Mánudagur 21.10.2013 - 08:35 - Lokað fyrir ummæli

$150 megavattstundin

Breska ríkisstjórnin hefur tryggt nýju kjarnorkuveri sem EDF mun byggja í suður Englandi lágmarksverð fyrir hverja megavattstund upp á 150 dollara til afhendingar 2023.  Þetta er um helmingi hærra heildsöluverð en gildir í dag.

Til samanburðar má geta að í árskýrslu Landsvirkjunar er meðalheildsöluverð til rafveitna á Íslandi um 33 dollarar fyrir megavattstundina.

Það er ljóst að græn íslensk orka um sæstreng til Bretlands myndi ekki seljast á lægra verði en orka úr kjarnorkuveri.  Hér er því komin alvöru forsenda fyrir útreikningum á arðsemi sæstrengs.

Fyrir Landsvirkjun að geta selt “ónotað” orku á svona verði fyrir gjaldeyri í stað þess að láta þetta renna í sjóinn er nokkuð sem yfirskuldug þjóð, með ónýtan gjaldmiðil og föst í láglaunafari þarf að skoða af alvöru en ekki með hangandi hendi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur