Þriðjudagur 29.03.2011 - 16:43 - 17 ummæli

„Fjármál OR í rúst“

Hér er færsla um OR sem ég skrifaði 21. ágúst 2009.

————

Það verðu ekki annað sagt en að fjármál OR séu ein rjúkandi rúst.

Rekstrartekjur fyrri hluta árs námu 11.925 milljónum króna, EBITDA var 5.692 milljónir króna en fjármagnsliðir voru neikvæðir um 14.132 milljónir króna á tímabilinu.  Heildarskuldir fyrirtækisins þann 30. júní 2009 voru 227.094 milljónir kr.

Að fjármagnsliðir séu neikvæðir um hærri upphæð en rekstrartekjur gengur auðvita ekki upp til lengdar.  Á 5% vöxtum er vaxtakostnaður 11.350 m kr. á ári á móti EBITDA af svipaðri upphæð.

Hvernig gat þetta gerst?  Hvernig 7% veiking krónunnar veldur þessu öllu er heldur ekki ljóst!

Það verður ekki annað séð en að OR sé tæknilega gjaldþrota.

———

Ef tekið hefði verið á vandanum strax 2009 í stað þess að koma fram með „barnalegar“ útskýringar á vandamálinu, væri OR kannski í aðeins skárri stöðu og umfram allt, reikningurinn sem nú er á leiðinni til viðskiptavina OR væri lægri.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (17)

  • Það hentaði ekki að taka á vandanum strax. Það voru að koma kosningar

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Ætti kannski að spyrja Alfreð hvernig þetta gat gerst. Eða Hjörleif Kvaran?

  • Björn Kristinsson

    Þetta var augljóst 2009, sammála. Ég óttast hins vegar að núverandi aðgerðir dugi ekki til, til þess er vandinn of stór.

    Staðan er þessi:

    Vaxtaberandi skuldir eru 240 milljarðar.

    Ef við skoðum ársreikning OR fyrir árið 2010 þá kemur í ljós að meginástæðan fyrir núverandi hagnaði kemur vegna gengismunar upp á ca 15 milljarða. Þetta myndi því teljast óreglulegar tekjur.

    Ef við drögum þennan lið frá og rýnum í reglulega starfsemi OR þá kemur í ljós að afkoma OR af undirliggjandi starfsemi árið 2010 var:

    Rekstrarhagnaður: 5.989 milljarðar IKR

    Fjármunaliðir: -4.327 milljarðar IKR

    Hagnaður fyrir skatta: 1.662 milljarðar IKR

    samanborið við við 16 milljarða eins og tilgreint er í ársreikningnum.

    Ef við gerum ráð fyrir því að vaxtaprósenta á lánum OR hækki um 1% (100 p) þá þýðir það aukinn fjármagnskostnað upp á 2.4 milljarða á ári þ.e. OR er komið í tap.

    Mér þykir mjög leitt að segja en ég óttast að núverandi aðgerðir muni ekki duga til að bjarga OR í núverandi mynd. Við verðum að horfast í augu við að við séum mögulega að missa OR.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Björn,
    Alveg sammála, eftir að Reykjanesbær lengdi í sínum láum og þurfti að borga 7%, þá er skiljanlegt að OR sé tekið af markaði í 5 ár. Málið er hvernig í ósköpunum er hægt að borga 240 ma tilbaka með hækkunum og niðurskurði? Á endanum fer allt kaup fólks til OR.

    Næsti þáttur hrunsins er nefnilega endurfjármögnun á margföldum vöxtum!

  • Svartháfur

    Það þurfti nú ekki mikla spádómsgáfu til að sjá vandræði OR árið 2009.

    Sástu kannski bankahrunið líka fyrir 2009?

  • Hjalti Atlason

    Sæll Andri

    Það er ekki auðvelt að sjá hvaða aðgerðir hefðu dugað 2009. Var þessi skuldasúpa ekki öll komin á OR þá?

    Svona til gamans, umræður í borgarstjórn 2004.
    „Þetta er ný starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, fjórða veitan, og það er sorglegt að ungir stjórnmálamenn á borð við Kjartan Magnússon og Guðlaug Þór Þórðarsson, sem eru vissulega fornaldarmenn í jakkafötum, skuli ekki hafa uppgötvað þetta,“ var svar Alfreðs Þorsteinssonar, R-lista, þegar hann undirstrikaði mikilvægi Línu net.

  • Hjalti Atlason

    Menn fóru „aðeins“ fram úr sér, frétt Rúv.

    „Uppbyggingin og þenslan var mikil. Í ársskýrslu 2005 eru taldar 27 einingar Orkuveitunnar, flestar keyptar árin þar á undan. Þetta eru Hitaveita Reykjavíkur, Rafmagnsveita Reykjavíkur, Vatnsveita Reykjavíkur, Akranesveita, Hitaveita Borgarness, Vatnsveita Borgarness, Hitaveita Þorlákshafnar, Hitaveita Rangæinga, Hitaveita Stykkishólms, Andakílsárvirkjun, Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, Hitaveita Norðdælinga, Vatnsveita Bifrastar, Austurveita, Hlíðaveita, Vatnsveita Úthlíðar, Hitaveita Hveragerðis, Ölfusveita, Vatnsveita Stykkishólms, Vatnsveita Grundarfjarðar, Vatnsveita Álftaness, Hitaveita Öndverðarness, Fráveita Reykjavíkur, Fráveita Akraness, Fráveita Borgarness og Fráveita Borgarfjarðarsveitar.“

    Það verður seint hægt að kenna Besta flokknum um þetta rugl en þeir sitja svo sannarlega uppi með heitu kartöfluna.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Málið er að staðreyndirnar lágu fyrir 2009, það þurfti engar spádómsgáfu til að sjá þetta, það gerir aðgerðarleysið svo óskiljanlegt.

    Mottó OR virðist hafa verið, frestur er á illu bestur?

  • „Sjóður“ hér að framan er með þetta. Það voru að koma kosningar. Áttu Sjálfstæðismenn að fara með það í kosningabaráttuna að OR væri gjaldþrota og borgarbúar sætu uppi með reikninginn? Það sér það hver heilvita maður að fylgishrunið hefði verið algert.

  • Haldiði ró ykkar. Lausnin á vanda Orkuveitunnar er augljós. Reykjavíkurborg á að bjóða einhverju þrotabúi bankanna 130 ma borgarábyrgð. Þá mun lánshæfismat styrkjast og vinaborgir Reykjavíkur munu útvega Orkuveitunni hagstæð lán. Snilld!

  • Andri Haraldsson

    Hvaða eignir standa að baki þessum 230 milljörðum sem félagið skuldar? Hvað eru rekstrartekjur sem hlutfall af skuldum? Hversu miklar eignir eru ekki tekjuskapandi þar sem þær eru enn í vinnslu? Hversu mikið skýrist skuldastaðan af gengisfalli? Hversu mikið gæti staðan versnað ef gengið félli í raunhæfa lægð? Hverjum skuldar félagið peninga? Af hverju hefur félagið ekki farið í greiðsluþrot til að koma saman raunhæfri áætlun um hvernig félagið mun greiða skuldir niður með hlutafé til kröfuhafa, ásamt forgangsgreiðslum á hagnaði? Af hverju þarf alltaf að spyrja sömu spurninganna á Íslandi? Er bannað að læra af reynslunni?

    Í því samhengi, þá er sennilega skiljanlegt af hverju svo mörgum finst best að karpa um „að greiða ekki skuldir óreiðumanna“ því það gleymist þá kannski aðeins óreiðan sem hefur verið í rekstri ógrynni opinberra stofnana á Íslandi.

    Guð blessi Ísland.

  • Björn Kristinsson

    Andri Haraldsson

    Hér koma svör við nokkrum af þínum spurningum úr ársreikningi 2010:

    Skuldir:

    *Erlendar: 198 M-IKR (88%) – 32% i JPY og CHF
    *Innlendar: 27 M-IKR (12%)

    Í árslok 2007 var erlend skuldastaða OR um 89 M-IKR. Við fall IKR þá hækkuði erlenda staðan yfir 220%. Stærsti vandi OR er því vegna erlendra lána fyrirtækisins.

    Rekstrartekjur sem hlufall af skuldum: 27.9 M-IKR / 225 M-IKR = 12.4%

    Tekjuflæði:

    Tekjur í USD: 6.9 M-IKR (25%)
    Tekjur í IKR: 23.0 M-IKR (75%)

    Eignahliðin:

    Framleiðslu og veitukerfi: 238 M-IKR
    Aðrar eignir eru fasteignir: 6.7 M-IKR
    Lausafjármunir: 3 M-IKR
    Eignir í byggingu í veitukerfum: 31 M-IKR

    Ef við gefum okkur að eignirnar í byggingu (veit reyndar ekkert um eðli þeirra) skili af sér tekjum í réttu hlutfalli við núverandi starfsemi má reikna með að tekjur OR gætu aukist um 3.6 M-IKR þ.e. um 13%.

    Núverandi hækkun OR gæti þannig með þessari nýju eignum aukið tekjuflæðið um 5 M-IKR. Ekki viss um að að það dugi til, því miður.

    —————————————

    „Í því samhengi, þá er sennilega skiljanlegt af hverju svo mörgum finst best að karpa um „að greiða ekki skuldir óreiðumanna“ því það gleymist þá kannski aðeins óreiðan sem hefur verið í rekstri ógrynni opinberra stofnana á Íslandi.“

    Hef engu við að bæta.

  • ,,Andri Geir Arinbjarnarson
    29.03 2011 kl. 20:02 #

    Málið er að staðreyndirnar lágu fyrir 2009, það þurfti engar spádómsgáfu til að sjá þetta, það gerir aðgerðarleysið svo óskiljanlegt.

    Mottó OR virðist hafa verið, frestur er á illu bestur?

    Var ekki með þetta mál eins og öll önnur hjá pólitíkusum ?

    Þetta átti allt að reddast einhvern vegin !!!

    Það er aumkunarvert að sjá og heyra sjálfstæðismenn og framsóknarmenn í dag varðandi mál OR !

  • Auðvitað verður pólitíski hagsmunagæslumaðurinn og guðfaðir spillingarinnar, Alfreð þorsteinsson að svara fyrir þetta. Annars gerið hann það ágætlega Á Eyjunni þ. 25.08.210 þar sem hann vildi reka óreiðuna í rekstri Orkuveitunnar ofan í kokið á viðskiptavinum OR………..http://eyjan.is/2010/08/25/alfred-segist-ekki-bera-abyrgd-ofurskuldum-or-60-milljardar-a-minni-vakt/

    Gamli fjórflokkurinn er hreinræktuð glæpaklíka sérhagsmunaafla sem mokuðu undir sig og sína og skipti þá engu þó almenningur yrði að blæða fyrir það. Nú er landið ein rjúkandi rúst eftir pótentáta fjórflokkaklíkunar og allir rífast um hverjum þetta sé að kenna. Það sem er þó verst er að allt þetta pakk gengur frá þessu stikkfrítt og komið ýmist í feitar stöður annarstaðar eða á eftirlaun sem dregin eru upp úr vösum skattgreiðenda. Ofboðslega hjóta hinir heittrúuðu í stjórnmálunum að vera ánægðir með hrunadans síns fólks í pólitíkinni. Endilega haldið áfram að kjósa yfir ykkur svona pakk.

  • Andri Haraldsson

    Björn Kristinsson. Þakka kærlega greinagóðar upplýsingar. Það virðist liggja fyrir að tapið er vegna þess að fyrirtækið varði sig ekki gegn því að skulda í einni mynt og vera með tekjur í annarri. Ekkert við þessu að gera nema selja eignir eða auka hlutafé með þátttöku núverandi eigenda. Reksturinn stendur ekki undir því að skuldsetning tvöfaldist fyrir utanaðkomandi áföll. Auðvitað ekki einsdæmi á Íslandi.

    Hver dagur sem líður eykur bara vandann. Að bíða í 2 ár er kannski ekki jafnslæmt og vitleysan að tryggja ekki gegn gengissveiflum — en verra fyrir það að þett virðist heldur augljóst allt saman.

  • Eftir að hafa unnið við Hellisheiðarvirkjun nánast frá upphafi og unnið þar fyrir nokkra milljarða þá skrifaði ég öllum stjórnarmönnum og borgarfulltrúum bréf haustið 2008 rétt fyrir hrun þar kom m.a. fram :

    Það sem verra er að fjárfestingar við Hellisheiðarvirkjun fyrir um 20 milljarða eru ekki í notkun vegna óðagots og mistaka. Hvort hluti þeirra komsist í notkun á næstu árum er óvíst. Áætla má að staða fjárfestingarlána vegna þeirra standi í um 40 milljörðum í dag. Sumar þessa framkvæmda voru tilbúnar 2007 og er það mjög slæmt ef ekki fæst arður að

    og eru svörin og fyrirvararnir þannig að við höfum frekar átt að venjast þeim hjá fyrirtækjum sem eru að fara í þrot en jafn öflugum verkkaupa og OR hefur verið

    Líklegt er að ábendingum og ásökunum sem koma fram í bréfinu verði vísað á verktakann enda beinist það gegn stjórnkerfi OR á Hellisheiði og hönnunarstjórn. Slíkt mun bara skaða OR til framtíðar ef ekki er tekið á þeim vandamálum sem þar kunna að vera.
    Verktaki hefur áhyggjur að OR geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart honum.
    OR hefur ekk…

  • Það fyndnasta er að það þurfti grínara til að taka til í fjármálaóstjórn OR, sem framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn voru búnir að klúðra. En reyna svo að kenna þeim sem þrífur upp skítinn af þeim um. Svona svipað eins og í landsmálapólitíkinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur