Mánudagur 23.09.2013 - 13:21 - Lokað fyrir ummæli

Hagsýna húsmóðirin sigrar

Það er varla hægt að hugsa sér meiri mun en á Þjóðverjum og Íslendingum þegar kemur að leiðtogavali.

Þjóðverjar velja hagsýna húsmóður sem kann að spara og fer vel með peninga.  Á því heimili ríkir agi, raunsæi og vinnusemi.

Íslendingar eru hins vegar ginkeyptir fyrir kjánum sem eru enn á mótþróaskeiðinu og hugsa um lítið annað en eigin ímynd og að taka sig vel út í erlendum fjölmiðlum.  Allt gengur út á lýðskrum, bruðl og ofurbjartsýni.

Það er Evrópu til happs að Íslendingar eru ekki nema 320,000 og búa langt frá meginlandinu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur