Föstudagur 27.11.2015 - 08:03 - Lokað fyrir ummæli

ESB heimtar gengislán

Eftir hrun bönnuðu íslensk stjórnvöld gengislán. Nú segja skriffinnar hjá ESB – nei þetta megið þig ekki.

Og hvað gerir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs? Hún búkkar sig og beygir fyrir ESB og ætlar nú að leggja fram frumvarp um gengislán sem þóknast herrunum í Brussel. Íslendingar hafa nú varla verið settir í jafn auðmýkjandi stöðu síðan að danskur kóngur réði hér öllu.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort allir þingmenn ríkisstjórnarinnar munu láta smala sér eins og kindur og samþykkja þessa kröfu ESB?

En það hangir fleira á spýtunni hér en krafa ESB. Gengislán framtíðarinnar á vildarkjörum verða ekki fyrir almenning. Þau verða aðeins fyrir fjársterka aðila í gjaldeyrishagkerfinu – þá sem eru með tekjur í evrum en ekki krónum. Það er því verið að búa til kerfi þar sem krónu-Jón og evru-Jón sitja ekki við sama borð. Þetta frumvarp mun ýta undir stéttaskiptingu og gera hina ríku enn ríkari.

Líklega mun þetta útspil ESB verða til mikilla trafala fyrir Evrópuandstæðinga. Fátt sundrar íslenskri þjóð meir, en efnahagsleg mismunun, sérstaklega ef hún er af erlendri ætt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur