Fimmtudagur 16.07.2015 - 07:12 - Lokað fyrir ummæli

Hver stjórnar Landsbankanum?

Umræðan um ákvörðun ríkisbankans um nýjar höfuðstöðvar á hæla Borgunarákvörðuninni sem bankaráðsformaður viðurkennir að hafi verið mistök, vekja upp áleitnar spurningar um hver sé arkitektinn að þessum ákvörðunum? Hver stjórnar bankanum eiginlega?

Bankasýslan virðist opinberlega ekki heilshugar styðja umdeildar ákvarðanir stjórnar bankans, en endurskaus þó alla stjórnarmenn bankans eftir Borgunarmistökin og þar með gafa stjórninni syndaaflausn.

Þó ákvarðanir séru teknar samkvæmt hlutafélagslögum er þar með ekki sagt að þær séu réttar. Það ætti sagan að kenna Íslendingum. Vandamálið hér er að yfirstjórn Landsbankans og Bankasýslan hafa rýrt viðskiptalegt orðspor Landsbankans með þessu framferði. Ef vafi leikur á að bankinn taki eigin ákvarðanir á viðskiptalegum forsendum, hvernig geta viðskiptamenn treyst því að bankinn vinni á viðskiptalegum forsendum í þeirra þágu? Þar sem Landsbankinn starfar á samkeppnisgrundvelli, styrkir þetta hina bankana og þar með dregur úr verðgildi Landsbankans. Ætli eigandinn sé ánægður með þá niðurstöðu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur