Færslur fyrir nóvember, 2013

Laugardagur 30.11 2013 - 17:55

Leiðrétting með sjálfsábyrgð

80 ma kr niðurfelling höfuðstóls yfir 4 ár að hámarki 4m kr per heimili getur varla talist skuldaniðurfelling á heimsmælikvarða.  Kröfuhafar munu anda léttar eftir þessa kynningu, enda er upphæðin mun lægri en búist var við. Fyrir kosningar talaði forsætisráðherra um svigrúm upp á 800 ma. kr.  Hinn hluti leiðréttingarinnar, 70 ma kr, er fjármagnaður […]

Laugardagur 30.11 2013 - 09:33

Jólasveinninn fjármagnar?

Það verður spennandi að fylgjast með kynningu á skuldaúrræðum ríkisstjórnarinnar  Sérstaklega verður fróðlegt að sjá hvernig og hver eigi að fjármagna þetta.  Í Morgunblaðinu er haft eftir formanni nefnarinnar sem vann tillögurnar að: „Það var ekki verkefni hópsins að velta fyrir sér tekjuöflun ríkissjóðs í þessu máli. Við gáfum okkur tilteknar forsendur um fjármögnun verkefnisins, […]

Föstudagur 29.11 2013 - 09:38

Fullveldi á brauðfótum

Á meðan ný ríkisstjórn hefur stöðvað ESB aðildarviðræður og Forsetinn sagt að ESB hafi ekki vilja til að klára viðræðurnar eru ríkisstofnanir á fullu að redda fjámálastöðugleika landsins með því að biðla til velvilja ESB þjóða. Það er furðuleg íslensk afstaða sem felur í sér andstöðu við ESB og evru en stuðning við framtíðarstefnu sem […]

Fimmtudagur 28.11 2013 - 08:19

Icesave í bakið

Á fimm ára afmæli hrunsins fékk íslenska þjóðin miður skemmtilega gjöf frá Icesave kröfuhöfum.  Vaxtagreiðslur vegna Icesave hækkuðu um 3.4 ma kr. í erlendum gjaldeyri.  Þetta er upphæð sem munar um og íslenska ríkið verður af, en skattgreiðendur í Hollandi og Bretlandi munu njóta góðs af á meðan íslensk stjórnvöld gefa fátt annað en boðið […]

Miðvikudagur 27.11 2013 - 14:04

ESB stuðningur eykst með Framsókn

Á einu ári hefur stuðningur við ESB aðild aukist frá 33.7% í 41,7% samkvæmt könnun Capacent.  Þetta er aukning um 23% á einu ári (8% stig)   Það kemur kannski ekki öllum á óvart að þetta gerist á vakt Framsóknar. Nú hefur lítið gerst í Evrópumálum á þessu ári nema að viðræður hafa verið stöðvaðar.  Hvað […]

Miðvikudagur 06.11 2013 - 11:15

Aftur í faðm AGS

Kynning Eatwells lávarðar um erlenda greiðslustöðu Íslands kemur ekki á óvart. Kurteis enskur lávarður kemst að þeirri niðurstöðu að  “Ísland hafi frestað gjaldþroti árið 2008 til betri dags” Nú er þessi dagur að renna upp og vandamálið verður aðeins leyst með sameiginlegu átaki stjórnvalda, kröfuhafa og AGS. Vandamál þrotabúanna er því ekki lengur “einkamál” slitastjórnanna.  […]

Þriðjudagur 05.11 2013 - 10:22

80% vilja ESB

80% breskra fyrirtækja telja að Bretlandi sé best borgið innan ESB.  Aðrir valmöguleikar séu byggðir á fölskum væntingum. Þetta segir í nýrri skýrslu sem breska viðskiptaráðið kynnti nýlega.  Þar kemur fram að hagnaður Breta að ESB aðild er metinn á 4-5% af landsframleiðslu. Forsætisráðherra Breta fagnar skýrslunni og telur hana mikilvæga, og auðveldi stjórnmálamönnum að […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur