Föstudagur 19.06.2015 - 10:31 - Lokað fyrir ummæli

Stefnuleysi í húsnæðismálum ríkisins

Þegar kemur að húsnæðismálum ríkisins er stefnuleysið sláandi. Gróf séð má skipta ríkisfyrirtækjum og stofnunum í 3 flokka þegar kemur að húsnæðismálum:

  • Í fyrsta flokki eru ríkisfyrirtæki og stofnanir utan fjárlaga svo sem ÁTVR, Isavia, FME, Landsbankinn og Seðlabankinn. Hjá þessum stofnunum er yfirleitt ekkert til sparað. Alltaf er keypt það fínasta og flottasta. Það væsir ekki um starfsmenn í þessum flokki.
  • Í öðrum flokki eru ráðuneytin og stofnanir á fjárlögum sem fá forgang hjá stjórnmálastéttinni. Þarna er húsakostur yfirleitt þokkalegur en íburður er minni en í fyrsta flokki.
  • Í þriðja flokki er svo Landsspítalinn og aðrar stofnanir sem ekki eru í náðinni. Þarna þurfa sumir að hýrast í gámun og aðrir berjast við myglusvepp.

Hver vegna lætur ríkið svona stéttaskiptingu viðgangast? Af hverju fá sumir að bruðla en aðrir þurfa að spara? Er ekki hægt að setja fyrirtækjum og stofnunum ríkisins húsnæðisstefnu líkt og launastefnu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur