Sunnudagur 22.05.2011 - 08:51 - 9 ummæli

Christine Lagarde óskakandídat fyrir Ísland

Allt bendir til að fjármálaráðherra Frakka, Christine Lagarde verði næsti yfirmaður AGS.  Þar með verður Christine líklega sú kona sem mun ráða mest um efnahagslega framtíð Íslands næstu árin.

Það sem Ísland mun skorta mest á komandi árum er gjaldeyrir til fjárfestinga, allur gjaldeyrir sem við öflum og gott betur mun fara í neyslu og að borga skuldir.  Við verðum háð velvilja erlendra aðila um fjármagn til fjárfestinga, og þar mun AGS  spila stórt hlutverk.  Þrátt fyrir að AGS njóti lítils álits á Íslandi, ber AGS samt sem áður herðar og höfuð yfir allar íslenskar stofnanir og stjórnmálamenn á erlendri grund.

Efnahagslegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda verða að fá gæðastimpil AGS til að njóta trausts og trúverðugleika hjá erlendum aðilum.  Þetta var ófrávíkjanlega krafa hinna Norðurlandanna fyrir fjárhagsaðstoð eftir hrun og það er fátt sem bendir til að Ísland sé að losna undan pilsfaldi AGS á allra næstu misserum, þó svo að formlegu prógrammi ljúki á þessu ári.

Viðhorf og reynsluheimur nýs yfirmanns hjá AGS skiptir því miklu máli fyrir efnahagslega framtíð Íslands.

Christine Lagarde er í raun óskakandídat fyrir Íslendinga.  Margir Frakkar hneyksluðust á henni þegar hún sagði að Frakkar ættu að hugsa minna og framkvæma meira.  Þessi orð eru auðvita á ekta íslenskum nótum og líklegt er að Christine eigi eftir að ná vel til Íslendinga verði hún næsti yfirmaður AGS.  Hún er líkleg til að setja meiri áherslu á að þjóðir sem fái aðstoð AGS lifi ekki um efni fram.  Meiri áhersla verður á atvinnusköpun og niðurskurð í ríkisútgjöldum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • stefán benediktsson

    Ekki láta Sigmund vita af þessu.

  • Jónas Bjarnason

    Takk fyrir greinina. En af hverju skyldi Lagarde vera svona heppileg? Hún er á toppi í frönsku og pólitísku klifurverki. Það er bara enginn sérstakur kostur nema hún hafi sérstaka hæfni, sem má fara ofan í. Var ekki Strauss-Kahn alveg eins? Fyrrverandi fjármálráðherra Frakklands og stórklikkaður maður. Sjáðu Sarkosy. Hann hefur verið kallaður political animal. – Eva Joly er af allt öðrum kaliber. Hún hefur til að bera siðferðiskennd.

  • Jónas,
    Christine er af mörgum talin besti fjármálaráðherra í Evrópu. Hún fékk þá útnefningu 2009 hjá Financial Times. Það þarf einstakt sambland af fjármálaþekkingu og pólitískum hæfileikum í þessa stöðu. Strauss-Kahn stóð sig vel sem yfirmaður AGS og hafði góða hæfileika í starfið. Hans er ekki enn dæmdur maður svo betra að bíða með allar yfirlýsingar.

  • Jónas Bjarnason

    Jæja, bíða með yfirlýsingar, Andri Geir. Ég vil vita um siðferðiskennd Lagarde. Hver var siðferðiskennd Strauss-Kahn? Hvernig stóð hann sig vel? Ég gef lítið fyrir umsögn Financial Times þótt þú gerir það. Það er langt mál til útskýringar.

  • Páll Þór Jónsson

    Mikið er gott að vita að Jónas Bjarnason af Íslandi viti betur en Finacial Times. Og kannski rétt að hann fari ekki út í langt mál til útskýringar. Í guðanna bænum.

  • Hrafn Arnarson

    Af hverju óskakanditat? Lagarde er ein af valdamestu konum heims. Hún nýtur stuðnings þjóðverja, breta og fleiri evrópuþjóða. Hún hefur verið á topplistum hjá Forbes og Ft.Hún er lögfræðingur að mennt og hefur verið ráðherra fjármála, landbúnaðarmála, fiskveiða og viðskipta. Hún kom fram í mjög umtalaðri heimildamynd(Inside Work). Hún er lögfræðingur að mennt. Allt gott og blesað. Hún tekur við af DSK vegna þess að evrópumenn telja sig eiga stöðuna. En af hverju er hún betri fyrir ‘island en aðrir hugsanlegir eftirmenn DSK?

  • Jónas Bjarnason

    Páll Þór. Þú virðist vera grunnhygginn maður. Og skildir ekki hvað ég var að skrifa að ofan. Ég spurði um siðferðiskennd Lagarde og hef ekki fengið svar. Ég sagðist gefa lítið fyrir umsögn Financial Times og þú skildir ekki orð. Spurningin er um siðferði en ekki þrælhefðbundin fjármálasjónarmið í London City. Þar ríkja forréttindi og hafa gert um langt skeið. Fjármálabatterí Breta er mjög stórt og þrútið og lifir á því að hafa tök á alls konar viðskiptum um allan heim. Ekki efa ég að menn kunna að reikna þar, en ég vantreysti þeirra pólitík og siðferði yfirleitt. Það má vera að þú sért gamall próteksjónisti og lifir í heimi forgengileikans.

  • Páll Þór Jónsson

    Jónas:
    Þakka þér fyrir geysilega fína röksemdafærslu. Þetta er ábyggilega alltsaman satt og rétt hjá þér. Og ég er líklega svona grunnhygginn.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Hrafn,
    Annar kandídat er Gordon Brown sem langar mikið í þessa stöðu. Sem betur fer á hann ekki mikinn sjans. Christine hefur pólitíska reynslu ofaná mikla fjármálareynslu, það gerir gæfummuninn gagnvart öðrum kandídötum sem flestir eru teknókratar, nema þá Gordon!!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur