Færslur fyrir janúar, 2014

Föstudagur 24.01 2014 - 09:47

Ekki svo auðvelt

Jæja, þá er loksins farið að renna upp fyrir mönnum að það er ekki svo auðvelt að afnema verðtrygginguna.  Það sama á við um gjaldeyrishöftin og lágu launin.  Allt er þetta beintengt við gjaldmiðilinn – krónuna. Krónan er versti óvinur launamannsins – hún þrífst á háum vöxtum og lágum launum. Spurningin sem þeir lægst launuðu […]

Sunnudagur 19.01 2014 - 09:22

x-D sýni á ESB spilin

Það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn sýni á ESB spilin sín. Er flokkurinn kópía af Framsókn eða ætlar flokkurinn að vera breiðfylking þar sem er rými fyrir kjósendur með mismunandi skoðanir í ESB málinu? Hver er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins í Bretlandi, UKIP eða Íhaldsflokkurinn?  Þetta er spurning sem kjósendur framtíðarinnar þurfa svar við. Vinstra megin […]

Laugardagur 18.01 2014 - 12:38

Sovét heilbrigðiskerfi

Íslenska heibrigðiskerfið virkar nú eins og kerfin í gamla Sovét.  Eini munurinn er að á Íslandi flytja læknar jafn og þétt úr landi og setjast að þar sem markaðslögmálin fá að gilda.  Þetta var ekki leyft í Sovét – enda var lausnin þá að banna fólki að flytja til annarra landa. Íslenskir stjórnmálamenn hafa engar […]

Fimmtudagur 16.01 2014 - 12:45

Stórt og dýrt bankakerfi

New York Times er með úttekt á íslenskum bönkum eftir hrun og kemst að þeirri augljósu niðurstöðu að bankar á Íslandi séu of stórir og dýrir fyrir þann litla markað sem þeir þurfa að þjóna innan hafta. Líklega voru það mistök að endurreisa Landsbankann eftir hrun með peningum skattgreiðenda.  Sá banki var of laskaður með […]

Sunnudagur 12.01 2014 - 08:32

ESB: Skaðleg framsóknarlógík

Í helgarútgáfu Fréttablaðsins flettir Þorsteinn Pálsson vel ofan veikum fyrirslætti núverandi ríkisstjórnar hvers vegna ekki megi að láta þjóðina ráða hvort ESB viðræðum verði haldið áfram. Forysta Sjálfstæðisflokksins mætti í þessu máli taka systurflokk sinn í Bretlandi sér til fyrirmyndar. Forsætisráðherra Breta hefur sagt að ekki komi annað til greina en að leyfa bresku þjóðinni […]

Laugardagur 11.01 2014 - 08:39

Verðbólguplástrar

Enn eina ferðina á að reyna að ráðast á verðbólgudrauginn með plástrum.   Þetta var reynt alloft á síðustu öld og endaði alltaf á einn veg.  Verðbólgudraugurinn vann ætíð, enda ódrepandi með krónuna sem hjarta. Nú reyna menn á nýrri öld og ætla að koma að draugnum sofandi þar sem hann mókir eftir 10% hækkunn krónunnar […]

Föstudagur 10.01 2014 - 12:34

Skuldaleiðrétting eða afleiða?

Eitt mikilvægasta atriðið sem Alþingi þarf að taka ákvörðun um þegar lög um skuldaleiðréttingu verða lögð fram og afgreidd er hvort lántakendur þurfa að “borga” fyrir leiðréttinguna með því að afsala sér rétti til endurfjármögnunar. Þetta er mikilvægt þar sem endurfjármögnunarvalmöguleikinn getur verið mjög verðmætur og í sumum tilfellum verðmætari en skuldaleiðréttingin sjálf.  Sérstaklega á […]

Miðvikudagur 08.01 2014 - 17:00

Ekki banna verðtrygginguna!

Leiðin út úr verðtryggingunni er ekki að banna hana heldur afnema þá “einokun” sem verðtryggingin býr við og skekkir alla samkeppni. Vandamálið við verðtrygginguna er að hún hefur alltaf verið verðlögð á einokunargrundvelli. Neytendur hafa borgða of hátt verð fyrir verðtrygginguna í skjóli “einokunarumhverfis” fagfjárfesta.  3.5% lögbundin ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða og bann lánastofnana við að bjóða […]

Fimmtudagur 02.01 2014 - 09:16

2013: Jenið féll 26%

Japanska jenið féll 26% gagnvart krónunni á síðasta ári.  Þar með fengu þeir sem enn eru með lán í jenum stærstu “leiðréttinguna” á síðasta ári og það STRAX. Frá ágúst 2008 til loka árs 2013 hækkaði jenið um 43% gagnvart krónu.  Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs til verðtryggingar um 36%. Það er því alls […]

Miðvikudagur 01.01 2014 - 15:46

2014

Árið 2013 var ár fjárfesta, allar vísitölur ruku upp nema gull og ríkisskuldabréf. Þetta er að miklu leyti bandaríska seðlabankanum að þakka sem hefur haldið áfram að dæla peningum inn í hagkerfið og haldið vöxtum í sögulegu lágmarki.  En allt tekur enda. Ávöxtunarkrafa á bandarísk ríkisskuldabréf er þegar farin að hækka og aðeins er tímaspursmál […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur