Föstudagur 23.01.2015 - 11:12 - Lokað fyrir ummæli

0.73% lánsvextir í Danmörku

Vaxtamunur á íbúðarlánum í Danmörku og á Íslands er orðinn næstum 10 faldur.

Það kostar það sama að fjármagna bíl á Íslandi og íbúð í Danmörku!

Fastvaxtalán til 5 ára bera 0.73% vexti í Danmörku en 7.1% á Íslandi.  Þetta er þrátt fyrir höftin og allt það skjól sem þau veita!  Á sama tíma hafa vextir á 30 ára fastvaxtalánum fallið niður í 2% hjá dönskum fjármálastofnunum.

Kostnaðurinn sem fylgir krónunni og lélegri efnahagsstjórnun er óheyrilegur en vaxtamunurinn segir ekki allt.  Þetta vaxtaokur heldur líka launum niðri.  Atvinnurekendur geta ekki bæði borgað háa vexti og há laun, menn verða að velja og á Íslandi hafa menn valið krónuna og vaxtaokrið.

Eina leiðin til lækka þetta vaxtaokur og hækka launin er að fara leið Dana og ganga í ESB.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur