Færslur fyrir apríl, 2015

Fimmtudagur 30.04 2015 - 08:08

Laun sliga sveitarfélögin

Nýleg ársuppgjör sveitarfélaganna sýna vel hvernig ófjármagnaðir kjarasamningar á síðasta ári eru að sliga rekstur þeirra. Hjá Reykjavíkurborg var hagnaður á A-hluta upp á 3.1 ma kr. 2013 en ári síðar er A-hlutinn kominn í 2.8 ma kr. taprekstur.  Stærsti hluti útgjalda sveitarfélaga eru laun og launatengd göld.  Sem hlutfall af heildartekjum Reykjavíkurborgar var þessi […]

Miðvikudagur 29.04 2015 - 14:02

Borgun malar gull

Borgunarmenn sýna hvernig snúa á á ríkið og fá eignir á spottprís.  Tölurnar sem hafa verið birtar um hagnað og arðgreiðslur eru hreint ótrúlegar. Svo virðist sem Borgun hafi verið seld á hressilegu undirverði af ríkisbankanum.  Látum tölurnar tala. Landsbankinn selur 31.2% í Borgun á 2.2 ma kr.  Þetta þýðir að bankinn metur Borgun á […]

Mánudagur 27.04 2015 - 08:55

Viðvörun Seðlabankans

Í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðuleika er að finna þríhliða viðvörun til viðskiptabankanna og FME. Seðlabankinn hefur áhyggur að áhættan í íslensku bankarekstri gæti aukist og stöðuleiki minnkað vegna:- – Viðvarandi lélegs grunnreksturs viðskiptabankanna – Hárra arðgreiðslna – Innleiðingu innramatsaðferðar við útreikning á eiginfjárkröfu Það sem er athyglisvert er að þessi þrjú atriði eru innbyrðis tengd. […]

Laugardagur 25.04 2015 - 10:20

Veikasti hlekkur Landsvirkjunar

Landsvirkjun er flott fyrirtæki sem er 50 ára í ár eins og forstjórinn rekur í grein í Morgunblaðinu í dag.  Þar er farið yfir víðan völl eins og við er að búast á stórafmæli.  Það sem er einna athyglisverðast við greinina er stuttur kafli sem nefnist “Viðskiptaforsendur ráða”. Þar kemur sú skoðun forstjórns skýrt fram, […]

Miðvikudagur 22.04 2015 - 09:33

Salan á FIH og tap Seðlabankans

Nokkrar umræður hafa spunnist um söluna á FIH sem Seðlabankinn tók allsherjar veð í fyrir hrun. Þetta er nokkuð flókið og margslungið mál. Danskir fjölmiðlar gerðu þessu góð skil 2010 og þá ritaði ég eftirfarandi færslu: “Danir hafa þvingað fram brunaútsölu á FIH bankanum sem Seðlabankinn lánaði nær 80 ma kr. rétt áður en Kaupþing hrundi. Eftir […]

Laugardagur 18.04 2015 - 12:45

Sparisjóðskerfið hrynur

Sparisjóðskerfið er í dauðateygjunum.  Fall Sparisjóðs Vestmannaeyja hefur vakið FME og stjórnir hinna sjóðanna upp af þyrnirósasvefni og nú þeysast menn um landið til að kíkja í lánasöfnin og ekki er allt sem sýnist í þeim málum.  Reynt er að redda, hlutafélagavæða og selja áður en allt fellur.  Allt eru þetta týpísk íslensk vinnubrögð og […]

Föstudagur 17.04 2015 - 16:31

Mistök HB Granda

Laun stjórnar HB Granda er algjört klúður.  Launin eftir 33% hækkun eru enn undir meðaltali launa stjórnarmanna í skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Vandamálið byrjaði í skráningarferlinu. HB Grandi hefur aðeins verið á markaði í tæpt ár.  Félagið var tekið inn í kauphöllina í apríl 2014 með stjórnarlaun sem voru langt frá því að vera samkeppnishæf.  […]

Föstudagur 17.04 2015 - 10:27

Stoltenberg og Ólafur Ragnar

Eins og vanalega er Forseti Íslands víðsfjarri þegar framkvæmdastjóri NATO heimsækir Ísland.  Varnarmál landsins eru ekki hátt skrifuð hjá forseta vorum og líklega eru fá lönd innan SÞ þar sem þjóðhöfðinginn sýnir varnarmálum þjóðar sinnar jafn mikið skeytingarleysi og á Ísland. Fyrir stofnríki NATO er þessi staða mjög vandræðaleg, sérstaklega í ljósi þess að Norðurlöndin […]

Mánudagur 13.04 2015 - 08:52

Bónusar ekki vandamálið

Bónusar í sjálfu sér er ekki vandamálið á íslenskum fjármálamarkaði.  Sparisjóður Vestmannaeyja borgaði ekki bónusa og þar var engin fjárfestingabankastarfsemi, samt féll hann.  Það er nokkuð sem stjórnmálastéttin mætti íhuga. Þegar menn banna bónusa í einni atvinnugrein en ekki öðrum er samkeppnisstaða um starfsfólk skekkt.  Allar atvinnugreinar keppa um besta starfsfólkið og þar er samkeppnin […]

Sunnudagur 12.04 2015 - 06:50

“Speak softly and carry a big stick”

Þessi orð, sem tileinkuð eru Teddy Roosevelt, komu upp í hugann eftir digurbarkalegar yfirlýsingar forsætisráðherra um losun fjármagnshafta. Engum forsætisráðherra í nágrannalöndunum dytti í hug að tala svona. Þar er hefð fyrir því að sjálfstæðir og sterkir seðlabankastjórar stjórni peningamálastefnunni. Hlutverkaskipunin í afnámsferlinu er óljós og það dregur úr trausti. Það er lágmarkskrafa að ráðamenn […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur