einstaklinga sem standast strangt og heilstætt áhættumat.  Gamla greiðslumatið mun heyra sögunni til og það sama á við uppáskriftir ættingja.

Líklegt er að svona gjaldþrotalög kalli á áhættumat eins og gerist í Bandaríkjunum, þar sem hver einstaklingur fær áhættueinkunn frá 300 til 850, þar sem 300 er lægsta einkunn en 850 hæsta.  Aðeins þeir sem eru með einkunn upp á 700  fá lán á góðum kjörum.  Þá munu vextir einnig taka mið af veðhlutfalli.  Þannig munu þeir sem taka lán fyrir aðeins um 50% af verðmati eignar og hafa áhættueinkunn yfir 700 fá bestu kjörin.  80% lán verða aðeins í boði til allra traustustu kúnnanna.

Þó skuldir hverfi á tveimur árum mun það taka mun lengri tíma að vinna aftur upp lánshæft áhættumat.

En svona lög munu einnig hafa önnur áhrif sem fasteignasalar verða síður hrifnir af.  Þar sem erfiðara verður að fá lán og upphæðirnar verða lægri mun það hafa áhrif á framboð og eftirspurn sem mun leiða til verðlækkunar.  Afrakstur af leiguhúsnæði mun batna.

Þó þessi gjalþrotalög munu koma fólki sem verst er statt í augnablikinu til góða, munu lögin líklega í framtíðinni gagnast fjársterkum aðilum best, þeir munu fá bestu lánskjörin og geta nýtt sér fallandi fasteignaverð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Jón Magnús

    Er það ekki ágætt að fjármálafyrirtæki vandi betur til við lánveitingar? Það var mikið vandamál í kerfinu fyrir hrun ótrúlega heimskulegar lánveitingar til fólks sem hefði aldrei geta staðið í skilum hvort eð er.

  • Ekki segja mér að þú sért svo einfaldur að halda að þetta fari í gegn um þingið.

  • er ekki möguleiki á því að íbúðarlánasjóður og einhver bankanna fara á hausin á næstunni, ef margir ganga einfaldlega frá skuldunum, ef það kemur ekki almenn leiðrétting lána?

  • Vissuleg rétt en á hinn bóginn þá rýrir þetta kröfukraft kröfuhafa að því mati að þeir verða gæta sín við innheimtu. Og verðmæti húsnæðis ræðst af eftirspurn svo að lögmálið um framboð og eftirspurn verður virkt án þess að eignarhaldsfélög hafi möguleikann á þeim vinnubrögðum sem nú er beitt.

    Can´t make an omelette without breaking the egg.

    Því miður er nokkuð ljóst að fjársterkir aðilar munu í framtíðinni reyna að nýta sér þessar afleiðingar laganna á þann hátt sem þú bendir á. En á hinn bóginn þá verðum við að vona að þeir séu ekki svo heimskir að sjá ekki að þeir grafa sína eigin gröf með því. Við getum vonað en við vitum að það er nóg af græðgisgoggum sem hugsa málin ekki til enda.

    Það sem ég hef mestar áhyggjur af er spuni lögmannastéttarinnar ef þessi lög ná í gegn því hér er verulega gengið á tekjulindir lögmannastéttarinnar.

  • Allt hefur afleiðingar á markaðinn m.a. Svokölluð „lyklalög“ þar sem fólk mun geta skilað lyklunum mun augljóslega gera miklu hærri kröfur um eigið fé td. við húsnæðiskaup kanski 30-40% sem mun leiða til algjörs hruns hér. Bílalán verða á allt öðrum forsendum þanning að þetta mun augljóslega koma aga í kerfið.
    Gjaldþrotalög er eitt og síðan er skuldasaga viðkomandi þá enn mikilvægari þanning að varkárnin mun leiða að stór hluti landsmanna verður ekki lánshæfur.
    Og mun í raun aldrei eiga möguleika á að eignast húsnæði jafnvel þótt raunverð fasteigna falli um 70% sem það án efa mun gera.

  • Kannski mun þetta frumvarp leiða til meiri varúðar í útlánum og er það af hinu góða, en ég vil benda á að ekki er nema vika síðan að árafjöldinn stóð í fjórum í þeim drögum sem þá voru til umræðu. Mér finnst líklegt að þetta með tvö árin sé bara millileikur og endanlegur árafjöldi verði fjögur ár. Einnig mun skipta máli hversu auðvelt verður að rjúfa fyrningu. Mér skilst að það verði bara mögulegt fyrir atbeini dómstóla. Ef það verður hins vegar auðvelt, þá skiptir þessi upprunalegi árafjöldi engu máli.

  • Iceviking

    Fallandi fasteignaverð Andri. Viltu að Ingibjörg formaður félags fasteignasala fái taugaáfall og æpi! ?

    Bankarnir munu sjá til þess að á bókunum hangi fasteignaverðið óbreytt – óvissan mun þvi halda áfram. Enginn mun þora að kaupa og seljendur neita að slá af verðinu.

    Á endanum snýst allt um ýmindaðan ofurkaupmátt þjóðarinnar árið 2007 og á meðan ná kaupendur og seljendur ekki saman , nema kaupandinn sé tilbúinn að gera sig að opinberu fífli og kaupa á núverandi verðum.

    Núverandi nafnverð fasteigna er 20% of hátt…..hvers vegna….vegna þess að kaupmáttur hefur lækkað um 35% en fasteignaverðið um 15% á nafnverði.

    Þetta er ekki flóknari speki en það Andri.

  • Ómar Harðarson

    Kostnaður við persónulegt gjaldþrot er afar mikill í dag. Með því að lækka þann kostnað munu fleiri velja slíka leið. Það er þó hætt við að margir hugsi ekki dæmið alveg til enda. Rukkararnir hætta kannski að koma þegar fyrningin tekur við, en lánstraustið bíður hnekki – jafnvel ævilangt. Það er erfitt að lifa í nútímaþjóðfélagi án þess að geta notað kreditkort, án þess að geta keypt dýra hluti með afborgunum, án þess að geta fengið húsnæðislán. En þetta á allt eftir að koma í ljós.

  • Það er í raun sorglegt að fylgjast með þessu íslenska efnahags harmleik sem er eins og „slow motion“ kvikmynd allt ferlið svo skelfilega fyrirsjáanlegt. Oflætið hrokinn, afneitunin, ákvarðanafælnin og ráðleysið algjört, bæði hjá stórn og stjórnarandstöðu. Sannleikurinn er teygjanlegt hugtak á Íslandi.
    Viðvaningsháttúrinn er svo hrikalega auglós í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu og fjölmiðlum með sárafáum undantekningum að það er hreint átakanlegt að horfa á.
    Óskhyggja almennings er hreint ótrúleg. Já trúir fólk virkilega að verðmæti verða til úr engu í smiðju íslenskra alkemista.
    Ef þessu heldur áfram með þessu móti gera þeir landið nánast óbyggilegt.
    Það að mótmæla berja í bumbur er ákveðinn farvegur fyrir reiði og örvæntingu en klárlega leysir það ekki vandann. Vandinn er svo hrikalegur að það verður eins og ganga á glerbrotum hvert skref er sársaukafullt og stíga þarf varlega niður í skipulegum skrefum og stefna í ákveðna átt en hér er verið að labba fram og tilbak í hringi.
    Þegar einn góður kunningi minn tjáði mér um kynjuðu stjórnmálin og kyja greiningu þá hélt ég raunar að hann væri að grínast.
    Held raunar að erlendis séu ráðamenn búnir að gefast upp á okkur og innanlands þá held ég að almenningur sé haldinn ólæknandi óskhyggju sem enginn mun nokkru sinni geta uppfyllt.
    Ég hef skrifað það áður að ég held að næstu tvö ár verði tími lýðskrumaranna.

  • Þetta er skref fram á við, leysir að sjálfsögðu ekki allann vanda en þó einhvern. Þetta gerir lánastofnunum að taka minni áhættu og er það vel. Betri viðskiptavinir munu njóta hagstæðari kjara en slíkt er eðlilegt í viðskiptum. Þetta með öðrum orðum þýðir að venjulegur launamaður mun ekki geta keypt stórhýsi eða langtum dýrara hús en sambærilegur kollegi hans annarstaðar í evrópu gerir. Það er ekkert óeðlilegt við það.
    Þeir sem eru nú komir með bakið upp við vegg eiga leið út en það er erfið leið. Þeirra lánstraust verður ekkert, en þeir geta samt byrjað upp á nýtt. Lánstraust gjaldþrota einstaklinga hefur aldrei verið mikið en það mun minnka við þetta þar sem áhættan eykst. Þannig eru bæði pros and cons á þessu eins og flestu í lífinu. En sennilega eru tímar óþrjótandi peninga að láni búnir hvort sem er og vonandi koma tímar þar sem meira aðhald verður og bankastofnanir gagnrýnni á hverjum verið er að lána og fyrir hverju. Kostnaður tapaðra fjárfestinga er nefnilega kostnaður sem á endanum leggst á alla.

  • Ómar Kristjánsson

    Heyrði í einhverri konu í dag á ruv með öðru eyranu. Var að tala um efnishyggju og sona. Að efnishyggja hefði í raun verið mikill faktor í aðdraganda hrunsins. Þá sagði spyrilinn eitthvað á þá leið að það hefði náttúrulega breyst allt með hruninu. Nei! Sagði konan. Henni fynndist að sú hyggja hefði bara haldið áfram óbreitt og aukist ef eitthvað væri.

    Mér finnst þetta umhugsunarvert.

    Mér finnst líka umhugsunarverð stemmingin í samfélaginu eða allavega eins og það virtist stundum í gegnum fjölmiðla, að það er svona stemming um að núv. stjórnvöld vilji ekki gera það lítilræði að afskrifa bara skuldirnar sisona – og það sé aðallega af illgirni stjórnvalda eða þá fjármagnseigenda eða fjármálakerfisins eins of líka er vinsælt að segja – og málið sé bara að bumbast eitthvað niðrí í bæ til að fá þetta lítilræði fram. Og jafnvel alþingismenn bumbast fyrir framan stjórnarráðið. Meina, þetta er bara súrrealískt. Það er ekki í lagi hreinlega.

  • Torfi Hjartarson

    Sæll Andri.

    Liggja einhvers staðar fyrir drög að frumvarpinu og kemur einhvers staðar fram að leggja eigi ábyrgðarmannakerfið af? Eru fréttatilkynningar stjórnvalda kannski orðnar að lögum?

  • Gudmundur Jonsson

    Þetta snýr á haus Andri. Vextir(verð á peningum) fer bæði eftir eftirspurn og framboði. þú gefur þér í þessari umföjllun að verðið fari bara eftir eftrirspur. Pétur Blöndal er með sömu villuna í vísi gær.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur