Laugardagur 22.02.2014 - 07:16 - Lokað fyrir ummæli

EES of ódýr!

Líklegt er að þegar Ísland formlega lokar á ESB viðræður munu menn í Brussel draga þá ályktun að EES samningurinn sé of ódýr.

Þetta er fullkomlega rökrétt í ljósi orða utanríkisráðherra Íslands sem sagði að ESB gæti ekki tekið á móti velmegandi ríki eins og Íslandi.

ESB hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að öll samskipti við annað velmegandi ríki, Sviss, sé til endurskoðunar og því má búast við að EES samningurinn verði tekinn upp af hálfu ESB í náinni framtíð.

Þegar fátækasta ríkið í hópi hinna velmegandi velur EES í stað aðilar sýnir það að verðlagningin á aðgangi að innri markaði ESB í gegnum EES er of lág.

Noregur, Ísland, Lichtenstein og Sviss mega því búast við að þurfa að borga hærri upphæðir og meiri fullveldisskerðingu fyrir aðganga að innri markaði ESB í framtíðinni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur