Fimmtudagur 30.04.2015 - 08:08 - Lokað fyrir ummæli

Laun sliga sveitarfélögin

Nýleg ársuppgjör sveitarfélaganna sýna vel hvernig ófjármagnaðir kjarasamningar á síðasta ári eru að sliga rekstur þeirra.

Hjá Reykjavíkurborg var hagnaður á A-hluta upp á 3.1 ma kr. 2013 en ári síðar er A-hlutinn kominn í 2.8 ma kr. taprekstur.  Stærsti hluti útgjalda sveitarfélaga eru laun og launatengd göld.  Sem hlutfall af heildartekjum Reykjavíkurborgar var þessi útgjaldaliður 50.5% árið 2013 en er orðinn 57.5% fyrir árið 2014.  Þetta er þrátt fyrir að tekjur Reykjavíkur á A-hluta hækkuðu um 3.5% á sama tímabili.  Skýringuna er að mestu að finna í hækkun á launum og launatengdum gjöldum.  Meðalmánaðarlaun (án launatengdra gjalda) per stöugildi fyrir árið 2013 voru kr. 480,000 en hækka um 10% á milli ára og eru orðin kr. 527,000 í síðasta ársreikningi.  Á sama tíma fjöldar stöðugildum um 98 upp í 6,826.

Svona ófjármagnaðar launahækkanir, sem snúa hagnaði í tap og ógna stöðugleika, munu koma niður á annarri starfsemi sveitarfélaganna.  Ekki eru til peningar í allt.  Það er augljóst að skera þarf þjónustu niður og enn þarf að halda viðhaldi gatna og mannvirkja í lágmarki.  Mikilvægt er að forgangsraða verkefnum gaumgæfilega þegar fjármagn í aðra þætti en laun dragast svona saman. Þrenging á íbúðargötum mun seint laga rekstur Reykjavíkurborgar.  Betur má ef duga skal.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur