Laugardagur 28.11.2015 - 07:11 - Lokað fyrir ummæli

Tími málmbræðslu liðinn

Íslensk orka er of verðmæt til að nota í málmbræðslu. Ný tækni hefur opnað nýjan markað fyrir orkuna sem er tilbúinn að borga tífalt hærra verð. Þetta er hliðstætt því þegar flugið opnaði nýja markaði fyrir fiskinn. Bæði fiskurinn og orkan er fyrsta flokks hrávara sem nágrannaþjóðirnar eru sólgnar í.

Framþróun tækninnar verður ekki stöðvuð. Álver og málmbræðsla á Íslandi er barn síns tíma. Að þrjóskast við að nota orkuna í slík verkefni sýnir þröngsýni og íhaldssemi. Menn verða að opna augun fyrir breyttum heimi. Þessi nýja staða mun kalla á aðlögun sem verður erfið og sársaukafull fyrir marga, sérstaklega þá sem vinna við málmbræðslu, en allar kynslóðir þurfa að gíma við breytingar og framþróun. Íslendingar ættu að þekkja það manna best.

Mikilvægt er að Íslendingar fari að marka sér skynsama heildarstefnu í orkumálum, stefnu sem tekur til næstu 20-30 ára. Slík stefnumótun þarf að liggja fyrir áður en farið er að semja um sæstreng til Bretlands. Menn mega ekki missa sig í pólitísku dægurþrasi og láta erlenda aðila taka frumkvæðið og stýra ferð.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur