Færslur fyrir maí, 2014

Fimmtudagur 22.05 2014 - 13:09

Hagnaður bankanna?

Nú þegar stóru bankarnir 3 hafa birt uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung er vert að bera rekstur þeirra saman. Íslandsbanki setur rekstrarreikning upp miðað við íslenskar aðstæður eftir hrun. Lykilstærðin er hagnaður fyrir virðisrýrnun og virðisbreytingu útlána.  Þar með reynir bankinn að aðgreina venjulegan rekstur frá hagnaði sem myndast vegna hrunsins.  Þetta er mikilvægt þar sem […]

Föstudagur 16.05 2014 - 10:20

Landsbankamistökin

Ein mestu mistökin eftir hrun var að endurreisa Landsbankann, banka sem var ónýtur eftir Icesave ævintýrið. Þegar vinstri stjórnin ákvað að ríkið ætti að eiga og reka banka hljóp aldeilis á snærið hjá kröfuhöfum. Á einu augnabliki urðu innlendar eignir þrotabúanna, sem voru á þeim tíma illseljanlegar, allt í einu markaðsvara. Íslendingar vildu halda í […]

Miðvikudagur 14.05 2014 - 06:56

Landsbankinn toppar Icelandair

Þóknun stjórnarformanns Landsbankans er 600,000 kr á mánuði á meðan sambærileg þóknun hjá Icelandair er 550,000 kr. Stjórnmálamenn ættu því að fara varlega í að gagnrýna Icelandair á meðan þeirra eigin sjoppa borgar betur! Auðvelt er að blekkja með prósentureikningi og hér er alveg sérstalega ómaklega vegið að stjórnarformanni Icelandair sem hefur verið lykilinn í […]

Mánudagur 12.05 2014 - 07:42

Skuldabréfið og ESB

Í sinni einföldustu mynd er stóra skuldabréf Landsbankans nýtt seljandalán frá kröfuhöfum fyrir þeim innlendu eignum sem þrotabúið seldi nýja Landsbankanum, t.d. sjávarútvegslán og fasteignalán. Seljandinn, þrotabúið, er með veð í eignasafni Landsbankans sem tryggingu fyrir greiðslu og þau veðbönd losna ekki fyrr en skuldabréfið er greitt upp. Vandamálið er að stjórnvöld voru með í […]

Laugardagur 10.05 2014 - 08:40

Úr skjóli í mótvind haftanna

Það skjól sem krónan og gjaldeyrishöftin veittu fyrstu árin eftir hrun hefur snúist upp í mótvindi sem eykst með hverju árinu og heldur heimilunum og fyrirtækjunum í heljargreipum. Látum tölur úr nýlegri grein Financial Times tala. Þar er vísað í að fjármagnskostnaður írska ríkisins sé orðinn lægri en hjá Bretum þrátt fyrir að Bretland hafi […]

Föstudagur 09.05 2014 - 07:27

Kröfuhafaboltinn hjá stjórnvöldum

Landsbankinn og kröfuhafar mega vera þokkalega sáttir við þann samning sem þessir “einkaaðilar” hafa náð. Landsbankinn fær lengingu og kröfuhafar hærri vexti. Þeir hafa lokið sinni vinnu. Nú er komið að Seðlabankanum og stjórnvöldum að klára sinn hluta málsins. Ríkisbankinn segir að þetta sé mikilvægur áfangi í að lyfta höftum og jákvæður samningur fyrir þjóðarbúið. […]

Fimmtudagur 08.05 2014 - 10:19

Næsta bankakrísa

Sérfræðingar erlendis eru farnir að spá að næsta bankakrísa verði ekki eiginfjárkrísa heldur lausafjárkrísa. Ástæðan er fjármögnun bankanna. Þeir eru í miklu mæli fjármagnaðir með óbundnum innistæðum sem bera litla ávöxtun og þar með er fátt sem heldur þessu fé inni í bönkunum ef óróleiki skapast á mörkuðum. Þessi sviðsmynd mætti fá meiri athygli hér […]

Miðvikudagur 07.05 2014 - 07:12

Gamli “Dansk” verður dýr

Það er alltaf hægt að treysta því að Íslendingar velji dýrustu lausnirnar hverju sinni. Nú á að fara að innleiða 200 ára gamalt danskt húsnæðiskerfi sem ég dreg stórlega í efa að Danir myndu sjálfir velja nú á 21. öldinni, ef þeir ættu að byrja upp á nýtt. Aðeins sú staðreynd að það eigi að […]

Sunnudagur 04.05 2014 - 07:47

Eru rúbluvextir handan við hornið?

Eitt hefur Pútin ekki tekist og það er að tryggja Rússum sömu vaxtakjör á fasteignalánum og evruríkin búa við. Rússland hefur sömu lánshæfiseinkunn og Ísland, BBB-, er með sveiflukennda hagstjórn og glímir við háa verðbólgu en er ekki með verðtryggingu eða gjaldeyrishöft eins og Ísland. Verðbólgan í Rússlandi er 6.9% og vextir á húsnæðislánum um […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur