Færslur fyrir október, 2015

Laugardagur 17.10 2015 - 09:31

„EES lite“

The Economist er með vandaða úttekt á hugsanlegri úrsög Breta úr ESB – Brexit – eins og það er kallað. Blaðið styður aðild Breta að ESB, en viðurkennir að frasarnir um aukið sjálfstæði og fullveldi séu lokkandi en þeir byggja frekar á óskhyggju en raunsæi. Blaðið fer vandlega yfir þá valmöguleika sem Bretar hafa yfirgefi […]

Föstudagur 16.10 2015 - 07:36

Einokunin lifir

Íslendingar börðust í aldir við að afnema danska einokunarverslun en innleiddu svo sjálfir enn víðtækari einokun þegar þeir fengu sjálfstæði. Einkenni einokunarverslunar er ofsagróði í höndum fárra og sterk eiginhagsmunagæsla í krafti þess fjármagns. Þá er innlend einokunarverslun mun lúmskari en sú erlenda en engu hættuminni. Hér er verið að tala um einokunarverslun með fjármagn. […]

Miðvikudagur 14.10 2015 - 17:48

„Æ sér Símagjöf til gjalda“

Sú spurning læðist að manni hvort Símasalan sé hluti af stærri fléttu? Tímasetningin er vægast sagt óheppileg þar sem mikil óvissa ríkir um framtíðareignarhald Arion banka. Þeir vildarvinir sem fengu að kaupa á lægra verði á undan öðrum, munu stórgræða á greiðanum. Og eins og málshátturinn segir: “æ sér gjöf til gjalda”. Með svona rausnarlegri […]

Miðvikudagur 14.10 2015 - 09:26

Símaklúðrið

Arion banki fellur í sömu gryfju og ríkisbankinn þegar kemur að sölu eigna. Formúlan er einföld: Sjá sjálfur um söluna, nota lokað ferli og velja kaupendur af vildarvinaskrá. Það sem er athyglusvert er að sú stofnun sem á að fylgjast með bönkunum, FME, virðist samþykkja þessa formúlu með þögn sinni. Nú er sala á eign […]

Þriðjudagur 13.10 2015 - 17:05

Dýr „fullnaðarsigur“ í Icesave

Bæði forsetinn og forsætisráðherra lýsa yfir að Ísland hafi unnið fullnaðarsigur í Icesave og að því sé lokið. En er það rétt? Kostaði Icesave þá Ísland ekki neitt og átti bú gamla Landsbankans fyrir Icesave. Svarið við því er já og nei. Málið er nefnilega nokkuð flóknara en margir vilja viðurkenna. Þrotabúa LBI mun líklega […]

Laugardagur 10.10 2015 - 15:11

Okurbúlla ríkisins

Ein mesta okurbúlla á Íslandi er rekin af ríkinu. Og eins og oft með ríkisrekstur er þessi okurbúlla rekin með bullandi tapi og hefur þurft stuðning ríkisins í mörg ár til að halda sér á floti. Þetta er Íbúðalánasjóður. Verðtryggðir vextir hjá ÍLS eru 4.2% en ættu að vera nálægt 3% ef sjóðurinn væri rekinn […]

Föstudagur 09.10 2015 - 14:25

Að sofa á Verðinum

Á vef ríkisbankans segir “Viðskiptavinir Landsbankans njóta sérkjara á tryggingum hjá Verði”. Nú þegar Arion banki hefur á ótrúlegan hátt eignast meirihluta í Verði verður auðvelt fyrir bankann að auglýsa: “Viðskiptavinir Varðar njóta sérkjara á bankaþjónustu hjá Arion”.  Vörður er líklega stútfullur af viðskiptavinum Landsbankans. Eitt er að kaupa tryggingarfélag, annað að fá stóran hóp […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur