Mánudagur 16.09.2013 - 11:33 - Lokað fyrir ummæli

Hagræðing er meira en hugmyndir

Hagræðingaráform ríkisins eru í uppnámi.  Vandamálið eru ekki hugmyndirnar heldur útfærslan, hún hefur ekki reynst varanleg.

Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er nú farinn að ganga tilbaka enda var alltaf fyrirsjáanlegt að sú hagræðing væri aldrei sjálfbær heldur hefur hún stórskaðað kerfið.  Þá hafa sameiningar ekki alltaf tekist eins og vænst var og er dæmið um Þjóðskrá athyglisvert, þar sem kostnaður og fjöldi starfsmann hefur aukist þvert á áform.

Vandamálið liggur í lítilli þekkingu og reynslu af hagræðingarstjórnun innan hins opinbera.  Íslendingar eru sérfræðingar í eyðslu, bjartsýni og bruðli – fáir hafa víðtæka þekkingu af hagræðingu og breytingastjórnun.  Án nauðsynlegrar reynslu verður seint hægt að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd.

Það er því ekki nóg að safna hugmyndum, það þarf að huga að því hverjir eigi að framkvæma og hvort þeir hafi reynslu í að ná fram sparnaði.  Það er margt sem bendir til að ekki verði hægt að búast við varanlegri hagræðingu nema skipt verði um fjölda ríkisforstjóra – en þar er auðvita komið að því allraheilagasta í íslensku samfélagi og litlar líkur að þar verði hróflað við málum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur