Mánudagur 10.06.2013 - 12:21 - Lokað fyrir ummæli

Fullveldið verðlagt

Þjóðir legga mismunandi mat á eigið fullveldi.

Skotar leggja mesta áherslu á hin efnahagslegu rök fullveldis, en breska vikuritið The Economist, segir að það sé viðeigandi í fæðingarlandi Adam Smith.

Skoðanakannanir í Skotlandi hafa sýnt að aðeins 21% Skota eru hlynntir sjálfstæði ef það kostar þá meira en 500 pund (95,000 kr) í aukakostnað á ári.

Nýlegir útreikningar Benedikts Jóhannssonar sýna að aukakostnaður íslensku krónunnar er um 300,000 kr. á mann á ári.

Erfitt er að ímynda sér að margar þjóðir myndu sætta sig við svo dýran og óhentugan gjaldmiðil. Óhugsandi er t.d., að Skotar myndu sætta sig við hafagjaldmiðil þar sem nær öll erlend eyðsla væri leyfð en allur erlendur sparnaður bannaður.

Kannski liggur munurinn í afsöðu Skota og Íslendinga til fullveldis, að Skotar eru hagsýnir og sparsamir en Íslendingar rómantískir eyðsluseggir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur