Mánudagur 16.12.2013 - 11:06 - Lokað fyrir ummæli

Enn um Magma bréfið

Mikið var rætt um sölu á Magma bréfi OR sem fór fyrir borgarráð og dótturfélag ríkisbankans, Landsbréf, bauð í 8.6 ma kr. fyrr á árinu.  Allt var það mál hið undarlegast enda var fjármögnunin ekki tryggð.

Í nýjasta árshlutareikningi OR segir í skýringum að kaupandi bréfsins hafi ekki getað staðið við tilboð sitt og því hafi það fallið úr gildi.  Bréfið situr því enn á efnahagsreikningi OR og er bókfært virði þess nú 8.1 ma kr.

Bréfið var því ekki eins spennandi fjárfestingakostur og ríkisbankinn vildi láta vera, enda er bréfið gefið út af skúffufyrirtæki sem hefur ekkert sjálfstætt sjóðsflæði.

Þetta er vandræðalegt fyrir Landsbréf og ríkisbankann.  Hér hefur verið farið of geyst og ekki vandað nógu vel til verka.  Má rekja nýlegar breytingar á stjórn Landsbréfa til þessa máls?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur