Þriðjudagur 30.07.2013 - 15:42 - Lokað fyrir ummæli

Kanadísk fjárfesting

Kanada er ólíkt betri fyrirmynd fyrir Ísland en Argentína.  Það var því ánægjulegt að lesa að sterkt kanadískt fyrirtæki skuli vera að fjárfesta beint í fyrsta flokks íslensku fyrirtæki.

Þó fjárfestingin hafi ekki verið stór, aðeins $5m, er mjór mikils vísir.  Það eru einmitt svona beinar erlendar fjárfestingar sem Íslendingar þurfa.  Með þeim kemur erlend sérþekking og raunsæi.

Það eru minni líkur á að fjármagn sem kemur þessa leið sé sóað í bjartsýnisvitleysu og kjánaskap sem yfirleitt byrjar hjá Íslendingum með því að bygga flottar höfuðstöðvar og fylla þær af lúxushúsgögnum og dýrustu tölvugræjum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur