Mánudagur 17.08.2015 - 08:42 - Lokað fyrir ummæli

Voru sambandsslitin mistök?

Það er ekki langt síðan Ísland setti markið hátt í utanríkismálum og stefndi á sæti í öryggisráði SÞ.  Nú er öldin önnur.  Ísland virðist ekki lengur eiga samleið með vesturlöndum hvað varðar hagsmuni og gildi.  Allt er mælt í peningum.

Menn horfa með öfundaraugum til Færeyja, ekkert viðskiptabann þar, ekkert EES eða ESB.  Í Færeyjum geta menn einbeitt sér að bisness og látið Dani um allt vesenið sem fylgir utanríkis- og varnarmálum að ekki sé talað um peningamál.  Voru sambandsslitin við Danmörk þá mistök Íslendinga?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur