Miðvikudagur 20.10.2010 - 19:22 - 15 ummæli

Icesave vextir af verstu sort

Margir eru farnir að gleyma Icesave og halda að best sé að geyma það niðri í skúffu.  En á meðan Icesave er óleyst, er aðgangur að erlendu fjármagni á viðráðanlegu verði nær enginn, þar með er ekki hægt að fjármagna tækifæri fyrir nýja kynslóð.  Það er engin framtíð fyrir unga fólkið að borga skuldir foreldar sinna, ný kynslóð þarf að geta hrint sínum tækifærum í framkvæmd.

Ungt og athafnamikið fólk hefur ekki endalausa þolinmæði til að bíða (eins og sumir íslenskir stjórnmálamenn) og tölur Hagstofunnar sína að það er byrjað að taka til sinna ráða og flytja úr landi.

Þar með erum við farin að borga vexti af Icesave af verstu sort, í okkar besta mannauði.  Það ætti að vera algjört forgangsatriði að klára þetta Icesave mál, vextirnir hlaðast upp bæði í peningum og mannauði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Lækkaði gengið þegar við sóttum um aðild að ESB? Eru Írar með Icesave problem? Grikkir, Spánverjar?

    Það er ódýrt að tala svona. Það gæti allt eins verið að vaxtaálag hækkaði við Icesave samning.

    Við gætum eins lækkað stýrivexti innanlands og fjármagnað allt sem til þarf með innlendu fjármagni.

    Og svo eru ýmsir sem telja frekari álversframkvæmdir áhættusamar einsog sakir standa.

  • Á meðan AGS fer hér með stjórn ríkisfjármála þá halda allir að sér höndum. Bæði fjárfestar og lánastofnanir. Það er ódýrt að kenna Icesave deilunni um. Allar dómadagsspár varðandi þá frestun reyndust rangar. Það er í lagi að sigla lygnan sjó kyrrstöðu í einhver ár og reyna að grynna á skuldum áður en næsta fjárfestingarfyllerí ríður yfir

  • Á stundum hvarflar að manni að ákveðin öfl vilji ekki að við semjum um Icesave, vegna þess að meðan sú skuld er ófrágengin verðum við upp á útlendinga komin með lánsfjármögnun eins og nú varðandi virkjun fyrir Bakka. Það er afar auðvelt að detta í samsærisgírinn þegar spunnið er með mikilvæg mál og allt virðist stefna í að orkan og virkjanir „lenda“ í fangi útlendinga og svo vöknum við upp við að við erum gestir í eigin landi.

    Ef maður setur upp Icesave- leikritið allt þá ættum við í auðmýkt að semja og biðjast afsökunar sem þjóð, sem leyfði sínum bestu sonum að nauðga og ræna nágranna okkar, og við klöppuðum þeim lof í lófa og hrópuðum húrra.
    Kannski eru valdhafar núna með leikrit í gangi sem miðar að því að greiða til baka. Þeir hafa ályktað sem svo að þetta sé eina leiðin til að fólkið sætti sig við það. Hvað gefur þeim slíkt kverkatak á okkur? Neyðarlögin sem allir vita að halda ekki…

  • Ómar Kristjánsson

    ,,Það er ódýrt að kenna Icesave deilunni um. Allar dómadagsspár varðandi þá frestun reyndust rangar“

    Það voru engar ,,dómsdagsspár“. Vitrir menn og raunsæir bentu á skaðakostnað sem hlytist af fíflaganginnum og hálfbjánahættinum – sem hefur og nákvæmlega gengið eftir! Alveg nákvæmlega.

    Eigi flóknara en það. Mjög einfalt og fyrirsjáanlegt.

  • Adalsteinn Agnarsson

    Frjálsar handfæra veiðar er það sem vantar, þær leysa atvinnuvanda
    Íslendinga, ekki nýjar lántökur, það þarf að kenna þér smábátasjómensku,
    þér mundi líða vel Andri Geir sem trillukarl.

  • Veruleikafirritr Íslendingar munu aldrei vilja leysa Icesave málið og öskra á hvaða stjórn sem hér er að hún sé að fremja landráð þegar hún reynir að leysa málið, stjórnvöld munu því alltaf bakka út af heykvíslagenginu af ótta við það og málið mun aldrei leysast og við festumst í kreppunni

  • Man ekki betur en Björn Valur hafi talað um að það þyrfti að semja um Icesave fyrir opnun markaða á Mánudegi. Úr bréfi Jóhönnu til Forsetans 4. Jan.

    „2. Norðurlöndin myndu væntanlega hafa sömu afstöðu og Bretar og Hollendingar og segja
    að skilyrði fyrir lánveitingum þeirra væru ekki til staðar.
    3. Samstarfsáætlun Íslands og AGS yrði óvirk og allt eins líklegt að henni yrði rift ef
    fjármögnun hennar er hrunin.

    5. Matsfyrirtækin sem haldið hafa íslenska ríkinu í fjárfestingaflokki í trausti þess að
    stjórnvöld hér hefðu stjórn á málunum myndu væntanlega lækka það niður í ruslflokk.
    Einnig er hætta á að þau myndu ekki taka landið til endurmats fyrr en að töluverðum tíma
    liðnum.
    6. Erfiðara mun reynast að endurfjármagna stór lán ríkissjóðs á gjalddaga 2011…“

    Kalla menn þetta ekki dómsdagsspá? Og hvað af þessu reyndist rétt?

  • Sævar Helgason

    Lán AGS og Norðulandanna hafa aðeins gengið eftir vegna yfilýsinga stjórnvalda um viðurkenningu á ábyrgð Íslands á þessu Icesave klúðri-væri ótvíræð. Aðeins væri um að ræða viðræður vegna vaxta og greiðslukjara. Við erum ennþá í þeim sporum. Okkar sterkasti leikur í þessari stöðu var að ganga frá þessu máli í sumarbyrjun árið 2009. Þá værum við fullgildir á erlendum lánamarkaði og nytum trausts. Upp á það vantar allt núna. Tap okkar er unnt að telja í þriggja stafa tölu í milljörðum ísl kr. Atvinnustigð væri björgulegra svo viðskiptalífið.
    Vonandi styttist mjög í lausn Icesave klúðursins.

  • Jóhannes

    Icesave hefur vissulega verið alvarlegur þröskuldur en virðist sem betur fer að leysast.
    Gjaldeyrishöftin eru þó líklega miklu illskeyttari hindrun, ekki síst þar sem þau eru mun umfangsmeira vandamál og litlar líkur eru á að þau verði afnumin að neinu marki á næstu árum. AGS hefur staðfest þetta og telur litlar líkur á afnámi haftanna á næstunni.
    Meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði munu Íslendingar, ríkissjóður eða atvinnulífið ekki fá eðlilegan aðgang að erlendum lánamörkuðum og Ísland verður nánast örugglega metið mjög áhættusamt með tilliti til fjárfestinga, enda ekki mörg lönd sem þurfa verðtryggingu og bann á viðskiptum til að halda lífi í gjaldmiðlinum.
    Þetta mun óhjákvæmilega leiða til minni hagvaxtar en ella en það er bara hluti þess skemmtanaskatts sem Íslendingar þurfa að greiða við að hafa ónýtan gjaldmiðil.

  • „fullgildir á erlendum lánamarkaði og nytum trausts.“ Þvílíkur brandari. Þá væntanlega með gjaldeyrishöftin reyrð einsog nú.

    Hvernig væri nú að fókusera á góðan rekstur og gefa gróða í gegnum efnahagsreikninga smá frí.

    Við eigum nógan pening en förum illa með hann.

    0% vexti í 2 ár takk.

    Við sem áttum nánast ókeypis heitt vatn. Hitaveita Reykjavíkur er nú gjaldþrota. Er það vegna Icesave?

  • Þökk sé FramsóknarInDefenceFlokknum og Bessastaðabóndanum.

  • Icesave eiga þeir að greiða, sem fundu tæru snilldina upp, og grömsuðu til sín peninga útlendinganna, létu þá hverfa eitthvað, hvað kemur það okkur við,
    þetta átti að heita sjálfstæður banki, eigendur sjálfstæðir sjálfstæðismenn, með guð sinn Davíð og fimmaurabrandarana á koníaksstofunni, þetta kemur okkur ekkert við.

  • Þetta varð okkar mál, Robert, þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að ábyrgjast innistæður Íslendinga í topp, og peningamarkaðssjóði sömuleiðis. Ef það hefði ekki verið gert væri ekkert um neitt Icesave mál að ræða. Þessi björgun efnafólks á Íslandi ætlar að reynast okkur hinum ansi dýr.

  • Hansi, þú gleymir, að ef ríkisstjórnin hefði ekki tryggt innistæðurnar á Íslandi uppí topp, þá hefði fólk hrifsað innistæður sínar út af reikningum sínum, og bankakerfi væri ekki til staðar á Íslandi.
    Slík niðurstaða hefði heldur ekki gagnast Evrópusambandinu neitt betur – þá hefði vantraust á bönkunum e.t.v. færst út, og stuðlað að áhlaupum á banka erelndis, banka sem máttu þó síst við meiri óróa.

    Það má halda því fram að ríkissjtórnin hefði átt að láta duga að tryggja innistæður upp að 20 000 evrum (sbr. lágmark Evrópusambandins) en reynslan sýnir að það dugar ekki til þess að koma í veg fyrir áhlaup á banka. Um leið og fólk sér fram á að tapa drjúgum hluta af innistæðum sínum, þá tekur það þær innistæður út.

    Evrópusambandið á fyrst og fremst að gangast við því, að það stóð fyrir innleiðingu meingallaðs innistæðutryggingakerfis, þar sem allt of faír bankar tryggja hver annan, og allt of lítið er til í þessum sjóðum. Þetta á alls ekki eingögnu við um Ísland (eins og oft er haldið fram) heldur er þetta reglan um alla Evrópu. Það eru eingöngu 0-1% í flestum innistæðutrygginasjóðunum Evrópu. Sem þýðir að þeir geta aðeins staðið undir falli allra minnstu bankanna. En samt er ætlast til þess að þessir sjóðir standi undir áföllum banka, sem jafnvel hver og einn geta verið á stærð við þriðjung af bankakerfi viðkomandi lands.

    Innistæðutrygginakerfið, sem átti að vera bakhjarl fyrir fjórfrelsið, og frelsi bankanna til þess að valsa um öll lönd með sín umsvif, er meingallað og ekki nokkur ástæða til þess að íslendingar taki það til sín, þótt gallar þess komi í ljós. Evrópusambandið getu ekki þvegið hendur sínar af þessu kerfi.

  • Of hvernig á að stjórna peningamagni í umferð þegar Íslendingar verða komnir með nýjan gjaldmiðil og vaxtastefnu sem þeir ráða ekkert yfir? Með atvinnuleysi? Með niðurskurði til að ná jafnvægi í ríkisbúskap? Það eru leiðirnar sem í boði eru. Ekki viss um að fólk vilji þær lausnir þegar á reynir.

    Þó mörgum hafi fundist þessar lausnir að seðlabankinn breyti peningamagni í umferð með vöxtum, þá er ekki víst að hin leiðin sé eitthvað öðru vísi opíum.

    Enn hefur enginn komið með patent lausn á því hvernig eigi að jafna út gengissveiflur sem verða hér vegna utan aðkomandi þátta s.s. magn þess sjávarfangs sem við veiðum, verðs og stöðu á þeim mörkuðum sem við flytjum fiskinn til. Fiskur er það sem málið snýst um. Menn geta ekki horft framhjá því.

    Þessi ríkisstjórn getur ekki einu sinni valdið því einfalda verkefni að skera niður. Það er ekki flókið. Öðru megin eru tekjur, hinu megin útgjöld. Til að ná jafnvægi þarf að skera niður útgjaldahlutann, þangað til þetta stemmir. Stjórnin hefur ekki á tveimur árum náð þessu. Hvernig ætlar hún að geta í framtíðinni gert þetta sem hagstjórnartæki?

    Hin leiðin, að auka tekjur er flókin, auka hagvöxt með nýsköpun og að auka framlegð á því sem við gerum fyrir. EF stjórnin sem nú situr getur ekki komið sér saman um jafn einfaldan hlut og niðurskurð, þá eru ENGAR líkur á að hún geti nokkurn tíma farið í að auka hagvöxt. Burtu með ríkisstjórnina og það strax.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur