Sunnudagur 25.08.2013 - 10:13 - Lokað fyrir ummæli

Kröfuhafar bíða

Það er skiljanlegt að íslenska ríkið vilji ekki hafa frumkvæði í viðræðum við kröfuhafa.  Þá er eðlilegt að kröfuhafar bíði um stund.  Allra augu beinast að dómstólum í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Undirréttur í New York dæmdi nýlega kröfuhöfum í vil í deilu þeirra við Argentínu í skuldabréfamáli sem staðið hefur yfir í rúm 10 ár.  Málið fer nú fyrir Hæstarétt í Bandaríkjunum.  Financial Times hefur fjallað reglulega um þetta mál.

Samkvæmt FT, hefur AGS áhyggur af fordæmisgildi dómsins fyrir önnur ríki ef Hæstiréttur staðfestir dóm undirréttar.  AGS telur að það geti orðið erfitt fyrir ríkisstjórnir að ná samningum við kröfuhafa ef dómurinn stendur, eða eins og haft er eftir AGS í FT:

“The fund remains deeply concerned about the broad systemic implications that the lower court decision could have for the debt restructuring process in general.”

Því hafði AGS ákveðið að standa með Argentínu í þessu dómsmáli, þó lítill vinskapur sé á milli AGS og Argentínu, en Argentína kennir AGS um efnahagslegar ófarir sínar.  Nú hefur AGS hins vegar sagt sig frá þessu máli vegna andstöðu Bandaríkjastjórnar.

Kröfuhafar Argentínu voru heldur ekki ánægðir með fyrirhugaðan stuðning AGS og Financial Times hefur eftir einum helsta lögfræðingi þeirra:

In another letter, Gibson Dunn, the law firm representing Elliott, said any attempt to call IMF intervention neutral was “simply disingenuous”. It said the move would encourage more countries to litigate and ultimately lead to “fewer rather than more successful consensual restructurings”.

Það er eðlilegt að kröfuhafar íslensku bankanna vilji bíða eftir niðurstöðu en ekki er búist við að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki málið fyrir fyrr en í fyrsta lagi í lok september.  Þá er mikilvægt að íslenska ríkið haldi sig í ákveðinni fjarlægð, enda eru það skilgreiningar matsfyrirtækjanna sem ráða þegar kemur að afskiptum ríkja að skuldamálum.  Í nýlegu mati S&P er einmitt vikið að þessu, enda segir þar (feitletrun mín):

The contemplated debt write-offs, if funded through a haircut imposed on existing creditors to the defaulted Icelandic banks (the old banks), could also damage foreign investors’ confidence in Iceland and further delay the lifting of capital controls.

Falli dómur Hæstaréttar Bandaríkjanna kröfuhöfum Argentínu í vil er ákveðin hætta á að störukeppnin hér á landi haldið áfram.

Að lokum er rétt að taka fram að aðrir sérfræðingar sem FT talaði við telja að mál Argentínu sé svo sérstakt að það hafi takmarkað fordæmisgildi.  Eitt er þó víst:  mál Argentínu skapar óvissu sem ekki hefur verið eytt og getur því dregið samningaviðræður hér á landi á langinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur