Fimmtudagur 14.04.2011 - 11:58 - 4 ummæli

Íslensk kurteisi

Borgarstjórinn er farinn í fýlu.  Þýskir sjóliðar eru að koma í heiðursheimsókn til Reykjavíkur en borgarstjórinn vill ekki heilsa upp á þá.  Þeir mega koma en ég heilsa þeim ekki – er viðhorf sem borgarstjóri getur ekki viðhaft, sama hversu mikill friðarsinni hann er.

Annars minnir þetta óneitanlega á ferð Jóhönnu til Færeyja, nema að nú hafa orðið hlutverkaskipti.  Margt er líkt með skildum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Haukur Kristinsson

    Ég verð nú bara að taka undir þessi skrif Andra. Þetta er ekki rétt. Gleymum því ekki að Þjóðverjar eru meðal okkar bestu vina. Hafa alltaf sýnt okkar sögu, tungu og menningu meiri áhuga en aðrar þjóðir.

  • Snæbjörn

    Hver bauð þeim samt? Ég bara velti því fyrir mér til hvers eru þessir hermenn að koma hingað?

  • Hvar dregur Gnarr línuna, heilsar hann þeim mönnum sem hafa gengt herþjónustu? Varla getur hann heilsað Bandaríkjaforseta eða karlkynsmeðlimum bresku konungsfjölskyldunnar. Hvað með konunga Noregs eða Svíþjóðar?

    Gnarr kemst upp með þetta af því að það er engin herþjónusta á Íslandi.

  • Sigurður H.

    Gott framtak. Af sama meiði og dissun hans á kínversku fasistunum um daginn. Meira af slíku, láta verkin tala.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur