Fimmtudagur 02.01.2014 - 09:16 - Lokað fyrir ummæli

2013: Jenið féll 26%

Japanska jenið féll 26% gagnvart krónunni á síðasta ári.  Þar með fengu þeir sem enn eru með lán í jenum stærstu “leiðréttinguna” á síðasta ári og það STRAX.

Frá ágúst 2008 til loka árs 2013 hækkaði jenið um 43% gagnvart krónu.  Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs til verðtryggingar um 36%.

Það er því alls ekki víst að þeir sem tóku lögleg lán í jenum og hafa haldið í þau komi verr út en krónulántakendur þegar allt verður gert upp í lokin.

Þrátt fyrir þetta mikla gengissig jensins er verðbólga í Japan margfalt lægri en á Íslandi og vextir hafa ekki rokið upp eins með krónunni.

Nei, Japan fær litla umræðu í íslenskum fjölmiðlum.  Ætli það sé vegna þess að Ólafur Ragnar fær ekki sama “norðurslóða” status þar og í Kína og Rússlandi?

Það er hreint ótrúlegt að horfa á hvernig ÓRG hefur breyst frá því að vera klappstýra útrásarvíkinganna yfir í að leika sama hlutverk fyrir Kína og Rússland á norðurslóðum.

Það er mikill misskilningur að halda að Ísland sé í einhverri lykilstöðu á norðurslóðum, en hins vegar er Ísland lykill Kínverja að norðurslóðum enda veikasti hlekkurinn í þeim heimshluta.   Það er engin furða að nágrannaríki Íslands hafi áhyggjur af utanríkispólitík ÓRGs og vilji kynna sér hana frá fyrstu hendi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur