Færslur fyrir október, 2015

Laugardagur 31.10 2015 - 12:33

Hver vill kaupa banka?

Hver vill eiga banka á Íslandi? Þetta er spurning sem margir velta fyrir sér. Ríkið þarf að losa um eignarhald á stórum hluta í bankakerfinu á sama tíma og kröfuhafar Arion banka. Það stefnir því í heimsmet í brunaútsölu á bankaeignum. Ekki sér enn fyrir endann á íslensku bankabraski sem hófst í byrjun þessarar aldar. […]

Föstudagur 30.10 2015 - 08:34

Enginn er óháður

Nú þegar samningar virðast í höfn við kröfuhafa byrjar íslenska rifrildið. Annað hvort er um heimssögulegan viðburð að ræða eða heimsmet í klúðri. Sumir segja að 400 ma kr. vanti upp á að stöðugleiki náist, aðrir að allt sé klappað og klárt. Vandamálið er að enginn aðili í þessu máli er óháður. Nú sést vel […]

Þriðjudagur 27.10 2015 - 10:33

Vextir og húsnæðisverð

Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að þegar vextir lækka fer nær öll lækkunin í hendur húsnæðiseigenda í formi hækkaðs eignaverðs. Hvergi var þetta augljósara en þegar Írar tóku upp evru og húsnæðisvextir helminguðust sem leiddi til tvöföldunar á eignaverði í Dublin. Lexían er skýr. Það skiptir öllu máli að hafa fest sér húsnæði áður en vextir […]

Mánudagur 26.10 2015 - 15:13

Króna gamla fólksins

Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir gamla gengið í Sjálfstæðisflokknum þegar ályktun um að skoða aðra gjaldmiðla en krónuna var samþykkt á nýafstaðnum landsfundi. Þetta gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins sem ræður þar för. Skoðanakannanir sýna líka að þar sem krónan nýtur fylgis þar er erfitti að finna kjósendur undir þrítugu. Krónan […]

Sunnudagur 25.10 2015 - 08:44

Ákall um samfélagsbanka

Krafan um samfélagsbanka er mjög skiljanleg. Samfélagsbanki er ófullkomin lausn og verður mun dýrari en margir halda. En “einkareknir” bankar sem setja vildarvini ofar öllu er enn verri lausn. Fátt hefur dregið meir úr trausti á bankakerfinu á síðustu misserum en klúðursleg eignasala til vildarvina. Þetta er ekki merki um heilbrigt fjármálakerfi. Það sem er […]

Fimmtudagur 22.10 2015 - 15:04

Evruhreinsun Sjálfstæðismanna

Í nýlegir Gallup könnun sem Viðskiptablaðið stendur fyrir eru aðeins 4% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins mjög hlynntir upptöku evru. Menn hljóta að vera ánægðir með hreinsunarstarfið í Valhöll og þegar menn hafa losað sig við þessi 4% þá verður fylgi flokksins komið niður fyrir 20% – glæsilegur árangur munu einhverjir segja. Kjarni stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í dag eru […]

Fimmtudagur 22.10 2015 - 08:30

2 bankar betri en 3

Ef ríkið tekur við Íslandsbanka verða um 70% af bankaeignum á Íslandi í eigu ríkisins. Í þessu felast bæði tækifæri og ógnir. Það fyrsta sem gerist þegar einn og sami aðilinn er kominn með 70% af framboði eigna og gefur út yfirlýsingu um að hann verði að selja, lækkar verðið. Það bætir síðan ekki stöðuna […]

Miðvikudagur 21.10 2015 - 07:50

Mistök Jóhönnu og Steingríms

Því er haldið fram að mistök síðustu ríkisstjórnar hafi veriða að “afhenda” Arion banka og Íslandsbanka kröfuhöfum. Þetta er ekki rétt. Eins og best sést núna þegar kröfuhafar “afhenda” ríkinu Íslandsbanka, voru mistök Jóhönnu og Steingríms að ríkisvæða Landsbankann. Kröfuhafar gamla Landsbankans fengu sértryggð skuldabréf í erlendir mynt þegar hinir kröfuhafarnir fengu íslensk hlutabréf í […]

Þriðjudagur 20.10 2015 - 09:31

Borgun fær Íslandsbanka

Það er klókt af kröfuhöfum að dangla Íslandsbanka framan í ríkisstjórnina.  Það er gulrót sem stjórnmálamenn geta ekki staðist.  Nú munu samningar renna í gegn enda þarf að hafa hraðar hendur við að koma Íslandsbanka í fang vildarvina, áður en kjörtímabilið rennur út.  Hver veit hvað tekur við þegar Píratar komast til valda? Fáir standa […]

Laugardagur 17.10 2015 - 13:11

Hvað ógnar stöðugleika?

Nýtt riti Seðlabankans, sem nefnist Fjármálastöðugleiki 2015/2, veitir innsýn inn í stöðugleikavanda gömlu bankanna. Almennt er talið að það sem ógni stöðugleika séu innlendar eignir þrotabúanna í krónum og gjaldeyrislán til innlendra aðila. Til að koma þessu út þarf að breyta krónum í gjaldeyri. Erlendar eignir búanna og erlendur gjaldeyrir í reiðufé eða verðbréfum í […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur