Færslur fyrir ágúst, 2015

Laugardagur 29.08 2015 - 10:55

Rekstur borgarinnar

Reykjavíkurborg er sú höfuðborg í Evrópu sem býr við meiri hagvöxt og minna atvinnuleysi en flestar borgir í álfunni. Allt er fullt af ferðamönnum og atvinnulífið er í miklum vexti og skilar sívaxandi hagnaði. Í slíku árferði er hægt að ætlast til að borgin skili rektrarafgangi og geti byggt upp eigið fé til að mæta […]

Mánudagur 17.08 2015 - 08:42

Voru sambandsslitin mistök?

Það er ekki langt síðan Ísland setti markið hátt í utanríkismálum og stefndi á sæti í öryggisráði SÞ.  Nú er öldin önnur.  Ísland virðist ekki lengur eiga samleið með vesturlöndum hvað varðar hagsmuni og gildi.  Allt er mælt í peningum. Menn horfa með öfundaraugum til Færeyja, ekkert viðskiptabann þar, ekkert EES eða ESB.  Í Færeyjum […]

Föstudagur 14.08 2015 - 08:39

Hin nýja eignastétt

Krónan og EES samningurinn er ómótstæðilegur kokteill spákaupmanna. Það sýndi sig fyrir hrun og nú eru menn komnir aftur á stjá. Í þetta sinn sleppa menn alveg íslensku bönkunum og halda sig við þær íslensku eignir sem standast hrun, íslenskar fasteignir og ríkisskuldabréf. Verð á þessum eignum er á uppleið enda hafa skapast kjöraðstæður fyrir […]

Miðvikudagur 12.08 2015 - 08:47

Lítið jafnræði í stjórnarháttum

Ófullkomnir íslenskir sjórnarhættir áttu sinn hlut í hruninu og enn er langt í land að þeir séu sambærilegir við það besta í nágrannalöndunum. Af einhverjum ástæðum hefur gengið mjög treglega að nútímavæða þennan þátt í íslensku samfélagi. Einna verst er ástandið hjá opinberum fyrirtækjum, en æskilegt væri að hið opinbera leiddi þessa þrónun en ræki […]

Laugardagur 08.08 2015 - 06:04

Lengi getur vont versnað

Fyrirmyndarbankinn bakkar nú með áform um nýjar aðalstöðvar og gerir það fyrr en í Borgunarmálinu þegar hann bakkaði of seint. “Svona á banki að vera” segja menn þar á bæ! Bankastjórinn kemur fram og segir við RÚV að nægur tími sé til stefnu að taka upplýstar ákvarðanir.  Hvað hafa menn þá verið að gera síðustu […]

Fimmtudagur 06.08 2015 - 13:58

Tvöfalt kerfi eru mannréttindi

Tvöfalt kerfi eru sjálfsögð mannréttindi. Þetta varð niðurstaðan í frægi máli tveggja kvenna í Bretlandi fyrir nokkrum árum. Heilbrigðisyfirvöld þar vildu ekki láta þær fá ný krabbameinslyf sem læknar þeirra óskuðu eftir. Þær ætluðu þá að borga lyfin sjálfar og fá það á prívatsjúkrahúsi en þá sögðu heilbrigðisyfirvöld að það væri ekki hægt. Sjúklingar yrðu […]

Þriðjudagur 04.08 2015 - 07:53

Hallarbyggingar Íslendinga

Íslendingar hafa mikla trú á hallarbyggingum. Kannski er það vegna þess að það var ekki fyrr en á 20. öldinni að Íslendingar höfðu efni á að byggja hallir, síðastir Evrópuþjóða. Íslenskar hallarbyggingar eru að stærstum hluta byggðar yfir ósjálfbæran og óhagkvæman rekstur. Dæmin eru mýmörg sérstaklega hjá hinu opinbera. RÚV og OR hallirnar eru dæmigerðar […]

Mánudagur 03.08 2015 - 10:07

Vafasamt norðurslóðabrölt

Ísland er ekki leiðandi þegar kemur að málefnum norðurslóða. Það sannar nýlegur samningur norðurslóðalandanna um bann við veiðum í Norður-Íshafi þar sem Ísland var skilið útundan. Nei, samningar um málefni norðurslóða eru ekki undirritaðir við hringborð Ólafs Ragnars. Þetta vekur upp spurningar um hvort rétt sé að reka tvær utanríkisstefnur þegar kemur að norðurslóðum, aðra […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur