Miðvikudagur 18.12.2013 - 17:07 - Lokað fyrir ummæli

Ódýr afsökun hjá ÓRG

Ólafur Ragnar og Sigmundur Davíð virka eins og tvær hliðar á sama peningi.  Svo virðist sem þeir séu á sameiginlegri herferð gegn matsfyrirtækjunum.  Þeir eru báðir greinilega mikið pirraðir yfir nýjum vinnuaðferðum erlendis.

Þegar ÓRG skellir skuldinni á matsfyrirtækin  “gleymir” hann að spyrja hver mataði matsfyrirtækin á upplýsingum um íslensku bankana?  Hvað lá að baki andvaraleysi matsfyrirtækjanna?

Auðvita áttu matsfyrirtækin að vera á varðbergi þegar þau fengu upplýsingar frá Íslandi og sannreyna þær frá óháðum aðilum.  Það geru þau líklega ekki og það voru þeirra mistök.

En það breytir ekki þvi að á þessum tíma var ÓRG aðalklappstýra bankanna?  Var útrásarvíkingum boðið á Bessastaði í krafti matsfyrirtækjanna?  Réðu þau gestalista þar á bæ fyrir hrun?  Og eftir nýlegan dóm yfir stjórnendum Kaupþings er erfitt að sjá að matsfyrirtækin beri meiri ábyrgð á falli bankanna en þeir, sem var boðið á Bessastaði!  Hvernig á að túlka orð Forsetans?

Nú er öldin önnur.  Brennt barn forðast eldinn og það gera matsfyrirtækin.  Þau treysta ekki blint á íslenskar upplýsingar lengur.  Þetta á ekki upp á pallborðið hjá ÓRG eða SDG.  Þeir eru auðvita öskuillar yfir að matsyfrirtækin vogi sér að fara gegn skuldaleiðréttingarleið Framsóknar og taki sjálfstæðar ákvarðanir þar um.  Þetta varð auðvita til þess að Framsókn neyddist til að hlusta á matsfyrirtækin og lækkaði niðurfellinguna um meira en helming.

Það er eðlilegt að ÓRG sé ekki parhrifinn að lærisveinn hans þurfi að beyja sig fyrir erlendum aðilum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur