Föstudagur 17.04.2015 - 16:31 - Lokað fyrir ummæli

Mistök HB Granda

Laun stjórnar HB Granda er algjört klúður.  Launin eftir 33% hækkun eru enn undir meðaltali launa stjórnarmanna í skráðum fyrirtækjum í Kauphöllinni. Vandamálið byrjaði í skráningarferlinu.

HB Grandi hefur aðeins verið á markaði í tæpt ár.  Félagið var tekið inn í kauphöllina í apríl 2014 með stjórnarlaun sem voru langt frá því að vera samkeppnishæf.  Það hefði átt að hringja viðvörunarbjöllum hjá bæði fjárfestum og Kauphöllinni.  Hvernig er tryggt að besta fólkið veljist inn í stjórn félags sem ekki borgar markaðslaun?  Á hvaða forsendum er stjórnin þá valin?

Þetta dæmi sýnir vel að íslenski markaðurinn á enn langt í land við innleiðingu á faglegum stjórnarháttum.  Lágmarkskrafa er að velja einstaklinga í stjórnir sem hafa eitthvað fram að færa, hafa bein í nefinu og setja fram eðlilegar kröfur um ásættanleg laun og vinnuumhverfi.

Í nágrannalöndunum tíðkast það að stjórnir hafi tilnefningarnefndir sem vinna faglega með óháðum ráðgjöfum við val á nýjum stjórnarmönnum.  Grunnurinn í þeirri vinnu eru skýrar starfslýsingar fyrir hvern og einn stjórnarmann þannig að tryggt sé að félagsstjórn hafi alltaf á að skipa breiðan hóp einstaklinga með nægilega þekkingu og reynslu af helstu rekstrarsviðum félagsins.  Svona vinnuaðferðir eru hvergi mikilvægari en í litlum kunningjasamfélögum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur