Færslur fyrir janúar, 2015

Miðvikudagur 28.01 2015 - 09:02

Vaxtagjöld Íslands hærri en Grikklands!

Grískir stjórnmálamenn segja að Grikkland sé að kikna undan lánum.  En er svo, er vaxtabyrði gríska ríkisins t.d. hærri en íslenska ríkisins? Við fyrstu sýn virðist svo.  Miðað við landsframleiðslu eru skuldir Grikklands 175% en 97% á Íslandi. En höfuðstóllinn segir ekki allt.  Hver er vaxtakostnaðurinn af þessum lánum? Vaxtagjöld íslenska ríkisins eru áætluð um […]

Þriðjudagur 27.01 2015 - 10:33

Er fasteignaverð of lágt?

Það er ekki aðeins framboð og eftirspurn sem ákvarðar fasteignaverð.  Staðsetning og væntingar um raunvaxtastig skipta oft meira máli. Í dag er raunvaxtamunur á milli Íslands og hinna Norðurlandanna í hæstu hæðum og erfitt að sjá að sá munur haldi.  Til að átta sig betur á því er gott að skoða dæmi. Í Danmörku er […]

Mánudagur 26.01 2015 - 10:52

Íslenskir Grikkir

Það er margt líkt með Grikklandi og Íslandi þegar kemur að peningum.  Bæði löndin hafa langa sögu af bruðli.  Í báðum löndunum var það lítil klíka sem hafði stjórnmálastéttina í vasanum og gat platað erlenda sparifjáreigendur, sérstaklega Þjóðverja, til að dæla peningum til sín, sem siðan voru notaðir í alls konar bruðl og vitleysu. Mjög […]

Sunnudagur 25.01 2015 - 16:16

Krónan er hávaxtahaftaevra

Þegar prentvélar Evrópska Seðlabankans voru ræstar nýlega og evran féll, fylgdi króna í kjölfarið eins og þægur kjölturakki.  En Íslendingar fengu aðeins gengisfellinguna, ekki lágu vextina eða frelsið. Íslenska krónan hefur nú verið aðlöguð að gengi evrunnar með hjálp hafta og hárra vaxta. Þetta kalla menn sjálfstæða peningamálastefnu!  Já, það er ekki öll vitleysan eins. […]

Laugardagur 24.01 2015 - 10:03

Bankamistök

Rauði þráðurinn í íslenskri bankasögu eru mistök. Það voru mistök gerð þegar bankarnir voru einkavæddir, það voru herfileg mistök gerð sem leiddu til þess að þeir hrundu allir og svo voru auðvitað mistök gerð þegar þeir voru endurreistir og það verða gerð mistök þegar þeir verða loksins seldir aftur. Afleiðing af öllum þessum mistökum er […]

Föstudagur 23.01 2015 - 11:12

0.73% lánsvextir í Danmörku

Vaxtamunur á íbúðarlánum í Danmörku og á Íslands er orðinn næstum 10 faldur. Það kostar það sama að fjármagna bíl á Íslandi og íbúð í Danmörku! Fastvaxtalán til 5 ára bera 0.73% vexti í Danmörku en 7.1% á Íslandi.  Þetta er þrátt fyrir höftin og allt það skjól sem þau veita!  Á sama tíma hafa […]

Fimmtudagur 22.01 2015 - 15:47

Frá París til Davos

Nú fer fram hin árlega Davos ráðsefna þar sem áhrifamestu leiðtogar heims í stjórnmálum og viðskiptum hittast og skiptast á skoðunum. Og eins og í París á dögunum er enginn áhrifamaður frá Íslandi þar á dagskrá.  Líklega er Ísland eina Evrópulandið þar sem Davos er ekki fjölmiðlaefni.  Þetta undirstrikar þá alþjóðlegu einangrun sem nú einkennir […]

Mánudagur 19.01 2015 - 10:11

Verðmæti í ESB umsókn

Það geta falist mikil verðmæti í ESB umsókn sem liggur á ís.  Til að átta sig á þessum verðmætum þurfa menn að leita í smiðju afleiðufræða, nánar tiltekið verðlagningar valréttar (e. option pricing). Samþykkt umsóknarferli felur í sér valrétt sem Íslendingar geta tekið upp hvenær sem er.  Afturkölluð umsókn eyðir þessum valrétti án þess að […]

Föstudagur 16.01 2015 - 10:10

Plottið um bankana

Plottið um bankana heldur áfram. Nú hafa kröfuhafar danglað ómótstæðilegri gulrót fyrir framan Framsókn.  Þeir vilja afhenda Arion banka – gamla Búnaðarbankann – ríkinu, þegar um 2 ár eru eftir af kjörtímabilinu, sem er akkúrat nógur tími til að koma bankanum í hendur nýrra eigenda, t.d. Kaupfélags Skagfirðinga? Þar með er hægt að fara í […]

Þriðjudagur 13.01 2015 - 08:56

Hvar er litla gula hænan?

Hér hefur áður verið skrifað um hið bagalega leiðtogaleysi sem hrjáir Ísland.  Fátt undirstrikar þetta vandamál betur en fjarvistir íslenskra ráðamanna í samstöðugöngunni í París.  Ísland gat ekki einu sinni sent sendiherra í þá göngu. Svo virðist sem enginn hafi nennt að hafa frumkvæði að því að taka þetta mál föstum tökum, hvorki forsætisráðherrann né […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur