Færslur fyrir júní, 2015

Þriðjudagur 30.06 2015 - 07:02

Hvers vegna lokar Actavis?

Af hverju lokar Actavis verksmiðju sinni hér á landi? Nú er Ísland á margan hátt kjörið land til lyfjaframleiðslu, hér er hreint vatn og loft, græn orka og menntað starfsfólk á lágum launum. Vandamálið er hins vegar íslenskur óstöðugleiki, hátt vaxtastig og frumstæður fjármálamarkaður íslensku krónunnar. Er samband á milli þess að Ísland dregur ESB […]

Mánudagur 29.06 2015 - 09:45

Grikkir áfram í evrunni

Bandaríkjamenn vilja að Grikkir verði áfram í evrunni og þeir munu líklega ná að sannfæra Þjóðverja um að semja við Grikki. Stífni Þjóðverja og popúlismi Grikkja hefur gert þessa deilu allt of erfiða og langdregna. Það er kominn tími til að menn semji á viðskiptalegum forsendum. Það er athyglisvert að bera saman Grikkland og Puerto […]

Fimmtudagur 25.06 2015 - 08:55

„Another one bites the dust“

Titilinn gæti verið nafn á stefnu stjórnvalda þegar kemur að sparisjóðum landsins. Nú er sparisjóðskerfið endanlega hrunið eins og svo margt sem fyrri kynslóðir byggðu upp af eljusemi. Svona fer þegar stjórmálamenn láta innihaldslausar yfirlýsingar taka við af faglegri stefnumótun. Þetta er nefnilega hætt að reddast. Afleiðingin af hruni sparisjóðanna er að líklega eru yfir […]

Miðvikudagur 24.06 2015 - 06:03

EES gerir afnám hafta erfitt

Það eru ekki kröfuhafar sem verða þeir erfiðustu þegar kemur að afnámi hafta, það hlutverk hefur ESB. Nú þegar Ísland hefur gefið út yfirlýsingu um að afnám hafa standi yfir er eðlilegt að álykta sem svo að EES undanþágan sem Ísland hefur haft frá hruni um frjálst fjármagnsflæði sé á endastöð. ESB gefur ekki afslátt […]

Laugardagur 20.06 2015 - 07:21

Kanadískan banka, takk!

Ef Íslendingar geta ekki fengið kanadíska dollarann sem gjaldmiðil ættu þeir að reyna að fá kanadískan banka til landsins. Það varð ekkert bankahrun í Kanada, því þar kunna menn að reka banka. Í Kanada er mikil reynsla af því að reka banka sómasamlega í 20 ár samfellt. Engin slík reynsla er á Íslandi og því […]

Föstudagur 19.06 2015 - 10:31

Stefnuleysi í húsnæðismálum ríkisins

Þegar kemur að húsnæðismálum ríkisins er stefnuleysið sláandi. Gróf séð má skipta ríkisfyrirtækjum og stofnunum í 3 flokka þegar kemur að húsnæðismálum: Í fyrsta flokki eru ríkisfyrirtæki og stofnanir utan fjárlaga svo sem ÁTVR, Isavia, FME, Landsbankinn og Seðlabankinn. Hjá þessum stofnunum er yfirleitt ekkert til sparað. Alltaf er keypt það fínasta og flottasta. Það […]

Mánudagur 15.06 2015 - 16:42

Krónan ekki lausnin

Hagfræðingar hins virta dagblaðs Financial Times hafa komist að annarri niðurstöðu um krónuna en íslenskir kollegar þeirra. Gengisfelldur gjaldmiðill er engin lausn segir Martin Sandbu í grein á vefsíðu blaðsins í dag: “In sum, the lessons we should draw from Iceland are nuanced – there is no real argument for copying their entire policy package […]

Mánudagur 15.06 2015 - 08:02

Markaðsbúskapur án markaðslausna

Ísland er gott dæmi um þjóðfélag þar sem menn rembast við að reka markaðsbúskap án markaðslausna. Höftum, skömmtunum og lögum er beitt í stað þess að finna sameiginlegar lausnir. Menn sömdu ekki um Icesave og ekki um markrílinn og ekki hafa samningar náðs við hjúkrunarfræðinga en samningar virðast ætla að takast við kröfuhafa enda hafa […]

Sunnudagur 14.06 2015 - 07:07

„Krónugettó“ framtíðarinnar

Einhver mestu forréttindi við afnám hafta er að fá aftur erlend lán á vöxtum sem fólk ræður við. En þau lán verða ekki til allra eins og fyrir hrun. Þau verða líklega aðeins fyrir þá sem tilheyra gjaldeyrishagkerfinu og svo fáa útvalda vini stjórnmálastéttarinnar. Þannig mun afnám hafta auka efnahagslega stéttaskiptingu. Þeir sem munu fá […]

Föstudagur 12.06 2015 - 11:06

Las Vegas norðursins opnar aftur!

Seðlabankastjóri hefur tilkynnt á Bloomberg að spilavíti norðursins muni opna aftur eftir 7 ára lokun. Hann lofar betri stjórnun og býður spekúlanta velkomna en biður þá að kunna sér hófs. Hér er ég auðvitað að tala um hin frægu vaxtamunaviðskipti sem byggja á að erlendir spekúlantar taka lán í erlendum gjaldeyri sem þeir láta íslenska […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur