Sunnudagur 13.07.2014 - 07:44 - Lokað fyrir ummæli

AGS: Afnám hafta byrjar 2017

Í nýrri úttekt frá AGS koma fram athyglisverðar forsendur um losun hafta. Þar er talað um að losun kvikra aflandskróna verði lokið 2016 og að afnám á almennum höftum geti því byrjað 2017.

… staff assumes a gradual release of all offshore liquid krona holdings by end-2016. Beginning 2017, the authorities begin a gradual easing of controls on residents and the old bank estates.

Þá telur AGS að útborgun á erlendum gjaldeyri í eigu kröfuhafa geti hafist á sama tíma. Til að þessar forsendur haldi þarf að ná samningum við kröfuhafa á þessu kjörtímabili og leggur AGS mikla áherslu á að sú vinna byggist á fyrirfram ákvörðuðu ferli sem sé gagnsætt, heilstætt og unnið í samvinnu við alla hagsmunaaðila.

Þá varar AGS sérstaklega við einhliða aðgerðum, svo sem gjaldþrotaleiðinni þar sem henni fylgi lagaleg áhætta og orðsporsáhætta sem geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.  Taka verður þessa viðvörun frá AGS alvarlega, sérstakleg í ljósi nýlegs dóms hæstaréttar Bandaríkjanna þar sem Argentína tapaði mikilvægu máli gegn kröfuhöfum, enda telur AGS að sá dómur geti haft fordæmisgildi.

Það er því varla tilviljun að allt fer á fleygiferð í máli kröfuhafa strax og þessi dómur í Bandaríkjunum fellur. Liklegt verður að telja að AGS hafi tekist að sannfæra fjármálaráðherra að eina færa leiðin væri samningaleiðin með erlendan fagmann við stýrið.

Forsendur AGS gera hins vegar ráð fyrir að það verði tæplega þessi ríkisstjórn sem aflétti höftunum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur