Færslur fyrir nóvember, 2010

Fimmtudagur 11.11 2010 - 11:49

Flöt lækkun dugar ekki

Ein athyglisverðasta niðurstaða sérfræðihóps um skuldaaðgerðir er dreifing húsnæðisskulda eftir ráðstöfunartekjum (bls. 8).  Sú kúrfa er ótrúlega flöt, sem segir okkur að þeir sem eru með lægstu ráðstöfunartekjurnar, þ.e. undir 3 m á ári fyrir hjón og 2 m á ári fyrir einstaklinga verður ekki bjargað með 20% flatri lækkun.  Þetta er stór hópur.  63% […]

Laugardagur 06.11 2010 - 18:29

2% leiðin

Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar  er að lækka vexti á íbúðarlánum úr 5% niður í 3%.  Reiknimeistarar stjórnvalda reikna og reikna og þjóðin bíður í ofvæni. En hvað mun 2% leiðin þýða fyrir almenning.  Kíkjum á 5 mín. servíettureikning og notum tölur Íbúðarlánasjóðs. Lán til einstaklinga hjá ÍLS eru um 600 ma kr.  Vextir eru 5%, vaxtaálag […]

Laugardagur 06.11 2010 - 11:58

Gott uppkast en hvað með fólkið?

Þorsteinn Pálsson skrifar í Fréttablaðið í dag um tillögur sjálfstæðismanna í efnahagsmálum og það sama gerir Tryggvi Þór í Morgunblaðið. Það er auðvelt að vera sammála bæði Þorsteini og Tryggva um að þessar tillögur sjálfstæðismanna eru þarft innlegg í umræðuna um endurreisn efnahagsmála á Íslandi.  Þar er tekið á hlutum sem þarf að lagfæra og […]

Föstudagur 05.11 2010 - 15:56

Betri og ódýrari menntun

Menntun á Íslandi er dýr, ómarkviss og óskilvirk.  Það eiga að vera miklir möguleikar á að lækka útgjöld til menntamála án þess að það komi niður á gæðum.  Í raun eiga að vera meiri möguleikar að skera niður í menntamálum en heilbrigðismálum. Kíkjum á tölur frá OECD og SÞ þessu til stuðnings. Íslendingar eyða einna […]

Fimmtudagur 04.11 2010 - 23:18

Lífskjör falla mest á Íslandi

Samkvæmt nýrri þróunarskýrslu SÞ fellur Ísland mest allra landa á milli áranna 2005 og 2010, eða um 10 sæti.  Þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við og teljum að hafi farið enn verr út úr kreppunni, af því að þau voru innan ESB, farnast betur.  Írland stendur í stað og Spánn, Ítalía, Portúgal […]

Fimmtudagur 04.11 2010 - 11:08

Seðlabankinn í pólitískri klemmu

Það hefur löngum verið erfitt að túlka og skilja yfirlýsingar og aðgerðir Seðlabanka Íslands á þessari öld, og enn klórar maður sér í kollinum yfir yfirlýsingum þaðan. Í gær voru vextir lækkaðir um 0.75% og landsmönnum sagt að einkaneysla eigi að draga okkur út úr efnahagsvandanum.  Gengur þetta tvennt upp?  Varla?  Hvers vegna?  Jú, og […]

Miðvikudagur 03.11 2010 - 22:43

„Þrjú hjól undir bílnum“

Lagið sem Ómar Ragnarsson söng með hljómsveit Svavars Gests 1965, „Þrjú hjól undir bílnum en áfram skröltir hann þó“ er viðeigandi sem nýr þjóðsöngur Íslendinga, nú þegar sálmurinn „Lofsöngur“ er svo ekki 2010. Þegar fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans er farinn að segja „að aldrei hafi verið reynt að hafa áhrif á spár Seðlabanka Íslands“, er fokið […]

Miðvikudagur 03.11 2010 - 08:51

AGS í vanda með Ísland

Fjórða endurskoðun AGS verður erfið fyrir sjóðinn.  Svo virðist sem að starfsmenn sjóðsins hafi treyst um of á einhliða og „bjartsýna“ upplýsingagjöf frá íslenskum stjórnvöldum og stofnunum. Blekið hafði varla þornað á skjölum 3. endurskoðunar, þar sem AGS spáir 3.5% hagvexti 2011, þegar ríkisstjórnin vaknar af einhverjum þyrnirósasvefni og viðurkennir að ekki er allt í […]

Þriðjudagur 02.11 2010 - 09:29

Heilbrigðiskreppa

Nýjasta kreppan á Íslandi, og sú hættulegasta, er heilbrigðiskreppan.  10% lækna hafa yfirgefið landið á síðustu 2 árum.  Með sama áframhaldi mun hér skapast neyðarástandi í heilbrigðismálum áður en langt um líður og aðeins þá má búast við að stjórnmálamenn bregðist við, enda er dagbókin þeirra þegar full af alls konar kreppum sem eru forgangsraðaðar […]

Mánudagur 01.11 2010 - 10:53

Íslenska leiðin

Það virðist vera lítil stemning hjá Grikkjum, Portúgölum eða Írum að fara íslensku leiðina og endurheimta sjálfstæði sitt og gjaldmiðil með úrsögn úr ESB.   Menn á Íslandi segja að ESB aðild þessara landa hafi sett allt þar í kaldakol og sé öðrum þjóðum víti til varnaðar.  Hvers vegna ætli standi á því að almenningur í […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur