Þriðjudagur 07.12.2010 - 10:14 - 12 ummæli

Wolfgang Schäuble

Það eru víst ekki margir sem kannast við Wolfgang Schäuble á Íslandi, en hann er líklega einn valdamesti maður í Evrópu í dag.  Wolfgang er fjármálaráðherra Þýskalands og var nýlega kosinn áhrifamesti fjármálaráðherra Evrópu, af breska dagblaðinu Financial Times.

Þýskaland stendur enn aftur á hátindi efnahagsstjórnunar í Evrópu, landsframleiðsla mun aukast um 4% á þessu ári sem er bestir árangur þar í tvo áratugi og atvinnuleysi er á hraðri niðurleið og er um 7%.  Áhrfi Þjóðverja í Evrópu hafa aldrei verið jafn mikil og nú, síðan í seinni heimsstyrjöldinni.  En í þetta sinn er það ekki herstyrkur sem Þjóðverjar byggja á heldur yfirburðir í hagstjórn.  Hinn prússneski stjórnunarstíll sem Friðrik hinn mikli og faðir hans innleiddu í prússneska herinn og er í dag notaður af Nato, á við á fleiri stöðum en í hernaði.  Þjóðverjar hafa sýnt að hinn prússneski agi og stíll hentar vel í hagstjórn, en af einhverjum ástæðum hafa þjóðir verið mun tregari að nota reynslu þjóðverja í hagstjórn en í hernaði.

Nú er það þekkt lögmál að efnahagslegum yfirburðum fylgja pólískir yfirburðir.  Evran hefur fært Þjóðverjum efnahagsleg völd og þar með pólitísk áhrif.  Framtíð ESB og evrunnar er nú í höndum Þjóðverja.  En hvernig sjá Þjóðverjar framtíðina í Evrópu?  Það er ekki gott að segja en í viðtali við FT segir Wolfgang, hinn  reyndi og valdamikli fjármálaráðherra:

„for Germans it is relatively easy to understand that national sovereignty alone is not the instrument for the 21st century.  It is more difficult for other countries.“

Já, og líklega hvergi erfiðara en á litla og einangraða Íslandi.

Spurningin er, hvar og hvernig ætlar Ísland að stilla sér upp í nýrri 21. aldar Evrópuskipan?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Egill Helgason

    Ég var á hóteli í Berlín fyrir nokkrum árum og gekk þar fram á Schäble í hjólastólnum. Hörkukarl.

  • Afhverju ertu að hrósa Þjóðverjum? Þeirra efnahagur er stærstur í EB einfaldlega vegna þess að þar búa flestir.

    Þjóðarframleiðsla frakka er t.d. meiri per haus og skulda jafn mikið. Þjóðverjar eru reyndar í níunda sæti af EB löndum ef miðað er við þjóðarframleiðslutölur frá því í fyrra.

  • Kalli,
    Ég er að tala um árið sem er að líða. Þýska hagkerfið hefur tekið flug á þessu ári og 4% hagvöxtur í svo stóru og þróuðu hagkerfi er frábær árangur. Hitt er rétt að Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakka, fékk verðlaunin 2009 og hún er frábær, en Frakkar og Bretar að ekki sé talað um Ítali njóta ekki sama trausts á fjármálamörkuðum og Þjóðverjar.

  • Björn Kristinsson

    Í stuttu máli Andri, aðili að ESB er ekki trygging fyrir efnahagslegri velsæld heldur það hvernig viðkomandi hagkerfi er stjórnað.

  • Björn,
    Alveg rétt, hins vegar getur ESB auðveldað leiðina að betri veldsæld ef vel er með hana farið. ESB er vandmeðfarið tól sem þarfnast prússnesks aga ef vel á að fara.

  • Björn Kristinsson

    Hefur efnahagssaga Íslands sýnt að við höfum þann prússneska aga sem þarf til að láta hlutina ganga upp ?

    Er eitthvað í spilunum sem sýnir að það hafi orðið sú hugarfarsbreyting sem þarf til að við temjum okkur þann aga sem þarf ?; vel að merkja sem alltaf þarf !

    Ástæðan fyrir því að ég er að vekja athygli á þessu er nefnilega að ég óttast að allt of margir telji að aðild að ESB sé einhver töfralausn. Hún leysir ekki okkar grunnvanda en getur auðveldað hann eins og þú bendir á Andri.

  • Það er enginn „prússneskur agi“ í okkur þannig að ESB ætti þá ekki, samkvæmt því, að henta Íslandi.

  • Björn Kristinsson

    Kalli
    07.12 2010 kl. 16:11

    Slík alhæfing er ef til vill of sterk. Hins vegar má sjá að ef við sýnum áfram þann óaga í fjármálum sem sýndur hefur verið á undanförnum áratugum þá er vandi á höndum. Hins vegar þurfum við aga í fjármálum hins opinbera og almennt víðar. Ef okkur auðnast að ná þeim árangri og halda honum á nokkur ár þannig að sama festa náist í samfélagið þá er allt annað upp á borðum.

    Þess vegna er svo mikilvægt varðandi umræður um ESB að við speglum okkur í þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Hvað hafa þær gert vel, hvers vegna og hvar hafa þær skorað sjálfsmörk. Með þessu er von að þessi umræða komist á vitrænna plan og fari að snúast um annað en EUR og IKR.

    Í tiltekt okkar er því mikilvægt að skoða vel hvar við viljum leita fyrirmynda og festum ekki í ákveðinni hugmyndafræði og sýn sem er ef til vill úreld.

  • Hrafn Arnarson

    Hvernig sjá Þjóðverjar framtíðina í Evrópu? Þetta er afar mikilvæg spurning en henni er ekki svarað í færslunni. Það er vel þess virði að leita ítarlegra svara.

  • Þegar talað er um góða fjármálaráðherra – verða flestir Íslendingar daprir. Nóg um það!

    Ein ástæða fyrir hruninu (og hvað það var sársaukafullt) á Íslandi var að á sama tíma og Seðlabankinn var með stíft aðhald í peningamálum var aðhaldsleysi haft í ríkisfjármálum – t.d. með skattalækkunum, hækkun íbúðalána, byggingu orkuvera, tónlistarhalla o.þ.h.

    Þessi tvö stjórntæki verða að vinna saman eins og tvær árar á báti – ef árangur á að nást. Okkur mistókst það illilega. Gengdarlaus viðskiptahalli, svimandi vextir og aðhaldsleysi í ríkisfjármálum… Til viðbótar var (og er) krónan örmynt – sem gerði slaginn enn erfiðari þar sem tæki Seðlabankans voru bitlítil – án gjaldeyrishafta (sem nú eru mætt).

    Í ESB fara þessi tvö stjórntæki afar illa saman. Seðlabanki Evrópu er, eðli máls samkvæmt, í litlum tengslum við fjárlög a.m.k. 20 af 27 ríkjum sambandsins. Ekki er það vænlegt til árangurs fyrir þessi 20 ríki – a.m.k. ekki til langs tíma. Önnur árin rær í austur en hin í suður.

    Því er líklegt að ESB verði annað hvort að renna alveg saman í eitt ríki með ein fjárlög og einn Seðlabanka – eða brotna upp í nokkrar slíkar heildir. Það síðarnefnda er líklegra. Slíkt gæti reyndar orðið áhugavert fyrir Íslendinga.

    Kosturinn við Bandaríkin er að þeir sem gera fjárlög og þeir sem stjórna Seðlabankanum glíma við sama raunveruleikann. Og þeir hafa alvöru mynt. Engu að síður hafa þeir sinn djöful að draga – sem er botnlaus viðskiptahalli og gengdarlaus skuldasöfnun – sem gæti sprungið með látum einn góðviðrisdag.

    Lífið er flókið – og engin ein lausn sem blasir við.

  • @hrafn. Hvers konar spurning er þetta: „Hvernig sjá Þjóðverjar framtíðina í Evrópu?“ Um hvaða Þjóðverja ertu að spyrja? Allar rúmlega 80 milljónirnar, eða bara Schäuble?

  • Ég tel að það besta fyrir ESB sé að loka á Íslendinga.

    Þeir eru fátækir, kunna ekkert til verka, eru hins vegar stórmennskubrjálaðir en hræddir við flugur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur