Mánudagur 29.06.2015 - 09:45 - Lokað fyrir ummæli

Grikkir áfram í evrunni

Bandaríkjamenn vilja að Grikkir verði áfram í evrunni og þeir munu líklega ná að sannfæra Þjóðverja um að semja við Grikki. Stífni Þjóðverja og popúlismi Grikkja hefur gert þessa deilu allt of erfiða og langdregna. Það er kominn tími til að menn semji á viðskiptalegum forsendum.

Það er athyglisvert að bera saman Grikkland og Puerto Rico. Bæði ríkin eru tæknilega gjaldþrota, hafa tekið allt of mikið af lánum sem ekki er hægt að borga tilbaka. En það er himinn og haf á milli hvernig menn reyna að leysa vandann í þessum tveimur löndum.

Í Puerto Rico segir ríkisstjórinn einfaldlega að það sé ekki hægt að borga skuldir tilbaka og að allir kröfuhafar verið að setjast niður og semja. Ekki sé hægt að leggja meiri byrðar á íbúa Puerto Rico, það sé ekki í þeirra þágu né kröfuhafa. Ríkisstjórinn hefur frumkvæðið og tekur heilstætt á málum á skynsaman hátt – hann notar aðferðir viðskiptamannsins en ekki popúlistans. Enginn talar um að Puerto Rico yfirgefi dollarann. Það er einfaldlega ekki inn í myndinni.

Á endanum munu Evrópusambandið sjá að það verður að fara svipaða leið með Grikkland eins og Bandaríkin með Puerto Rico. Og þá verður það ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn draga Evrópubúa að landi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur