Mánudagur 03.03.2014 - 16:05 - Lokað fyrir ummæli

Pínlegt Pútíndaður

Norðurslóðastefna ÓRG með St. Pétursborg og Rússland sem þungamiðju hefur strandað á Krímskaganum.

Það hefur alltaf verið ljóst að lýðræðisþjóðir á norðurhveli jarðar eru skeptískar á norðurslóðastefnu sem byggir á Pútíndaðri.   Íslendingar héldu hins vegar að í þessu fælist lausn á ESB vandræðum þjóðarinnar.  Annað kemur núna í ljós.

Í dag standa Íslendingar uppi stefnulausir.  Þeir vilja ekki ESB og norðurslóðastefnan er lítið annað en hégómi og óskhyggja.

Þjóðaratkvæði um framhald ESB viðræðna hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur