Miðvikudagur 19.02.2014 - 08:50 - Lokað fyrir ummæli

Dýr verður Már allur!

Bloomberg sjónvarpsstöðin flytur okkur þær fréttir í morgun að Ísland sé að íhuga risaskuldbréfaútgáfu til að borga björgunarlánin frá nágrannalöndunum og AGS tilbaka.

Tímasetningin er varla tilviljun.  Auðvita er skynsamlegt að prófa markaðinn núna áður en erlendir vextir fara að hækka.  En þessi tilkynning mun einnig hjálpa núverandi seðlabankastjóra.

Það væri óðs manns æði að fara að skipta út seðlabankastjóra á sama tímapunkti og ríkið íhugar endurkomu út á hinn alþjóðlega fjármálamarkað.  Það myndi eingöngu auka óvissu og hækka vaxtaálagið á útgáfunni.

Það gæti því orðið ansi dýrt fyrir þjóðarbúið að gera breytingar á Seðlabankanum einmitt nú.  En hvenær hafa Íslendingar íhugað kostnaðinn þegar þeir vilja breyta hlutunum?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur